Hvenćr fyrst er alhvítt í Reykjavík og á Akureyri (ađ jafnađi)

Snjóhuluathuganir hafa veriđ gerđar í Reykjavík síđan áriđ 1921 og á Akureyri síđan 1924. Ţví miđur vantar nokkuđ upp á ađ athuganir á síđarnefnda stađnum séu alveg samfelldar. Daglegum upplýsingum um snjóhulu hefur enn ekki veriđ komiđ fyrir í ađgengilegum gagnagrunni Veđurstofunnar nema aftur til áranna upp úr 1960. Upplýsingar frá Reykjavík eru ţar ađgengilegar frá 1961, en frá 1965 á Akureyri. Í ţessum pistli eru ţessi ár rannsökuđ nánar.

Hér er miđađ viđ ađ jörđ sé alhvít kl. 9 ađ morgni. Oft snjóar ţótt snjó festi illa eđa ekki - viđ ţykjumst ekkert vita af ţví.

Alhvítt varđ á Akureyri í morgun (miđvikudaginn 5. október) og snjódýpt talin 3 cm. Samkvćmt athugunum hefur ekki orđiđ alhvítt ţar síđan 26. mars. Flekkótt jú, en ekki alhvítt. Auđa tímabiliđ í ár varđ ţví 193 dagar. Í fyrra varđ ţađ 194 dagar ţví ekki varđ ţá alhvítt á Akureyri fyrr en 21. október. Frá 1965 ađ telja varđ tímabiliđ milli alhvítra daga lengst 2007, 228 dagar. Ţá varđ ekki alhvítt fyrr en 1. nóvember - ekki varđ alhvítt eftir 16. apríl.

Á tímabilinu 1965 til 2011 varđ fyrst alhvítt 18. september 2003, hiđ ofurhlýja ár. Ekki segja einstakir atburđir neitt um veđurlag heils árs - hvađ ţá lengri tímabila. Af árunum 47 varđ 5 sinnum fyrst alhvítt í september, 36 sinnum í október og 6 sinnum í nóvember. Lengst beiđ snjórinn til 21. nóvember, ţađ var haustiđ 1976. Međaldagsetning fyrsta alhvíta dags á Akureyri er 16. október, en miđgildi 14. október. Hinn fyrsti alhvíti dagur á Akureyri í ár er ţví 8 eđa 10 dögum á undan ţví sem er međalári.

Fyrsti snjórinn var mestur 22. október 1983. Ţá var snjódýpt 25 cm. Fyrsti snjórinn hefur ađeins ţrisvar veriđ meiri en 10 cm á Akureyri (níu ár vantar í ţeim samanburđi).

Hvađ međ Reykjavík? Ţar er taliđ frá og međ 1961 til og međ 2010 - ţví ekki hefur orđiđ alhvítt enn ţetta haustiđ. Síđast var jörđ alhvít í vor ţann 2. maí - eftir minnisstćđa snjókomu daginn áđur. Viđ vitum ađ nú hafa ekki liđiđ nema 159 dagar frá ţví ađ síđast var alhvítt í Reykjavík. Ef alhvítt yrđi í fyrramáliđ (fimmtudaginn 6. október) teldist tíminn milli síđasta alhvíta dags vorsins og ţess fyrsta ađ hausti nćststystur sé ađeins miđađ viđ árin frá 1961. Stystur varđ tíminn hingađ til á árinu 1990 en ţá snjóađi fyrst 10. október en síđast 4. maí (158 dagar).

Á tímabilinu 1961 til 2011 varđ fyrst alhvítt í Reykjavík 30. september 1969 en síđast 16. desember áriđ 2000. Lengstur varđ tíminn milli alhvítra daga áriđ 1965 (eins og á Akureyri), ţá liđu 305 dagar, frá 21. janúar til 23. nóvember.

Árin frá og međ 1961 til og međ 2010 eru 50. Ađeins einu sinni varđ fyrst alhvítt í september, 18 sinnum í október, 26 sinnum í nóvember og 5 sinnum í desember. Međaldagsetning fyrsta alhvíta dags er 6. nóvember og miđgildi (jafnmörg tilvik fyrr og síđar) er líka 6. nóvember.

Mestur varđ fyrsti snjórinn áriđ 2000 - ţegar hann kom síđast, 22 cm. Fyrsti snjórinn hefur fjórum sinnum veriđ meiri en 10 cm.

Frá ţví ađ mćlingar hófust í Reykjavík 1921 varđ fyrst alhvítt ţann 9. september (1926), en líklega ţann 10. september (1940) á Akureyri. Einnig snjóađi á Akureyri ţann 7. september 1940 - en líklega varđ ekki alhvítt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Kćrar ţakkir! Ţetta eru upplýsingar sem mig hefur lengi langađ til ađ grafa upp.

Birnuson, 12.10.2011 kl. 10:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 156
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 2077
  • Frá upphafi: 2412741

Annađ

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 1822
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband