6.12.2011 | 01:12
Hversu mikið kuldakast?
Eftir að venju fremur kalt (eða hlýtt) hefur verið á landinu í nokkra daga vex áhugi á samanburði veðurs í fortíð og nútíð. Það er eðlilegur áhugi en sannleikurinn er sá að samanburður er oft ekki auðveldur. Þótt sambærileg köst komi hitta þau auðvitað ekki alltaf á sömu mánaðardagana. Því lengra sem kastið er því auðveldari verður samanburðurinn. Núverandi kuldakast er ekki orðið nægilega langt til þess að það skeri sig greinilega úr fjöldanum í fortíðinni. En það telst nú samt ekki alveg venjulegt.
Lausleg könnun bendir til þess að ámóta köst geri í desember á 8 til 10 ára fresti. Sé hins vegar miðað við fyrstu vikuna eingöngu er kastið óvenjulegra. Hægt er að gera samanburð af þessu tagi á nokkra vegu.
Einfaldast er að reikna meðalhita fyrstu 5 daga desembermánaðar og bera saman aftur í tímann. Síðustu 60 árin (lítil óvissa í samanburði) hafa þessir 5 dagar aðeins einu sinni verið kaldari í Reykjavík, það var í desember 1961. Á Akureyri er engin desemberbyrjun á þessu tímabili kaldari heldur en nú.
Hægt er að ná samanburði í Reykjavík lengra aftur (slæðing af árum fyrir 1920 vantar þó í samanburðinn og hann er stundum ekki alveg á jafnréttisgrundvelli). Þá kemur í ljós að mun kaldara var í byrjun desember 1892 og 1936 og nokkru kaldara 1885, 1887, 1891 og 1895. Flest tilvikin eru sem sagt á 19. öld - á alræmdu kuldaskeiði. Dæmið frá 1936 er hins vegar úr hlýindaskeiðinu mikla á árunum 1920 til 1965. Þetta er e.t.v. gott dæmi um að kuldaköst eru algeng á köldum skeiðum, en mestu hlýskeið eru alls ekki ónæm fyrir þeim.
Samanburður af þessu tagi er ekki alveg sanngjarn fyrir stutt tímabil því í öðrum árum geta hafa komið ámóta eða kaldari kaflar sem ekki hitta á sömu daga. Sanngirnin verður meiri eftir því sem dögunum fjölgar. Ég hef gert gróflega talningu á ámóta köflum í desember. Þá kemur í ljós að síðasta vika nóvember 1965 var ámóta köld og síðastliðnir 7 dagar (til og með 5. desember).
Nokkrar ámóta kaldar vikur eru í öðrum desembermánuðum síðustu 60 ára - en seinna í mánuðinum. Það þýðir að búast má við svona kafla einhvern tíma í desember á 8 til 10 ára fresti. Sé leyft að hiti fari rétt yfir frostmark einn dag inni í frostakafla fjölgar köflunum nokkuð. Reyndar fór hiti í +0,1 stig í Reykjavík 2. desember (síðastliðinn föstudag), þannig að frostakaflinn okkar nú er ekki alveg tandurhreinn eða syndlaus (þótt við höfum látið svo) - fyrri köflum var ekki veittur slíkur afsláttur þegar leitað var.
Mikil kuldaköst eru líkleg til þess að skila mörgum kuldametum. Fjölmörk desemberlágmarksmet einstakra stöðva hafa þegar fallið í þessu kasti en einkum á stöðvum sem ekki hafa athugað lengi. Við getum gert þau mál upp þegar kastinu er lokið (eða það lengra komið). Aðrir veðurbloggarar gætu þó komið með fréttir af slíku áður - en spáð er áframhaldandi kulda.
En til að menn hafi eitthvað að bíta þangað til er rétt að láta lista yfir lægsta lágmark á einstökum veðurstöðvum í desember fylgja í viðhengi. Listinn nær til 2010 - ný met eru ekki á listanum en sjá má að þau eru allnokkur. Í þetta sinn er listinn fjórskiptur. Fyrst koma allar sjálfvirkar stöðvar (líka stöðvar Vegagerðarinnar) þeim er raðað eftir lægsta lágmarki. Vilji menn t.d. raða eftir stafrófsröð er bara að líma listann inn i töflureikni og velja röðun (sort) eftir því sem við á. Nú er lágmarksklukkustund nefnd í listanum og er það nýmæli. Það þýðir þó að fleiri endurtekningar (metajafnanir) eru fleiri í listanum en í þeim sem áður hafa birst á hungurdiskum.
Lægstu lágmörk á sjálfvirku stöðvunum (til 2010) eru þessi:
byrjar | nær til | metár | metdagur | metklst | met | stöðvarnafn | |
1997 | 2010 | 2004 | 23 | 18 | -30,6 | Setur | |
1993 | 2010 | 2004 | 24 | 2 | -28,9 | Þúfuver | |
1996 | 2010 | 2010 | 22 | 23 | -28,6 | Mývatn | |
1993 | 2010 | 1999 | 18 | 13 | -28,2 | Veiðivatnahraun | |
2003 | 2010 | 2010 | 22 | 18 | -28,1 | Möðrudalur sjálfvirk stöð | |
2003 | 2010 | 2010 | 22 | 22 | -28,1 | Möðrudalur sjálfvirk stöð | |
2003 | 2010 | 2010 | 22 | 23 | -27,9 | Svartárkot sjálfvirk stöð | |
2003 | 2010 | 2010 | 22 | 24 | -27,9 | Svartárkot sjálfvirk stöð | |
2005 | 2010 | 2010 | 22 | 8 | -27,7 | Brúarjökull B10 | |
2005 | 2010 | 2010 | 22 | 12 | -27,7 | Brúarjökull B10 | |
2005 | 2010 | 2010 | 22 | 16 | -27,7 | Brúarjökull B10 |
Ég held að svona lágar tölur hafi ekki enn sést í yfirstandandi kasti. Lægstu gildin eru úr Þorláksmessukastinu 2004 en síðan mörg úr skammvinnu kuldakasti rétt fyrir jól í fyrra (2010).
Neðan við þennan lista í viðhenginu kemur listi sem nær yfir skeytasafn í gagnagrunni Veðurstofunnar. Við sleppum honum hér (en sjá viðhengið), hann er efnislega mjög líkur þriðja listanum en hann nær til mannaðra stöðva á tímabilinu 1961 til 2010. Þar eru lægstu tölurnar:
stöð | byrjar | nær til | metár | metdagur | met | stöðvarnafn | |
490 | 1961 | 2009 | 1995 | 26 | -32,2 | Möðrudalur | |
495 | 1961 | 2010 | 1995 | 26 | -29,2 | Grímsstaðir | |
892 | 1965 | 2003 | 1977 | 19 | -28,5 | Hveravellir | |
468 | 1961 | 2010 | 1995 | 26 | -28,2 | Reykjahlíð | |
449 | 1973 | 1977 | 1977 | 19 | -27,5 | Sandbúðir | |
473 | 1961 | 2010 | 1988 | 25 | -26,8 | Staðarhóll | |
945 | 1961 | 1982 | 1974 | 22 | -26,8 | Þingvellir | |
542 | 1969 | 1998 | 1982 | 18 | -26,5 | Brú á Jökuldal I | |
462 | 1961 | 2010 | 1995 | 26 | -25,5 | Mýri | |
462 | 1961 | 2010 | 1995 | 27 | -25,5 | Mýri |
Hér er annar í jólum 1995 áberandi og kaldur 19. árið 1977. Fyrir neðan þennan lista má sjá lægstu lágmörk á stöðvunum á árabilinu 1924 til 1960:
stöð | byrjar | nær til | metár | metdagur | met | stöðvarnafn | |
490 | 1938 | 1960 | 1949 | 21 | -31,5 | Möðrudalur | |
495 | 1924 | 1960 | 1936 | 3 | -29,5 | Grímsstaðir | |
466 | 1924 | 1931 | 1925 | 30 | -26,8 | Grænavatn | |
468 | 1937 | 1960 | 1949 | 21 | -25,0 | Reykjahlíð | |
388 | 1935 | 1954 | 1936 | 4 | -21,9 | Skriðuland | |
301 | 1924 | 1936 | 1936 | 4 | -21,6 | Kollsá í Hrútafirði | |
452 | 1937 | 1960 | 1960 | 24 | -21,3 | Sandur | |
422 | 1929 | 1960 | 1936 | 3 | -20,8 | Akureyri | |
317 | 1938 | 1946 | 1941 | 12 | -20,5 | Núpsdalstunga | |
945 | 1937 | 1960 | 1950 | 14 | -20,5 | Þingvellir |
Hér er kastið 1936 sem lítilega var minnst á að ofan áberandi en aðeins fjórar stöðvar ná -25 stigum eða meira á öllu tímabilinu. Að lokum eru nokkur eldri lágmarksmet en sá listi er enn í vinnslu og kann að vera gloppóttur.
ár | dagur | met | stöðvarnafn | |
1917 | 9 | -34,5 | Möðrudalur | |
1917 | 10 | -30,0 | Grímsstaðir á Fjöllum | |
1917 | 16 | -22,3 | Möðruvellir | |
1917 | 16 | -22,0 | Akureyri | |
1917 | 17 | -22,0 | Vífilsstaðir | |
1880 | 25 | -21,1 | Stykkishólmur | |
1906 | 27 | -21,0 | Holt í Önundarfirði | |
1880 | 18 | -20,4 | Grímsey | |
1880 | 18 | -18,8 | Teigarhorn | |
1880 | 26 | -18,7 | Reykjavík |
Hér má sjá Íslandsmet desembermánaðar -34,5 stig. Það er frá Möðrudal á Efra-fjalli (held ég að sagt hafi verið) 9. desember 1917. Lægsta lágmark Akureyrar (eftir 1881) er einnig úr sama mánuði - undanfara frostavetrarins 1918. Reykjavíkurlágmarkið er enn eldra, frá öðrum jóladegi 1880. Desember það ár var undanfari frostanna 1881. Skelfilegan byl gerði þá á landinu þriðja og fjórða jóladag og sá vart milli húsa í Reykjavík í heljarfrosti. Lægðin sú virðist hafa verið athyglisverð - endurgreiningin ameríska nær henni illa eins og flestum veðrum þessa dæmalausa frostavetrar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 634
- Sl. sólarhring: 768
- Sl. viku: 2429
- Frá upphafi: 2413449
Annað
- Innlit í dag: 593
- Innlit sl. viku: 2193
- Gestir í dag: 584
- IP-tölur í dag: 568
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta er fróðlegt, takk. Var að rýna í listann og það kemur mér á óvart að lágmarkin í Reykjavík hafi ekki verið lægri, því mér finnst það einhvern veginn í minningunni (falskar minningar syndrom) 2005-2010= -10.8 er ekkert svakalegt, -12.1 árið ´99 (96-10) svo sem heldur ekki. Fannst einhvern tímann seinustu 15 ár hafa verið -15 í desember en ég hef kannski ruglað saman minningum um fyrri hluta janúar og desember saman? p.s. er hægt að sjá svona lágmörk f. janúar líka?
Ari (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 03:25
Sæll Trausti
Takk fyrir fróðlegar (kulda) tölur og auðvitað er stóra spurningin hversu langvinnur
frostakaflinn verður. Annars eru þetta engin aftök , amk. ekki enn og verða etv. ekki.
Hungurdiskar spá ekki , en það er samt ekki hjá því komist að rýna í kortin og þá
kemur maður enn og aftur að misræmi spáa. Kort hér á þessum vef segir
lægsta hitastig næsta sunnudag verða um 10 C frost inná miðhálendi og það
sama segir kort á forsíðu Veðurstofu , www.vedur.is. Síðan er frétt í dag á
mbl.is um að Veðurstofan spái um 25 C frosti næsta sunnudag.!! Hvernig má
svona munur verða ? . Yfir 100 % skekkjumörk / fráviksgildi ( frá sama aðila ?)
óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 09:53
Ari. Þessir kuldar sem þú minnist hafa sjálfsagt orðið janúar. Við lítum á þá síðar. Óli Hilmar - ég veit ekki hvernig þessar tölur sem þú nefni eru til komnar. Tuttugu og fimm stiga frost eða meira er líklegast á aðfaranótt föstudags - þegar mesta kuldanum verður sturtað suður yfir landið (sjá næsta bloggpistil) og vindur í háloftunum snýst úr vestri í norður. Eftir það á að hlýna talsvert - alla vega víðast hvar á landinu.
Trausti Jónsson, 7.12.2011 kl. 00:41
Mesta frost síðan 1981 mældist reyndar í nóvember 2004, -15,1 stig þ. 19.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2011 kl. 11:40
Í Reykjvík sem sé.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2011 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.