6.10.2011 | 00:51
Hvenær fyrst er alhvítt í Reykjavík og á Akureyri (að jafnaði)
Snjóhuluathuganir hafa verið gerðar í Reykjavík síðan árið 1921 og á Akureyri síðan 1924. Því miður vantar nokkuð upp á að athuganir á síðarnefnda staðnum séu alveg samfelldar. Daglegum upplýsingum um snjóhulu hefur enn ekki verið komið fyrir í aðgengilegum gagnagrunni Veðurstofunnar nema aftur til áranna upp úr 1960. Upplýsingar frá Reykjavík eru þar aðgengilegar frá 1961, en frá 1965 á Akureyri. Í þessum pistli eru þessi ár rannsökuð nánar.
Hér er miðað við að jörð sé alhvít kl. 9 að morgni. Oft snjóar þótt snjó festi illa eða ekki - við þykjumst ekkert vita af því.
Alhvítt varð á Akureyri í morgun (miðvikudaginn 5. október) og snjódýpt talin 3 cm. Samkvæmt athugunum hefur ekki orðið alhvítt þar síðan 26. mars. Flekkótt jú, en ekki alhvítt. Auða tímabilið í ár varð því 193 dagar. Í fyrra varð það 194 dagar því ekki varð þá alhvítt á Akureyri fyrr en 21. október. Frá 1965 að telja varð tímabilið milli alhvítra daga lengst 2007, 228 dagar. Þá varð ekki alhvítt fyrr en 1. nóvember - ekki varð alhvítt eftir 16. apríl.
Á tímabilinu 1965 til 2011 varð fyrst alhvítt 18. september 2003, hið ofurhlýja ár. Ekki segja einstakir atburðir neitt um veðurlag heils árs - hvað þá lengri tímabila. Af árunum 47 varð 5 sinnum fyrst alhvítt í september, 36 sinnum í október og 6 sinnum í nóvember. Lengst beið snjórinn til 21. nóvember, það var haustið 1976. Meðaldagsetning fyrsta alhvíta dags á Akureyri er 16. október, en miðgildi 14. október. Hinn fyrsti alhvíti dagur á Akureyri í ár er því 8 eða 10 dögum á undan því sem er meðalári.
Fyrsti snjórinn var mestur 22. október 1983. Þá var snjódýpt 25 cm. Fyrsti snjórinn hefur aðeins þrisvar verið meiri en 10 cm á Akureyri (níu ár vantar í þeim samanburði).
Hvað með Reykjavík? Þar er talið frá og með 1961 til og með 2010 - því ekki hefur orðið alhvítt enn þetta haustið. Síðast var jörð alhvít í vor þann 2. maí - eftir minnisstæða snjókomu daginn áður. Við vitum að nú hafa ekki liðið nema 159 dagar frá því að síðast var alhvítt í Reykjavík. Ef alhvítt yrði í fyrramálið (fimmtudaginn 6. október) teldist tíminn milli síðasta alhvíta dags vorsins og þess fyrsta að hausti næststystur sé aðeins miðað við árin frá 1961. Stystur varð tíminn hingað til á árinu 1990 en þá snjóaði fyrst 10. október en síðast 4. maí (158 dagar).
Á tímabilinu 1961 til 2011 varð fyrst alhvítt í Reykjavík 30. september 1969 en síðast 16. desember árið 2000. Lengstur varð tíminn milli alhvítra daga árið 1965 (eins og á Akureyri), þá liðu 305 dagar, frá 21. janúar til 23. nóvember.
Árin frá og með 1961 til og með 2010 eru 50. Aðeins einu sinni varð fyrst alhvítt í september, 18 sinnum í október, 26 sinnum í nóvember og 5 sinnum í desember. Meðaldagsetning fyrsta alhvíta dags er 6. nóvember og miðgildi (jafnmörg tilvik fyrr og síðar) er líka 6. nóvember.
Mestur varð fyrsti snjórinn árið 2000 - þegar hann kom síðast, 22 cm. Fyrsti snjórinn hefur fjórum sinnum verið meiri en 10 cm.
Frá því að mælingar hófust í Reykjavík 1921 varð fyrst alhvítt þann 9. september (1926), en líklega þann 10. september (1940) á Akureyri. Einnig snjóaði á Akureyri þann 7. september 1940 - en líklega varð ekki alhvítt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 172
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 2631
- Frá upphafi: 2432282
Annað
- Innlit í dag: 147
- Innlit sl. viku: 2210
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 134
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kærar þakkir! Þetta eru upplýsingar sem mig hefur lengi langað til að grafa upp.
Birnuson, 12.10.2011 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.