31.8.2011 | 00:36
Meira af dauða fellibyls (Irene)
Leifar fellibylsins Irene eru nú milli Labrador og Suður-Grænlands. Í næsta pistli á undan þessum (hann er dagsettur 30. ágúst) var minnst á sérstakt útlit umbreyttra fellibylja á hitamyndum sem teknar eru úr gervihnöttum. Það hefur haldist að mestu fram á daginn í dag og fyrri mynd dagsins sýnir það vel.
Hér er erfitt sjá hvar lægðarmiðjan er við jörð. Tölvugreiningar setja hana þó ákveðið nokkurn veginn þar sem merkt er Li. Ef mjög náið er rýnt í myndina (vonlítið á þessu afriti) má sjá lítinn sveip við strönd Labrador þar sem merkt er S. Það er trú mín að þar sé að finna hinar eiginlegu leifar af hringrás fellibylsins. Hann dældi hins vegar miklu af hlýju og röku lofti upp undir veðrahvörf. Það er hvíti bakkinn norðan við þar sem stendur Li.
Suðurbrún þessa hvíta bakka er rétt eins og i gær býsna móðukennd. Engin háský eru innan rauðu sporöskjunnar. Þar veltur enn fram hlýtt loft - og hlýtur aðallega að vera í vægu niðurstreymi. Það er út af fyrir sig ekki svo óalgengt í hlýjum geirum lægða, en engin sjást enn kuldaskilin.
Rauðgula örin sýnir háloftavindröst sem er að mynda skýjabakkann yfir Nýfundnalandi. Þarna skerpast kuldaskil sem virðast þó að mestu hafa misst af lægðarmiðunni. Í háloftavindröstum sem liggja til norðurs, norðausturs eða austurs eru oftast tvö uppstreymissvæði. Annað er hægra megin við þann stað þar sem loft kemur inn í skotvindssvæði rastarinnar. Við sjáum það svæði yfir Nýfundalandi á þessari mynd.
Hitt uppstreymissvæðið er vinstra megin við þann stað rastarinnar þar sem loft gengur út úr skotvindasvæðinu. Ekkert uppstreymi sést þar á myndinni. Það ætti að vera um það bil þar sem rauðgula örin endar. Hlýja loftið virðist halda því uppstreymi í skefjum. Hér ættu lesendur að hafa í huga að þetta eru bara tilgátur út frá því sem algengt er. Hungurdiskar hafa tilhneigingu til fimbulfambs - og oft er hægt að skjóta tilgátur þeirra niður.
Hin mynd dagsins sýnir hirlam-spákort fyrir hádegi á miðvikudag (31. ágúst).
Kunnugir kannast við táknfræðin en við endurtökum þau samt fyrir nýja lesendur: Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum , en rauðu strikalínurnar tákna þykktina, hún er einnig mæld í dekametrum (dam = 10 metrar). Því meiri sem þykktin er - því hlýrra er loftið. Því þéttari sem svörtu hæðarlínurnar eru því hvassara er í 500 hPa-fletinum en hann er, eins og kortið sýnir í 5 til 6 kílómetra hæð.
Hér hafa leifar Irene náð að samlagast bylgju í vestanvindabeltinu og meira að segja er orðin til lokuð lægð í 5 km hæð. Þessi lægð á að dýpka nokkuð fram á fimmtudag. Ég hef sett rauða línu ofan í þykktarhrygginn (hlýja geirann) sunnan við lægðarmiðjuna. En þetta hlýja loft á að sveigja til suðausturs eins og örvarnar sýna. Þetta eru algengustu örlög hlýinda sunnan úr höfum. Mér þykir sennilegt að þessi flótti hlýja loftsins dragi veðrahvörfin yfir lægðarmiðjunni niður og valdi dýpkun hennar.
Mjög hlýtt loft var yfir landinu í dag (þykktin meiri en 5540 metrar) og náðu hlýindin til stöðva á landinu, hiti fór í yfir 20 stig í upp- og innsveitum norðaustanlands. Heldur kólnar í háloftum til morguns - en ekki mikið. En raunveruleg hlýindi fara alveg framhjá.
Irene náði ekki til kalda loftsins vestan Grænlands. Þar var mikið fóður fyrir feitt stefnumót en ef við skoðum kortið nákvæmlega sést að þykktar og hæðarlínur liggja þar nokkuð samsíða - ekkert tak næst á kuldanum. Hann breiðir þó aðeins úr sér næstu daga. Annars er ekkert af komandi vetri að frétta - hann hefur ekki enn látið á sér kræla á norðurslóðum þótt sumarið sjálft fari að renna sitt skeið á enda norðurfrá.
Ég veit þó ekki hvenær telja beri að norðurhvelsvetur byrji - en ég vil helst fá að sjá 5100 metra jafnþykktarlínuna birtast á kortunum. Þá segi ég vetur byrja - og haustið hefst þá skömmu síðar hér á landi. Þessi þykktarlína, 5100 metrar kemur síðan vonandi ekki með veturinn hingað fyrr en í nóvember eða síðar. En um það vitum við nákvæmlega ekki neitt.
Næsti hitabeltisstormur verður sennilega að fellibyl á morgun. Hann heitir Katia og er nú á miðju hafi milli Afríku og Karabíska hafsins. Fylgjast má með honum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 1825
- Frá upphafi: 2412845
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1627
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.