7.8.2011 | 01:08
Lægðin þaulsetna að fara - hvað kemur í stað hennar?
Alla síðastliðna viku hefur þaulsetin lægð sunnan við land ráðið veðri hér á landi. Aðallega hefur hagstæð tíð fylgt henni, þungbúið og skúrasælt að vísu lengst af. Næturhiti hefur verið hár og gróður tekið vel við sér þar á meðal blessuð berin sem samt eru áberandi seinni á ferð heldur en undanfarin ár. Suma dagana hefur verið mikil blíða ríkt um landið vestanvert, því meiri eftir því sem vestar dregur og náði hiti m.a. 20 stigum í Reykjavík og sumrinu því bjargað (eða þannig).
En nú er lægðin á förum og gerir bretum sérlega gramt í geði með óhóflegri bleytu og mun væntanlega einnig valda leiðindum víðar í Vestur- og Miðevrópu. En hvað tekur við hér á landi? Við lítum eins og oft áður á 500 hPa- og þykktarspá morgundagsins, sunnudagsins 7. ágúst kl. 18.
Fastir lesendur kannast við táknmál kortsins, en svörtu heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum, en rauðu strikalínurnar tákna þykktina, hún er einnig mæld í dekametrum (dam = 10 metrar). Því meiri sem þykktin er - því hlýrra er loftið. Því þéttari sem svörtu hæðarlínurnar eru því hvassara er í 500 hPa-fletinum en hann er, eins og kortið sýnir í 5 til 6 kílómetra hæð. Línan sem liggur yfir Ísland austanvert er 5580 metra jafnhæðarlínan og er staðan yfir meðallagi árstímans. Þykktarlínan sem liggur yfir landinu (rauða strikalínan) sýnir þykktina 5460 metra. Sú þykkt er mjög venjuleg í ágúst, en táknar samt að loftið er ekkert sérlega hlýtt.
Við sjáum myndarlegan hæðarhrygg yfir Grænlandi og lokaða lægðarbylgju austur af Nýfundnalandi. Austan við lægðina er hlýtt loft í framsókn (rauða örin) en yfir Íslandi er kalt loft á leið suður (blá ör). Þetta mörkum við af því að þykktarlínan yfir landinu liggur þvert á hæðarlínurnar og norðanáttin ýtir þykktarlínunni til suðurs og kaldara loft úr norðri sækir fram.
Það er langt í næstu jafnþykktarlínu (5400 metra) fyrir norðan land, hún er vestur af Svalbarða. Næsta sólarhring á eftir (aðfaranótt mánudags og á mánudag) á hún að taka á rás til suðsuðvesturs í átt til landsins. En jafnframt nálgast hærri þykkt úr suðri. Vonandi er að sunnanloftið geti stuggað við norðankuldanum sem annars virðist yfirvofandi - eða alla vega tafið framrás hans. Um það er ekki vitað enn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 133
- Sl. sólarhring: 178
- Sl. viku: 2142
- Frá upphafi: 2466831
Annað
- Innlit í dag: 125
- Innlit sl. viku: 1984
- Gestir í dag: 120
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Spárnar frá wetterzentrale.de (sem eru nú víst amerískar að uppruna?) eru sífellt staðráðnari í að gera ráð fyrir að kuldapollurinn hér norður og austur af okkur eigi glæsilega framtíð fyrir höndum, þannig að vonir okkar hér norðan heiða um "indian summer" eru trúlega fyrir bí. Jæja, en "sumarið" náði víst hátt í viku hjá okkur. Maður á að vera þakklátur fyrir það.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 11:40
Já Þorkell, kuldapollurinn hringsólar langt norður í höfum og bíður færis. Evrópureiknimiðstöðin er í dag (8. ágúst) heldur bjartsýnni en sú ameríska - en litlu má þó muna með pollinn.
Trausti Jónsson, 9.8.2011 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.