Blöndunartími í lofthjúpnum - hver er hann?

Hér er sagt frá en ekki skýrt út. Sagt er frá blöndunartíma - en ekki er skýrt út hvers vegna hann er sá sem hann er. Sem sagt - ekki mjög erfitt. Myndirnar eru fengnar úr kennslubók (sjá neđst á ţessari síđu). Kortagrunnur fyrri myndarinnar er eftir Ţórđ Arason. Blöndunartími er leiđinlegt orđ. Um ađ gera ađ stinga upp á einhverju skárra.

w-blogg250911a

Myndin (Jacob 4.12) sýnir dćmigerđ tímaskeiđ (timescale) loftskipta (blöndunartíma) í veđrahvolfinu. Ţar kemur í ljós ađ ţađ tekur stuttan tíma (jafnvel ađeins vikur fyrir loft (eđa mengunarefni) ađ berast í kringum jörđina í vestanvindabeltinu (breiddarbundiđ). Međalvigurvindur vestanvindanna er af stćrđarţrepinu 10 m/s.

Lengdarbundiđ er blöndun talsvert hćgari, dćmigerđur međalvigur sunnan- og norđanátta er ađeins um 1 m/s og ţađ getur tekiđ loft suđur í hlýtemprađa beltinu marga mánuđi ađ berast til norđurslóđa. Skiptin milli suđur- og norđurhvels eru enn hćgari eđa kringum 1 ár ađ međaltali. Ţetta sést best af ţví hvernig mengunarefni dreifast. Ađalstefna iđnađarmengunar í vestanvindabeltinu er til austurs, smátt og smátt berast ţau inn á heimskautasvćđin og til hitabeltisins, en ţađ tekur áberandi lengri tíma og er mengunin jafnvel búin ađ fara nokkra hringi áđur en ţađ gerist ađ ráđi.

Mengun af norđurhveli berst seint til suđurhvels en fer ţangađ samt ađ lokum.

w-blogg250911b

Sinni myndin (Jacob 4.24) sýnir dćmigerđ tímaskeiđ lóđréttra loftskipta (blöndunartíma), athuga ber ţó ađ hér er um međaltöl ađ rćđa, einstakir loftbögglar geta borist um miklu hrađar (eđa hćgar) en myndin sýnir. Jađarlagiđ er vel blandađ, blöndunartíminn er 1 til 2 dagar og reyndar minna sé loft mjög óstöđugt. Veđrahvolfiđ blandast ađ međaltali lóđrétt á mánuđi, ţannig ađ snefilefni sem hafa lengri líftíma en ţađ eru yfirleitt nokkuđ jafndreifđ um ţađ.

Hér sést vel hversu öflugt „lok” veđrahvörfin eru, efni eru 5 til 10 ár ađ jafndreifast úr veđrahvolfi upp í heiđhvolf, en 1 til 2 ár öfuga leiđ. Efni berast einkum upp í heiđhvolfiđ í uppstreymiseiningum hitabeltisins en frá heiđhvolfi til veđrahvolfs í bylgjugangi vestanvindabeltisins ţar sem veđrahvörfin geta aflagast verulega. 

Var ţetta of erfitt? Hungurdiskar hafa nokkrum sinnum minnst á jađarlagiđ, en ţađ er nafn yfir neđsta hluta veđrahvolfsins, ţann hluta sem vel er blandađur af núningi og kviku. Jađarlagiđ er mjög misţykkt. 

Jacob, Daniel J., Introduction to Atmospheric Chemistry, Princeton University Press, 1999, 266 s


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tarna var fróđleg lesning. Ţótt hún gefi ekki svör viđ öllum spurningum, gefur hún okkur sem minna höfum lćrt vísbendingar um til dćmis međ hvađa hćtti gosefni geta dreifst í gufuhvolfinu. Takk fyrir ţetta.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 26.9.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér Ţorkell.

Trausti Jónsson, 27.9.2011 kl. 01:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 220
 • Sl. sólarhring: 255
 • Sl. viku: 1999
 • Frá upphafi: 2347733

Annađ

 • Innlit í dag: 193
 • Innlit sl. viku: 1725
 • Gestir í dag: 187
 • IP-tölur í dag: 180

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband