Hitastaða nóvember að kvöldi þess 18.

Hlýindin haldast ennþá þegar þetta er skrifað - en líkur eru á að þau linist nokkuð næstu daga. Fyrir viku síðan var núlíðandi nóvember í 14. sæti að ofan á langa listanum frá Stykkishólmi en hann nær allt aftur til ársins 1845, reyndar vantar upplýsingar um einstaka daga í nóvember 1919.

Nú, að kvöldi 18. nóvember er mánuðurinn kominn upp í 5. til 6. sæti. Það má sjá í töflunni hér fyrir neðan, en hún sýnir meðalhita kl. 9 í Stykkishólmi þann 1. til 18. nóvember árin sem nefnd eru.

ármhiti
a19457,29
a19566,63
a18465,77
a19605,13
a18885,06
a20115,06
a18574,94
a19244,86
a19874,59
a18764,44

Nóvember 1945 virðist utan seilingar - en þá hrapaði hiti nokkuð í síðustu viku mánaðarins. Í öðru sæti er nóvember 1956 - líklega utan seilingar líka. Nóvember 1846 var eins konar upptaktur að einum hlýjasta vetri allra tíma, 1846 til 1847. Hlýindi í nóvember segja reyndar lítið um hitafar mánaðanna næst á eftir. Hvar þessi nóvember lendir að lokum er enn harla óljóst, ekki þarf nema nokkurra daga frost til að hann hrapi út af topp 10. En flestir mánuðirnir á þessum lista áttu við mótlæti að stríða síðustu 10. dagana.

Hvaða mánuðir eru þá neðstir á listanum (fyrstu 18 dagarnir)?

ármhiti
a1963-1,72
a1969-1,73
a1866-1,77
a1849-1,80
a1869-2,24
a1923-2,36
a1863-2,61
a1930-2,65
a1880-3,63
a1910-3,74

Ekkert nýlegt ár sést á þessum lista. Næst okkur í tíma er nóvember 1969 - á hafísárunum, en næst fyrir ofan hann er nóvember 1963 - undanfari hlýindavetursins mikla 1963 til 1964. Rétt ofan við 1963 (ekki á listanum) eru nóvember 1996 og 1973 að sökkva hratt niður á við.

Viðbót þann 21. nóvember.

árhiti 1.til 21.
a19457,05
a19566,26
a18465,15
a20114,88
a19244,80
a19684,72

Nú er nóvember 2011 kominn í fjórða sætið - ætli þetta verði það efsta sem hann kemst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 1969
  • Frá upphafi: 2412633

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband