Heitir júlídagar - samkvæmt meðaltölum

Fyrir nokkrum dögum var spurt um hæsta meðalhita sólarhringsins í júlí (allar veðurstöðvar) og hæsta meðalhámarkshita júlídags. Þessar spurningar hljóta reyndar að vera nokkuð í jaðri þess sem hinn almenni veðuráhugamaður gefur gaum. En svörin eru góðmeti fyrir nördin - og þau verður að fóðra.

Svörin sem ég á eru reyndar nokkuð takmörkuð, viðmiðunartímabilið nær ekki lengra aftur en til 1949 auk þess sem miklar breytingar hafa orðið á stöðvakerfinu á rúmlega 60 árum. Eftir nokkra umhugsun (erfiða) ákvað ég einhliða að miða aðeins við veðurskeytastöðvarnar í svörunum, ég reiknaði líka fyrir annars konar úrval - og útkoman er ekki nákvæmlega sú sama. En þannig höfum við það - í bili.

Koma svo tíu hlýjustu júlídagarnir frá og með 1949 til og með 2010.

ármándagurmeðalhiti
200873015,73
198073115,21
200872815,04
200872914,87
195572414,74
19917514,72
199771914,46
19917714,39
20097214,36
198073014,22

Hitabylgjan í lok mánaðarins 2008 á hlýjasta daginn og einnig dagana sem eru í 3. og 4. sæti. Hitabylgjur í júlí 1980 og 1991 eiga tvo daga hvor.

Samskonar tafla yfir hæsta meðalhámarkshita er lík - en ekki alveg eins. :

ármándagurmeðalhám
200873020,83
200872920,30
198073120,04
200873119,31
200371819,12
195572419,03
19917718,88
200872618,83
19917618,68
195572518,54

Hér á hitabylgjan 2008 fjóra daga, hitabylgjan 1991 á enn tvo og nú á 1955 einnig tvo daga. Auðvelt er að búa til töflur af þessu tagi fyrir einstaka landshluta eða jafnvel spásvæði. Skyndikönnun af því tagi dregur upp ýmsa góða daga sem ekki eru á landslistunum.

Spurningar vakna auðvitað um köldustu júlídagana - þá má finna í viðhenginu. Í viðhenginu eru einnig listar sem sýna hlýjustu og köldustu daga hvers árs fyrir sig yfir þetta tímabil. Þar geta kunnugir séð sitthvað óvænt - og þar má einnig finna hlýjasta dag tímabilsins - en hann er ekki í júlí. Einnig má sjá hvaða daga hámarkshitinn hefur verið lægstur og hver hefur verið hlýjasta nótt ársins. Virkilega feitt viðhengi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 109
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 1535
  • Frá upphafi: 2465230

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 1380
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband