23.11.2011 | 00:36
Órólegir dagar á Norður-Atlantshafi
Nú fara í hönd nokkrir mjög órólegir dagar á Norður-Atlantshafi. Mesta fjörið virðist þó ætla að verða sunnan við okkur - en samt er rétt að gefa því gaum því ekki má mikið út af bera. Margra daga spár eru því mjög óræðar. Lægð er nú að fara yfir landið og einhver óvissa fylgir vestanáttinni sunnan við hana. Við látum Veðurstofuna og aðra til þess bæra aðila fylgjast með því. En tvær lægðir virðast vera í byrjunarstöðu í dag - tilbúnar til ferðar um Atlantshafið.
Sú sem er fyrr á ferðinni er nú vestsuðvestur af Asóreyjum - um 1000 hPa í lægðarmiðju og hreyfist til norðausturs. Þessi lægð er búin að vera í bið í nokkra daga. Um tíma var allt eins búist við því að hún fengi tilverustimpil frá fellibyljamiðstöðinni i Miami og yrði þar með að stafrófsstormi, Tammy - en af því varð ekki. Mjög hlýtt loft er þarna á sveimi, þykktin hátt í 5700 metrar þar sem mest er.
Síðari lægðin er þegar þetta er skrifað yfir Indiana-fylki í Bandaríkjunum og er á leið austur. Þrýstingur í lægðarmiðju er um 1008 hPa. Þar er einnig mjög hlýtt sunnan við lægðarmiðjuna. Eins og spár liggja nú fara báðar þessar lægðir til norðausturs fyrir suðaustan land. En höfum í huga að lægðir eru ætíð nokkuð reikular í spori.
En lítum á háloftaspákort sem gildir kl. 18 - síðdegis miðvikudaginn 23. nóvember. Það ætti að vera föstum lesendum hungurdiska kunnuglegt. Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum og rauðu strikalínurnar tákna þykktina, hún er einnig mæld í dekametrum (dam = 10 metrar). Því meiri sem þykktin er - því hlýrra er loftið. Því þéttari sem svörtu hæðarlínurnar eru því hvassara er í 500 hPa-fletinum en hann er eins og kortið sýnir í 5 til 6 kílómetra hæð.
Fyrri lægðin er þar sem stórt, rautt X er á áberandi stað suður í hafi. Þar má sjá dæmigert útlit dýpkandi lægðarbylgju. Bæði jafnhæðar- og jafnþykktarlínur eru mjög þéttar og þær síðarnefndu mynda form sem stingur sér inn í vindstrenginn, hér úr suðsuðaustri. Þeir sem sjá vel ættu að finna lítinn hring rauðra strikalína undir X-inu. Það er 5640 metra jafnþykktarlínan. Í kringum X-ið eru settar litlar rauðar og bláar örvar sem sýna hlýtt og kalt aðstreymi sem fylgir bylgjunni. Feitari strikalína sýnir lægðardragið sem síðar verður að lokaðri háloftalægð - í þann mund sem lægðin við jörð nær mestum þroska.
Hér má líka benda á samlokuform það sem jafnhæðar- og jafnþykktarlínur mynda í vaxandi riðalægðum. Jafnþykktarlínurnar (þær rauðu) fylgja formi vinstrihandar sem lögð er á rönd norðvestan við X-ið, en jafnhæðarlínurnar fylgja formi hægri handar sem lögð er á sama hátt suðaustan við X-ið.
Hin lægðin - sú seinni - er merkt við vinstri jaðar kortsins með X-i. Þar má ef vel er að gáð sjá sömu skipan hæðar- og þykktarlína.
Hér við Ísland er frekar kalt loft, þykktin er í kringum 5200 metrar. Þetta er ekki mjög kalt miðað við árstíma en hins vegar ansi svalt miðað við það sem hér hefur verið að undanförnu. Þegar best lét var þykktin á rólinu 5460 til 5500 metrar og hefur því lækkað um 260 til 300 metra. Það samsvarar 13 til 15°C.
Hið raunverulega kalda loft er yfir Labrador og vestan Grænlands þar sem þykktin er á bilinu 5000 til 5100 metrar. Stóra, bláa örin á kortinu er sett til að sýna framrás kaldasta loftsins. Vestari lægðin mun halda frekari framsókn þess eitthvað í skefjum þar til hún er komin framhjá.
En nú er spennandi að sjá hvað verður úr þessum tveimur lægðum. Þótt nú séu innan við tveir sólarhringar þar til fyrri lægðin fer hjá eru spár ekki orðnar sammála um braut hennar. Hirlam-spáin sú sem hér er notuð fer með lægðina milli Íslands og Færeyja og keyrir hana niður í 941 hPa - ansi krassandi. Evrópureiknimiðstöðin er nú með lægðina aðeins sunnar en kemur miðjuþrýstingi niður í 939 hPa. Bandaríska spáin er með lægðina sunnan við Færeyjar og heldur grynnri.
Sleppum við? Það vita hungurdiskar ekki - en rætist hirlam-spáin hvessir eitthvað austanlands um tíma. Þegar svona ört dýpkandi lægðir fara hratt hjá þá rífa þær niður veðrahvörfin - aðallega rétt vestan lægðarmiðjunnar - en líka á allstóru svæði vestan og norðvestan við. Í þessu tilviki við Ísland og þar vestur af. Við slík skilyrði snarast stundum aukalægðir út úr norðvesturjaðri meginlægðanna. Í þessu tilviki gerðist það þá þannig að vesturjaðar háskýjabakka þeim sem fylgir lægðinni kastar út aukakróki sem myndar élja- eða skúrabakka sem talsvert getur rignt eða snjóað úr. Hvort það gerist nú vitum við ekki enn.
Síðarl lægðinni er svo spáð gríðarkröftugri á leið um Skotland og Suður-Noreg á laugardag og sunnudag.
Margar spurningar vakna á órólegum dögum sem þessum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 7
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 2121
- Frá upphafi: 2436942
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1938
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.