4.10.2011 | 00:43
Staðan í 12-, 60- og 360-mánaða hitameðaltölum (2011 - gerð)
Fyrir ári síðan (30. september 2010) birtist pistill með sama nafni á hungurdiskum. Þá stefndi jafnvel í árshitamet. Nú hefur heldur kólnað. Þrátt fyrir það eru hlýindin miklu sem einkennt hafa veðurlag hér á landi síðustu 15 árin eða svo ekkert á undanhaldi. Fyrstu 9 mánuðir ársins 2011 eru á landsvísu ekki fjarri því að vera 1 stigi hlýrri en meðallag sömu mánaða áranna 1961 til 1990. Þessir mánuðir eru þó 0,2 stigum kaldari heldur en meðaltalið 2001 til 2010.
Við miðum hér við meðalhitatölur úr Stykkishólmi, en meðalhitinn þar er oftast nærri landsmeðalhita. Við leyfum okkur til gamans að skarta 2 aukastöfum - en varlega skal tekið mark á þeirri nákvæmni.
Meðalhiti síðustu 12 mánaða í Stykkishólmi er 4,58 stig, á sama tíma í fyrra var talan 5,34 stig. Það hefur kólnað um 0,76 stig og er nýja talan sú lægsta á 12-mánaða listanum síðan á tímabilinu í maí 2007 til og með apríl 2008 - í tæp þrjú og hálft ár.
Meðalhiti síðustu sextíu mánaða (5 ár) stendur nú í 4,81 stigi en á sama tíma í fyrra var hann 4,80 stig eða sá sami. Þetta táknar auðvitað að í stað síðustu 12 mánaða hafa 12 álíka hlýir mánuðir í upphafi tímabilsins dottið út.
Meðalhiti síðustu 120 mánaða (10 ár) stendur nú í 4,80 stigum (nákvæmlega sama og 5-ára meðaltalið). Á sama tíma í fyrra var 10-ára meðalhitinn 4,73 stig. Hitanum hefur semsagt miðað upp á við síðasta áratuginn og tíu ára meðaltalið einmitt núna er það hæsta sem vitað er um síðan mælingar hófust.
Mjög kalt var í febrúar 2002 og var hann eini verulega kaldi mánuðurinn allan áratuginn 2001 til 2010. Hlýindin miklu hófust svo í apríl 2002 - (ég hef ekki myndað mér skoðun á því hvaða dag það gerðist). En frá og með næsta vori verður mjög á brattann að sækja varðandi ný 10-ára met því þá fara gríðarlega hlýir mánuðir áranna 2002 og 2003 að detta út. Mjög óvíst er að 2012 og 2013 geri eins vel.
Það var í lok apríl 2008 sem 120-mánaða hitinn fór í fyrsta sinn yfir hæsta gildið á hlýindaskeiðinu fyrir miðja 20. öld (4,45 stig) og er nú 0,35 stigum hærri en sú tala.
Á sama tíma í fyrra stóð 360-mánaða (30-ára) meðalhitinn í 4,00 stigum. Nú hefur hann þokast upp í 4,06 stig. Kaldir mánuðir ársins 1981 hafa verið að detta út og hlýir mánuðir 2011 komið í staðinn. Árið 1982 var kalt og 1983 sérlega kalt. Árin 2012 og 2013 mega verða óvenju skítleg til að 30-ára meðaltali hækki ekki enn frá því sem nú er. Fyrir því er auðvitað engin trygging.
Þó hlýindin nú séu orðin langvinn hafa þau ekki staðið nema hálfan annan áratug. Við erum því ekki enn komin upp í mestu 30-ára hlýindi fyrra hlýskeiðs. Hæsta 360-mánaða meðaltal þess er 4,20 stig. Það var frá og með mars 1931 til og með febrúar 1961. Fyrir ári vorum við 0,20 stig frá því að jafna það - nú erum við 0,12 stig. Spurningin er hvort núverandi hlýskeiði endist þrekið til að slá því gamla við. Það verður spennandi að fylgjast með því á næstu árum.
Nú ættu menn að fara að huga að meðalhita ársins 2011. Hver verður hann? Líklegt er að hungurdiskar haldi sig til hlés í því máli en gaman væri að heyra ágiskanir. Hér að ofan kom fram að meðalhiti síðustu 12 mánaða í Stykkishólmi er 4,58 stig. Óhætt er að upplýsa að hann er 5,37 stig í Reykjavík. Síðustu 3 mánuðir ársins 2010 voru um 1 stigi ofan meðallags 1961-1990.
Stafrófsstormurinn Ófelía er nú að taka stökkið yfir á vestanvindabeltið og fer með því til Skotlands næstu 1 til 2 daga. Philippe er enn að ströggla í riðanum en er talinn eiga von í fellibylsstyrk á miðvikudag eða fimmtudag.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:56 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 118
- Sl. sólarhring: 322
- Sl. viku: 2577
- Frá upphafi: 2432228
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 2163
- Gestir í dag: 94
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það hefur aldrei hentað loftslagskvíðamönnum að miða meðalhitann við tímabilið 1931-1960.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 11:21
Gunnar: Hnattrænn meðalhiti áranna 1981-2010 er samkvæmt GISS um 0,36°C hærri en fyrir árið 1931-1960. Þar af var árið í fyrra um 0,64°C hærra en meðaltal áranna 1931-1960. Það þarf ekkert að sérvelja gögn til að sýna fram á hnattræna hlýnun - hins vegar þarf að sérvelja gögn ef maður er "efasemdamaður" um hina sömu hnattrænu hlýnun.
Höskuldur Búi Jónsson, 4.10.2011 kl. 12:39
"Þó hlýindin nú séu orðin langvinn hafa þau ekki staðið nema hálfan annan áratug. Við erum því ekki enn komin upp í mestu 30-ára hlýindi fyrra hlýskeiðs. Hæsta 360-mánaða meðaltal þess er 4,20 stig. Það var frá og með mars 1931 til og með febrúar 1961. Fyrir ári vorum við 0,20 stig frá því að jafna það - nú erum við 0,12 stig. Spurningin er hvort núverandi hlýskeiði endist þrekið til að slá því gamla við. Það verður spennandi að fylgjast með því á næstu árum. "
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 13:28
Þarna er auðvitað verið að tala um Ísland (Stykkishólm).
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 13:30
Gunnar: Hvenær hafa þeir sem hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum ("loftslagskvíðamenn"), nefnt sérstaklega áhyggjur af hitastigi á Íslandi (Stykkishólmi)?
Höskuldur Búi Jónsson, 4.10.2011 kl. 13:57
Loftslagskvíðamennirnir hafa alveg sérstakar áhyggjur af norðurslóðum
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 16:47
Gunnar: Hvað kemur staðbundinn hiti á Stykkishólmi áhyggjum á norðurslóðum við og þá sérstaklega tímabilið 1931-1960?
Ef við viljum skoða norðurslóðir er hér fyrir neðan ágæt mynd sem sýnir sveiflur í hitastigi á norðurslóðum (sjá Kaufman o.fl. 2009: Recent Warming Reverses Long-Term Arctic Cooling):
Höskuldur Búi Jónsson, 4.10.2011 kl. 17:36
Ástæða þess að tímabilið 1961 til 1990 er nú notað eru forn tilmæli frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni um að skipta um meðaltöl á 30 ára fresti. Fyrsta tímabilið sem var til alþjóðlegrar viðmiðunar var 1901 til 1930. Stöðvar detta síðan út og nýjar koma í stað þeirra. Einfaldast er að reikna meðaltöl fyrir þær stöðvar sem starfað hafa mestallt viðmiðunartímabilið. Ævitími veðurstöðva er gjarnan á bilinu 10 til 50 ár. Meðaltalið 1931 til 1960 var reiknað á árunum 1961 til 1963 og gilti þar til næsta tímabil tók við eftir 1990. Nú eru komin 20 ár frá síðasta meðaltalsreikningi. Ýmsar þjóðir hafa ákveðið að reikna ný meðaltöl og miða þá við 1981 til 2010 í stað 1961 til 1990. Hver veit nema að sú verði raunin hér á landi. Tímabilið 1931 til 1960 hitti óvenju vel í hlýindaskeiðið. Í pistlinum að ofan kom fram að það hitti nærri því nákvæmlega í það að ná yfir hlýjasta 30 ára tímabil sem við vitum um. Tímabilin 1921 til 1950 og 1941 til 1970 voru þannig bæði kaldari. Í Noregi bar svo við að tímabilið 1931 til 1960 var þurrasta 30 ára tímabil sem hægt var að finna, en tímabilið 1961 til 1990 hins vegar það votasta. Alþjóðaveðurfræðistofnunin gat því varla hitt verr á ef finna átti langtímaviðmið úrkomu í Noregi. Á sama hátt er tímabilið 1931 til 1960 frekar óheppilegt langtímaviðmið hér á landi. Loftslagskvíði hefur ekkert með það að gera. Við eigum þó enn eftir að fá jafnlangvinn hlýindi aftur - hver veit nema að tímabilið 1991 til 2020 hitti vel í hitann. Ef við fáum nú meðalhlýjan áratug lendum við vel ofan 1931 til 1960. Mestar líkur eru þó á því að það gerist strax innan tveggja ára vegna þess hversu köld árin voru sem nú eru að detta út úr 30-ára meðaltalinu. Við þurfum sem sagt að fá jafnköld ár eða kaldari til þess að hindra að nýtt 30-ára met verði slegið - sem getur svosem vel orðið - ekki veit ég um það.
Trausti Jónsson, 5.10.2011 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.