2.9.2011 | 00:56
Hlýjustu septemberdagarnir
Hér lítum við á hverjir eru hlýjustu dagar á landinu í september frá 1949 til 2010 - auðvitað með þá von í brjósti að listinn úreldist sem fyrst. Hlýtt gæti orðið á stöku stað um landið næstu daga en varla á því í heild - eins og var þessa daga í fyrra. Já, það var aldeilis óvenjuleg hitabylgja eins og sjá má af lista sem sýnir 15 hlýjustu septemberdaga á landinu í heild - miðað við meðalhita sólarhringsins, allar tölur í °C:
ár | mán | dagur | meðalh | |
2010 | 9 | 3 | 14,68 | |
2010 | 9 | 4 | 14,61 | |
2010 | 9 | 5 | 13,72 | |
1949 | 9 | 12 | 13,40 | |
2003 | 9 | 1 | 13,32 | |
2010 | 9 | 2 | 13,30 | |
1996 | 9 | 4 | 13,19 | |
2002 | 9 | 14 | 13,19 | |
1996 | 9 | 17 | 13,18 | |
1958 | 9 | 17 | 13,14 | |
2003 | 9 | 2 | 12,91 | |
1988 | 9 | 14 | 12,86 | |
1998 | 9 | 1 | 12,85 | |
1958 | 9 | 11 | 12,83 | |
2010 | 9 | 7 | 12,69 |
September 2010 á fimm daga af fimmtán á listanum og þar af þá þrjá hæstu. Mánuðurinn í heild olli hins vegar miklum vonbrigðum því það skipti rækilega um veðurlag í síðari hluta hans. Aðeins þrír ágústdagar hafa á tímabilinu verið hlýrri heldur en 3. september 2010.
Á meðalhámarkslistanum skorar 2010 einnig með afbrigðum vel:
ár | mán | dagur | meðalhámark | |
2010 | 9 | 4 | 18,33 | |
2010 | 9 | 3 | 17,61 | |
2010 | 9 | 5 | 17,57 | |
2010 | 9 | 2 | 17,17 | |
2002 | 9 | 14 | 16,46 | |
2010 | 9 | 7 | 16,39 | |
2003 | 9 | 1 | 15,92 | |
1996 | 9 | 4 | 15,89 | |
2003 | 9 | 4 | 15,83 | |
2002 | 9 | 13 | 15,76 |
September 2010 á hér fjóra efstu, en 3. og 4. hafa skipt um sæti. Hæsti hiti ársins 2010 mældist á Möðruvöllum í Hörgárdal þann 4., 24,9 stig. Sama dag varð einnig metseptemberhiti á Akureyri og Krossanesbrautin hafði meira að segja lítillega betur (24,0°C) heldur en Lögreglustöðin (23,6°C). Hér eru allir dagar nema einn frá 21. öldinni. Er að hlýna?
Og næturlágmarkið - hlýjustu næturnar?
ár | mán | dagur | meðalhámark | |
2010 | 9 | 4 | 12,00 | |
2003 | 9 | 2 | 11,46 | |
2010 | 9 | 5 | 11,40 | |
2010 | 9 | 3 | 11,05 | |
1998 | 9 | 1 | 10,87 | |
2009 | 9 | 13 | 10,77 | |
1956 | 9 | 2 | 10,60 | |
2010 | 9 | 6 | 10,59 | |
1997 | 9 | 23 | 10,57 | |
2010 | 9 | 7 | 10,56 |
Enn er 4. september 2010 efstur, en nú er dagur frá 2003 í öðru sæti og þarna er einnig fulltrúi gamla tímans, 2. september 1956 - aðeins fáum dögum eftir kuldametadagana í lok ágúst það ár.
Svona er nú það. Í viðhenginu (textaskrá) er uppfærður listi hámarkshita á einstökum veðurstöðvum. Um hann fjölluðu hungurdiskar í fyrra - eftir að hitabylgjan var gengin yfir. Listinn er því endurtekið efni að mestu. En sérstaða hitabylgjunnar kemur vel fram í lista meta sjálfvirkra stöðva. En í listum mönnuðu stöðvanna (1924 til 1960 og 1961 til 2010) rifjast upp margir góðir dagar.
Þeir sem vilja geta tekið listann inn í töflureikni og raðað honum að vild.
Af fellibylnum Katiu er það að frétta að styrkurinn í dag hefur gengið upp og niður - ýmist fellibylur eða hitabeltisstormur. Auga hefur ekki náð að myndast. Þeir sem fylgjast með langtímaveðurspám á netinu hafa efalaust tekið eftir því að fellibyl er öðru hverju spáð hingað til lands. Kannski er það Katia eða einhver annar fellibylur. Kannski gufa þeir allir upp.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 86
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 2007
- Frá upphafi: 2412671
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 1757
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.