Mesti vindhraði í september

Við lítum á vindhraðamet septembermánaðar. Bylting varð í vindhraðamælingum hér á landi þegar sjálfvirkar stöðvar komu til sögunnar fyrir rúmum 15 árum. Á síðustu árum hafa mælingar sjálfvirkra og mannaðra stöðva verið að renna saman í eitt hvað mælingar á vindi varðar. Sem kunnugt er bæði mældur meðalvindhraði og hviður. Vindhraði er oftast mældur í 10 metra hæð frá jörðu.

Hér á landi er meðalvindhraði miðaður við 10-mínútur og er það víðast hvar í öðrum löndum. Breska veðurstofan miðaði lengi við klukkustund og víða er farið að nota eina mínútu sem viðmið. Vindhviður eru oftast miðaðar við 3 sekúndur á veðurstöðvum hérlendis, en viðmið á stöðvum vegagerðarinnar mun vera styttra, 1 til 2 sekúndur. Á móti kemur að vindmælingar flestra vegagerðarstöðva eru gerðar í 6 metra hæð frá jörðu. Meðalvindhraði er ívið minni í 6 metra hæð heldur en í 10 metrum en ég held að enginn viti hversu miklu munar á hviðum í þessum tveimur hæðum.

Eins og við er að búast eru hæstu tölurnar í september frá háfjallastöðvum, mælt er í m/s. Taflan miðar við 10-mínútna meðaltal.

byrjarnær tilmetármetdagur   metstöð
1996201020032151,1Skálafell
199420102002148,0Gagnheiði
2004201020041643,8Stórhöfði sjálfvirk stöð
1993201020081740,9Sandbúðir
2005201020081737,4Flatey á Skjálfanda
1998201020032136,3Rauðinúpur
2006201020081734,1Brúaröræfi
2002200720041633,8Vestmannaeyjar - hraun
199920101999933,5Hraunsmúli
2000201020041633,5Vatnsskarð eystra

Hæsta talan í töflunni er frá því 21. september 2003. Minniháttar foktjón varð víða um land, sjötta hæsta talan er úr þessu sama veðri, á Rauðanúpi á Melrakkasléttu. Lægðina bar óvenjulega að miðað við árstíma - byrjaði sem lægðardrag í skjóli Grænlands og olli síðan norðanáhlaupi. Þetta er algengt í apríl og maí - mun algengara heldur en í september.

Næsthæsta talan er frá Gagnheiði og mældist 1. september 2002. Þá fór dýpsta lægð sem vitað er um svo snemma hausts yfir landið. Á þessum árstíma býst maður eiginlega ekki við svo djúpum lægðum (rúmlega 950 hPá í miðju) - nema helst það séu leifar fellibylja. En þessi lægð var það ekki. Tjón varð víða um land.

Óvenjulegt var líka veðrið 16. september 2004. Það er gjarnan kennt við Freysnes í Öræfum en mikið tjón varð þá á hótelbyggingu þar. Víðar varð tjón í sama veðri. Í fjórða, fimmta og sjöunda sæti eru svo tölur úr miklu illviðri árið 2008. Það veður er kennt leifum fellibylsins Ike, tjón varð bæði af vindi og vatnavöxtum. Hæsta gildi á vegagerðarstöð er í 9. sæti á listanum, mældist það á Hraunsmúla í Staðarsveit 1999.

Við lítum einnig á vindhviðulistana.

byrjarnær tilmetármetdagurmetstöð
199420102002165,8Gagnheiði
1996201020032163,0Skálafell
2001201020041658,4Skrauthólar
2010201020102656,4Skarðsheiði Miðfitjahóll
2004201020041654,1Stórhöfði sjálfvirk stöð
2003201020081752,9Þyrill
1996201020072351,9Öræfi
1996201020032151,7Seyðisfjörður
1997201020041651,7Steinar
1996201020052750,7Fróðárheiði

Hér koma aðrar stöðvar inn. Það er nefnilega þannig að sumstaðar er vindur mjög byljóttur og hviður því miklar þótt meðalvindhraði sé ekki svo hár. Hér hafa Gagnheiði og Skálafell skipst á sætum, en dagarnir eru þeir sömu, 65,8 m/s er ansi mikið.

Þriðja hæsta talan er frá Skrauthólum á Kjalarnesi. Þetta gerðist í Freysnesveðrinu en það á tvær aðrar tölur á listanum. Stöðin nýja við Miðfitjahól á Skarðsheiði á fjórðu hæstu töluna - en hefur aðeins verið í gangi einn septembermánuð. Spurning hvort þaðan muni ekki koma fleiri háar tölur a næstu árum. Norðanáhlaupið 2003 gerði sig svo sannarlega gildandi á Seyðisfirði (8. sæti)

Einhver aftakaveður liggja í leyni í septembermánuðum framtíðarinnar. Hverrar gerðar skyldu þau verða?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 414
  • Frá upphafi: 2343327

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 372
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband