5.11.2011 | 01:24
Nokkrar ólíkar lægðir (í spilunum)
Landið er nú í lægðabraut (rétt einu sinni) en einhvern veginn gengur samt illa að ná útsynningi á strik og það hefur oftast gengið illa undanfarin ár. Þegar lægðir hafa farið hjá fyrir vestan land hefur hægur vindur af suðri oftast fylgt á eftir landsynningshvassviðri og rigningu sem fer á undan lægðunum. Í sumum árum er útsynningur aftur á móti algengur, landsynningurinn þá stundum hægur á undan suðvestanhvassviðrum. Vetur með þrálátum útsynningum eru þó ekkert sérstaklega algengir. Frekar er að nokkurra vikna kaflar stingi sér inn í annars konar vetrarveðráttu. En við förum e.t.v. á útsynningsvetraveiðar síðar - ef tilefni gefst til.
En síðasta lægð kom úr suðaustri með óvenjulegum hlýindum einkum um sunnan- og vestanvert landið. Útsynningur hennar er ósköp vesæll - en skýst þó á vettvang suðvestanlands í fáeinar klukkustundir undir morgun á laugardegi (5. nóvember). Skúrirnar eða élin sem að jafnaði einkenna hann verða þó nærri því strax barin niður af hlýju háskreiðu lofti framan við næstu lægð.
Lægðarmiðjan á að fara hjá á aðfaranótt sunnudagsins (6. nóvember). Lítum á kort.
Það sýnir veðurspá sem gildir kl. 18 síðdegis laugardaginn 5. nóvember. Gamla lægðin (merkt L6) liggur í bæli vestur við Grænland á þeim slóðum þar sem er einna vinsælast elliheimili djúpra lægða hér á jörð. Þegar lægið sem merkt er L1 fer hjá togar hún í gömlu lægðina sem þá missir mátt og verður úr sögunni á mánudag.
Lægð 1 á kortinu er mjög hraðfara og fer eins og að ofan sagði hjá á aðfaranótt sunnudags eða á sunnudagsmorgun. Sumar spár gera ráð fyrir snörpu suðvestankasti sums staðar vestanlands í kjölfar lægðarinnar (snúð hennar eða broddi). Einnig segja þær sömu spár að hvesst geti í öðrum landshlutum (fylgist með því á vef Veðurstofunnar). Fyrr í vikunni höfðu sumar spár gert ráð fyrir ofsaveðri á landinu samfara þessari lægð. Þá var helst að sjá að hún gripi með sér lægðina sem á kortinu er merkt sem L3. Þar er gnægð af hlýju lofti - en stefnumótið virðist hafa misfarist og L3 straujast út suðaustan við land. Það er svona þegar lægðir fara fram úr sjálfum sér.
Þarnæsta lægð er á kortinu austur af Nýfundnalandi, merkt L2. Henni fylgir nokkuð eindregin háloftabylgja sem bæði heldur aftur af lægðinni (hlýtt loft getur þá sloppið norðaustur úr henni og þar með nýst illa) - en jafnframt grefur lægðardragið sig til austurs og grípur upp meira af enn hlýrra lofti í stað þess sem sleppur út. Þetta þýðir að lægðin verður allt öðru vísi en sú fyrri þegar hún fer að hafa áhrif hér á landi síðla á mánudaginn (7. nóvember). Stór og svo feit að miðjan kemst e.t.v. ekki lengra heldur en í dvalarheimilið ljúfa við Grænlandsstrendur. Mjög hlýtt loft fylgir lægðinni og spennandi að sjá hversu hátt hitinn fer á þriðjudaginn í hvassri sunnanáttinni.
Hér er ástæða til að benda á form þrýstilína í kring um lægðina á kortinu (L2). Eftirtektarvert er að norðaustanáttin vestan lægðarinnar er hvassari heldur en suðvestanáttin austan hennar, það sjáum við af því hversu þétt þrýstilínur liggja. Þetta bendir til þess að lægðin sé að grafa um sig frekar en að hún sé á miklum hraða. Enda segja spár að hún eigi ekki að hreyfast nema um 10 breiddarstig til austurs næsta sólarhringinn á eftir þeirri stöðu sem kortið sýnir - en á jafnframt að dýpka um 23 hPa.
Gangi þessar spár eftir fáum við enn að bíða eftir útsynningnum. En suðlægir vindar eru líka miklu betri.
Ein lægð til viðbótar er sérmerkt á kortinu (L4). Hún er yfir Miðjarðahafi og veldur úrhelli þar um slóðir. Þar er að nokkru hægt að draga til ábyrgðar útsynninginn sem við vorum snuðuð um aftan við gömlu lægðina sem hér er nýfarin hjá. Kalda loftið sem við hefðum geta búist við var þess í stað sent á miklum hraða til suðausturs um Pýreneaskaga og inn á Miðjarðarhaf. Sú framrás leiðir til mikilla átaka þar um slóðir - en það er önnur saga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 99
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 2412684
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 1768
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.