Júlí: Ţrálátir austan- og vestanáttamánuđir

Hungurdiskar hafa enn ekki fjallađ austan- og vestanáttamánuđina og hér međ er bćtt úr ţví. Fimm mismunandi mćlitölur eru notađar til ađ greina vindáttir.

1. Mismunur á loftţrýstingi sunnanlands og norđan. Ţessi röđ nćr sem stendur aftur til 1881. Gengiđ er út frá ţví ađ sé ţrýstingur hćrri norđanlands heldur en syđra séu austlćgar áttir ríkjandi. Líklegt er ađ ţví meiri sem munurinn er, ţví ţrálátari hafi austanáttin veriđ. Samkvćmt ţessum mćlikvarđa er júlí 1950 mestur austanáttarmánađa. Sumariđ 1950 hefur oftast veriđ nefnt sem rigningasumar eystra í mín eyru - rétt eins og 1955 um landiđ sunnan- og vestanvert. Mikil skriđuföll urđu bćđi í júlí og ágúst og ollu m.a. manntjóni. Í öđru sćti er 1918 og 1960 í ţví ţriđja

Mestir vestanáttarjúlímánuđir á ţessum kvarđa eru júlí 1955 og 1983, jafnir í fyrsta til öđru sćti.  

2. Styrkur austanáttarinnar eins og hún kemur fram ţegar reiknuđ er međalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuđum) veđurstöđvum. Ţessi röđ nćr ađeins aftur til 1949. Eftir ţessum mćlikvarđa er júlí 1950 líka í fyrsta sćti og síđan er júlí 2003 í öđru sćtinu.

Mestur vestanáttarmánuđur á ţessum kvarđa er 1989, 1955 og 1983 koma síđan í öđru til ţriđja sćti.  

3. Gerđar hafa veriđ vindáttartalningar fyrir ţćr veđurstöđvar sem lengst hafa athugađ samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuđvindáttir og prósentur reiknađar. Síđan er tíđni norđaustan-, austan, suđaustan og sunnanáttar lögđ saman. Ţá fćst heildartala austlćgra átta. Samkvćmt ţessari mćlitölu er júlí 1879 í fyrsta sćti, síđan 1950. Strangt tekiđ er miđiđ hér ađeins sunnan viđ austur.

Mestur vestanáttarmánuđur er 1898 samkvćmt ţessu viđmiđi, síđan 1989, 1955 og 1983 eru í 9. og 10. sćti.

4. Fjórđi mćlikvarđinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nćr hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verđum viđ ţó ađ taka niđurstöđum greiningarinnar međ varúđ. Í ţessum lista er júlí 1950 enn í fyrsta sćti, reyndar langefstur í mćlingunni, síđan kemur 1988, 1879 er í fjórđa sćti, 1960 í sjötta og 1918 í sjöunda til níunda sćti.

Samkvćmt ţessum kvarđa er júlí 1989 mestur vestanáttarmánađa, en síđan fylgir 1955 mjög stutt á eftir og síđan júlí 1983.  

Fimmti kvarđinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvađ hér er reiknađ í 500 hPa-fletinum. Hér er júlí 1950 enn í fyrsta sćti austanáttarmánađa, en 1988 í öđru. Mestur vestanáttarjúlí er hér 1989 og síđan 1955, júlí 1876 stelur ţriđja sćtinu af 1983 sem er í ţví fjórđa.

Af ţessu má ljóst vera ađ júlí 1950 hlýtur ađ vera mestur austanáttarjúlímánađa allra tíma. Óljósara er hver er mesti vestanáttarmánuđurinn, 1989, 1983 eđa 1955.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Pabbi minn (f. 1895) talađi í mín eyru alltaf um ekki bara rigningarsumarIĐ heldur rigningarsumarIĐ MIKLA og átti ţá ađ ég held viđ sumariđ 1950. Ţá var hann ađ vísu nýlega fluttur frá Rangárvöllum og sestur ađ í Garđi suđur á Rosmhvalanesi, en sveitamađurinn hefur auđvitađ veriđ ríkur í honum og ţá skipti mestu hvort ađ menn fengu ţurrk á heyin sín eđa ekki. Kveđja,

Magnús Óskar Ingvarsson, 25.7.2011 kl. 16:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 319
  • Sl. sólarhring: 463
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 2350104

Annađ

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 1489
  • Gestir í dag: 279
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband