Hlýjustu septemberdagarnir

Hér lítum við á hverjir eru hlýjustu dagar á landinu í september frá 1949 til 2010 - auðvitað með þá von í brjósti að listinn úreldist sem fyrst. Hlýtt gæti orðið á stöku stað um landið næstu daga en varla á því í heild - eins og var þessa daga í fyrra. Já, það var aldeilis óvenjuleg hitabylgja eins og sjá má af lista sem sýnir 15 hlýjustu septemberdaga á landinu í heild - miðað við meðalhita sólarhringsins, allar tölur í °C:

ármándagurmeðalh
20109314,68
20109414,61
20109513,72
194991213,40
20039113,32
20109213,30
19969413,19
200291413,19
199691713,18
195891713,14
20039212,91
198891412,86
19989112,85
195891112,83
20109712,69

September 2010 á fimm daga af fimmtán á listanum og þar af þá þrjá hæstu. Mánuðurinn í heild olli hins vegar miklum vonbrigðum því það skipti rækilega um veðurlag í síðari hluta hans. Aðeins þrír ágústdagar hafa á tímabilinu verið hlýrri heldur en 3. september 2010.

Á meðalhámarkslistanum skorar 2010 einnig með afbrigðum vel:

ármándagurmeðalhámark
20109418,33
20109317,61
20109517,57
20109217,17
200291416,46
20109716,39
20039115,92
19969415,89
20039415,83
200291315,76

September 2010 á hér fjóra efstu, en 3. og 4. hafa skipt um sæti. Hæsti hiti ársins 2010 mældist á Möðruvöllum í Hörgárdal þann 4., 24,9 stig. Sama dag varð einnig metseptemberhiti á Akureyri og Krossanesbrautin hafði meira að segja lítillega betur (24,0°C) heldur en Lögreglustöðin (23,6°C). Hér eru allir dagar nema einn frá 21. öldinni. Er að hlýna?

Og næturlágmarkið - hlýjustu næturnar?

ármándagurmeðalhámark
20109412,00
20039211,46
20109511,40
20109311,05
19989110,87
200991310,77
19569210,60
20109610,59
199792310,57
20109710,56

Enn er 4. september 2010 efstur, en nú er dagur frá 2003 í öðru sæti og þarna er einnig fulltrúi gamla tímans, 2. september 1956 - aðeins fáum dögum eftir kuldametadagana í lok ágúst það ár.

Svona er nú það. Í viðhenginu (textaskrá) er uppfærður listi hámarkshita á einstökum veðurstöðvum. Um hann fjölluðu hungurdiskar í fyrra - eftir að hitabylgjan var gengin yfir. Listinn er því endurtekið efni að mestu. En sérstaða hitabylgjunnar kemur vel fram í lista meta sjálfvirkra stöðva. En í listum mönnuðu stöðvanna (1924 til 1960 og 1961 til 2010) rifjast upp margir góðir dagar.

Þeir sem vilja geta tekið listann inn í töflureikni og raðað honum að vild.

Af fellibylnum Katiu er það að frétta að styrkurinn í dag hefur gengið upp og niður - ýmist fellibylur eða hitabeltisstormur. Auga hefur ekki náð að myndast. Þeir sem fylgjast með langtímaveðurspám á netinu hafa efalaust tekið eftir því að fellibyl er öðru hverju spáð hingað til lands. Kannski er það Katia eða einhver annar fellibylur. Kannski gufa þeir allir upp.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 86
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 2412671

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 1757
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband