22.11.2011 | 01:18
Dægurhámörk (og lágmörk) í nóvember á Akureyri
Rólegir hungurdiskar í dag. Rétt lítum á hæsta og lægsta hita á Akureyri í nóvember. Fyrst hæsta hita hvers dags (þeir sem vilja sjá ártölin líti á viðhengið).
Þegar litið er á þessa mynd og jafnframt hugað að því að landshitamet nóvembermánaðar er 23,2 stig gæti undrun látið á sér bæra. Akureyri er þrátt fyrir allt mjög vel í sveit sett í hlýrri sunnanáttinni - en samt er hæsti hiti sem mælst hefur þar í nóvember aðeins 17,5 stig. Undrunin hverfur að vísu fljótt þegar rifjað er upp að Reykjavík hefur hiti í nóvember aldrei náð nema 12,6 stigum, nærri fimm stigum undir Akureyrarmetinu og nærri 11 stigum undir landsmetinu. En nú er nóg af háum fjöllum í námunda við Akureyri og sömuleiðis er þar oft hvasst í sunnanáttinni. Skyldu 20 stigin bara að vera láta bíða eftir sér? En Akureyringar mega vera rólegir - þetta kemur í framtíðinni sé beðið nógu lengi.
Við sjáum að áberandi leitni er frá upphafi til enda mánaðarins (rauða línan). Það munar hátt í þremur stigum. Einnig er áberandi að mikill munur er á hámarkinu frá degi til dags. Það þýðir trúlega að ný dægurmet eru líkleg á næstu árum. Hámarkshitamælingar byrjuðu ekki á Akureyri fyrr en 1938. Hér hefur þó verið farið yfir hita á öllum föstum athugunartímum allt aftur til 1881, - án veiði. Eftir er að fara betur yfir hitasírita á Akureyri 1928 til 1937 - hugsanlega leynast einhver dægurmet þar (til að fylla upp í dældir línuritsins).
Lágmarksmælingar voru ekki heldur gerðar á Akureyri á árum áður, en samt er slatti af lágum hita á athugunartíma sem ekki verður sleppt.
Lágmarkið stefnir enn hraðar niður heldur en hámarkið gerði. Rauða línan er um 4,5 stigum lægri á myndinni í lok mánaðarins heldur en í upphafi hans. Yngsta metið á myndinni er frá 2004, það eru -15,0 stig þann 21. árið 2004 - í sama mánuði og hitamet mánaðarins. Við sjáum þó að það liggur vel ofan við rauðu línuna á myndinni og því líklegt til að falla - hvenær það svo gerist veit enginn.
Það gerðist helst merkilegt í nóvember 1893 að hafís fyllti Ísafjarðardjúp og bárust jakar alveg suður á Patreksfjörð. Nördin opna viðhengið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 926
- Sl. sólarhring: 1117
- Sl. viku: 3316
- Frá upphafi: 2426348
Annað
- Innlit í dag: 824
- Innlit sl. viku: 2980
- Gestir í dag: 805
- IP-tölur í dag: 741
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.