Vetur og sumar takast á

Á ţessum tíma árs fara átök veđrakerfa vaxandi á Atlantshafi og gera spár ráđ fyrir talsverđum hitasveiflum hér á landi nćstu daga. Viđ skulum líta á stöđuna eins og henni er spáđ á morgun (ţriđjudag 11. október).

w-blogg111011a

Ţetta er kort sem sýnir spá hirlam-líkansins um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktarinnar á hádegi 11. október. Svörtu heildregnu línurnar á kortinu sýna hćđ 500 hPa flatarins í dekametrum , en rauđu strikalínurnar tákna ţykktina, hún er einnig mćld í dekametrum (dam = 10 metrar). Ţví meiri sem ţykktin er - ţví hlýrra er loftiđ. Ţví ţéttari sem svörtu hćđarlínurnar eru ţví hvassara er í 500 hPa-fletinum en hann er, eins og kortiđ sýnir í 5 til 6 kílómetra hćđ.

Mikill munur er á hćđ 500 hPa flatarins syđst og nyrst á kortinu (rúmir 700 metrar). Ţessi bratti á milli skapar mikinn vind. Hann er langmestur ţar sem línurnar eru ţéttastar yfir Norđursjó og Danmörku. Enn meiri munur er á ţykktinni ţar sem hún er mest og minnst, um 800 metrar. Ţađ jafngildir um 40 stiga hitamun. Mest er ţykktin viđ norđvestanverđan Pýreneaskaga, yfir 5700 metrar. Ţađ er meira en mćlst hefur hér á landi - rúmlega sumarblíđa.

Minnst er ţykktin aftur á móti yfir Norđur-Grćnlandi. Ţar sjáum viđ í 4920 metra jafnţykktarlínuna. Minnsta ţykkt sem vitađ er um hérlendis er um 4900 metrar. Ţar er veturinn mćttur af fullum ţunga. Ţeir sem fylgst hafa vel međ hjali hungurdiska um ţykktina kannast viđ ađ alvöruvetur telst kominn á Íslandi ţegar 5100 metra línan gerist nćrgöngul viđ landiđ. Međalţykkt á vetri er ţó talsvert hćrri - eđa um 5240 metrar. En venjulegur vetur á Íslandi einkennist af eilífum sveiflum á milli 5100 og 5400 metra ţykktar. En viđ getum vonandi fylgst međ ţví öđru hvoru nćstu mánuđi.

En á korti dagsins má sjá leifar fellibylsins Philippe sem ţröngan hring 5580 metra jafnţykktarlínunnar. Leifarnar hreyfast til norđnorđausturs fyrir vestan Ísland. Viđ Nýfundnaland er allöflug háloftalćgđ. Hún ţokast austur í bili. Lokađar háloftalćgđir eiga alltaf í erfiđleikum ađ komast til norđurs og ţessi getur ţađ ekki á eigin spýtur. Ţađ ţarf tvö lćgđardrög úr vestri til ađ hífa hana úr bćlinu.

Viđ sjáum ţau sem bláar línur sem merktar eru međ tölustöfunum 1 og 2. Ţau munu í sameiningu skafa lćgđina upp úr farinu, grípa hana til norđnorđausturs, strauja úr henni mestu krumpuna og útkoman verđur öflug háloftalćgđ á Grćnlandshafi á fimmtudagskvöld eđa ţar um bil.

Viđ ţessar ađgerđir berst mjög hlýtt loft úr suđri norđur yfir landiđ. Bjartsýnustu ţykktarspár nefna töluna 5580 metra sem möguleika í niđurstreyminu yfir Norđaustur- og Austurlandi um hádegi á fimmtudag. Ćtli ţađ sé ekki fullmikiđ í lagt - en alla vega góđ skyndihlýindi ţar um slóđir. Ađrir landshlutar mega sjálfsagt ţurfa ađ ţola hvassviđri og úrhellisrigningu í hlýja loftinu.

Svo tekur nokkra daga ađ hreinsa háloftalćgđina frá landinu - framtíđarspám ber ekki alveg saman um ţađ hvernig ţađ fer fram. En á ţessum tíma árs enda svona átök oftast međ ţví ađ veturinn stykrkir stöđu sína. Ćtli ţađ kólni ekki fljótt aftur eftir skyndihlýindin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 173
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 1381
  • Frá upphafi: 2486290

Annađ

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband