Heitir júlídagar - samkvćmt međaltölum

Fyrir nokkrum dögum var spurt um hćsta međalhita sólarhringsins í júlí (allar veđurstöđvar) og hćsta međalhámarkshita júlídags. Ţessar spurningar hljóta reyndar ađ vera nokkuđ í jađri ţess sem hinn almenni veđuráhugamađur gefur gaum. En svörin eru góđmeti fyrir nördin - og ţau verđur ađ fóđra.

Svörin sem ég á eru reyndar nokkuđ takmörkuđ, viđmiđunartímabiliđ nćr ekki lengra aftur en til 1949 auk ţess sem miklar breytingar hafa orđiđ á stöđvakerfinu á rúmlega 60 árum. Eftir nokkra umhugsun (erfiđa) ákvađ ég einhliđa ađ miđa ađeins viđ veđurskeytastöđvarnar í svörunum, ég reiknađi líka fyrir annars konar úrval - og útkoman er ekki nákvćmlega sú sama. En ţannig höfum viđ ţađ - í bili.

Koma svo tíu hlýjustu júlídagarnir frá og međ 1949 til og međ 2010.

ármándagurmeđalhiti
200873015,73
198073115,21
200872815,04
200872914,87
195572414,74
19917514,72
199771914,46
19917714,39
20097214,36
198073014,22

Hitabylgjan í lok mánađarins 2008 á hlýjasta daginn og einnig dagana sem eru í 3. og 4. sćti. Hitabylgjur í júlí 1980 og 1991 eiga tvo daga hvor.

Samskonar tafla yfir hćsta međalhámarkshita er lík - en ekki alveg eins. :

ármándagurmeđalhám
200873020,83
200872920,30
198073120,04
200873119,31
200371819,12
195572419,03
19917718,88
200872618,83
19917618,68
195572518,54

Hér á hitabylgjan 2008 fjóra daga, hitabylgjan 1991 á enn tvo og nú á 1955 einnig tvo daga. Auđvelt er ađ búa til töflur af ţessu tagi fyrir einstaka landshluta eđa jafnvel spásvćđi. Skyndikönnun af ţví tagi dregur upp ýmsa góđa daga sem ekki eru á landslistunum.

Spurningar vakna auđvitađ um köldustu júlídagana - ţá má finna í viđhenginu. Í viđhenginu eru einnig listar sem sýna hlýjustu og köldustu daga hvers árs fyrir sig yfir ţetta tímabil. Ţar geta kunnugir séđ sitthvađ óvćnt - og ţar má einnig finna hlýjasta dag tímabilsins - en hann er ekki í júlí. Einnig má sjá hvađa daga hámarkshitinn hefur veriđ lćgstur og hver hefur veriđ hlýjasta nótt ársins. Virkilega feitt viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 370
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 2165
  • Frá upphafi: 2413185

Annađ

  • Innlit í dag: 351
  • Innlit sl. viku: 1951
  • Gestir í dag: 349
  • IP-tölur í dag: 346

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband