Vetrarbyrjun í Norđur-Íshafi

Nú mun óhćtt ađ segja ađ vetur sé byrjađur í Norđur-Íshafi. Frost er komiđ niđur fyrir 10 stig á ísbreiđunni. Viđ sjáum nú bćđi 5100 metra ţykktarlínuna og 5100 metra hćđarlínuna í kuldapolli sem nú er á hefđbundnum stađ viđ Norđvestur-Grćnland. Kíkjum af ţví tilefni á 500 hPa Norđurhvelskort.

w-blogg170911b

Fastir lesendur kannast viđ kortiđ en ađrir verđa ađ fá ađ vita ađ höfin eru blá og löndin ljósbrún. Ísland er neđan viđ miđja mynd. Bláu og rauđu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţví ţéttari sem línurnar eru ţví meiri er vindurinn milli ţeirra. Ţykka, rauđa línan markar 5460 metra hćđ, en sú mjóa sýnir hćđina 5820 metra.

Nú verđur ađ bćta ţví viđ ađ mjóu rauđu línurnar eru orđnar tvćr, 5820 metra línan er suđur yfir Miđjarđarhafi og hörfar lítiđ, en ef kortiđ er skođađ í smáatriđum má sjá lítinn rauđan hring viđ undan Norđvestur-Grćnlandi. Ţetta er 5100 metra hćđarlínan. Hún hefur ekki sést á korti sem ţessu í nokkra mánuđi en mun smám saman fara ađ breiđa úr sér á norđurslóđum. Hún mun einnig fara ađ sjást í djúpum lćgđum í námunda viđ okkur.

Einnig er fariđ ađ sjást í 5100 metra ţykktarlínuna á sömu slóđum, ţar fer veturinn sjálfur. Vonandi mun ţađ dragast langt frameftir hausti ađ hún komi í námunda viđ okkur - ţykktin hefur t.d. aldrei orđiđ svo lág í september yfir Keflavík (ţar eru háloftaathuganir). Lćgsta septemberţykkt sem vitađ er um ţar í kring er 5130 metrar. Ţađ var ţann kalda merkisdag 26. september 1954 og nefndur var hér á hungurdiskum á dögunum. Slíkt ástand er harla óvenjulegt - en kemur auđvitađ aftur síđar meir. Viđ megum vonandi bíđa sem lengst.

Lćgđabylgjan suđvestur af Íslandi inniheldur leifar fellibylsins Maríu sem vestanvindabeltiđ tók föstum tökum í dag. Ótrúlega föstum tökum reyndar ţví ekki tók nema um 4 klst ađ strauja hringrás Maríu til ólífis nálćgt Nýfundnalandi. Hlýja loftiđ nýtist lćgđarkerfinu og lćgđarmiđjan á ađ dýpka um meir en 20 hPa nćsta sólarhringinn og jafnframt valda fárviđri undan Labradorströndum. Hingađ kemur á sunnundaginn mjó gusa af tiltölulega hlýju lofti (ađeins hlýrra heldur en var í dag - föstudag) međ úrkomu og hvassviđri.

Lćgđarmiđjan kemur ekki fyrr en síđar og ţá vćntanlega farin ađ grynnast verulega. En eins og má sjá á kortinu ađ ofan er bylgjan býsna stór um sig og ćtli ţađ taki ekki mestalla vikuna ađ losna viđ hana af svćđinu, hvort sem hún grynnist á stađnum eđa fer austur fyrir land. Síđarnefnda kostinn nefna tölvuspár í dag (föstudag).  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 68
  • Sl. sólarhring: 1072
  • Sl. viku: 2739
  • Frá upphafi: 2426596

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 2442
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband