24.7.2011 | 00:48
Hlýtt loft loksins yfir landinu - en er gagn að því?
Síðdegis í dag (laugardag) er loksins hlýtt loft yfir landinu. Meginöldufaldur þess berst reyndar hratt yfir á morgun sunnudag, en stutt virðist í næstu öldu. Á milli er loft sem er lítillega kaldara, en aðalkuldapollurinn á hörfa til vesturs meðan hann bíður eftir liðsauka.
Myndin sýnir þykktarspána síðdegis á sunnudag (24. júlí).
Heildregnu, svörtu línurnar sýna þykktina í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Litakvarðinn sýnir hita í 850 hPa-fletinum en hann er í dag í um 1400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti er undir frostmarki þar sem liturinn er blár.
Við sjáum hlýju ölduna og kuldapollinn mjög vel. Á Austurlandi er þykktinni spáð yfir 5560 m, en í kuldapollinum miðjum er henni spáð um 5360 m. Þrátt fyrir mikla þykkt verður lítið hlýrra sunnan- og vestanlands heldur en verið hefur, dægursveiflan er lítil í skýjuðu veðri. Þá er tiltölulega hlýtt á nóttunni. Norðanlands fer hitinn hins vegar vel yfir 20 stig þar sem vindur blæs af landi. Spurning hvort 25 stigin nást? Það fer eftir því hvort sólin nær að hjálpa til.
Á eftir bylgjufaldinum fer þykktin aftur niður fyrir 5500 metra - en það þykir okkur samt sæmilegt á þessu sumri. Ný bylgja á síðan að koma yfir okkur á þriðjudag - með rigningu. Eftir það eru spár mjög óljósar og best að segja sem minnst um þær.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 869
- Sl. sólarhring: 914
- Sl. viku: 2664
- Frá upphafi: 2413684
Annað
- Innlit í dag: 813
- Innlit sl. viku: 2413
- Gestir í dag: 790
- IP-tölur í dag: 771
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir vönduð blogg um ýmsa veðurfarsþætti og met af mörgu tagi. En ég á bágt með að trúa því að ég sé einn um að skilja ekki hugtakið þykkt, sem hér er notað og sýnt á myndrænan hátt. Hvað er þykkt?
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.7.2011 kl. 20:18
Nei Magnús þú ert örugglega ekki einn um það að kannast ekki við þykktina. Ég hef endrum og sinnum reynt að skýra hana út í pistlunum - en gerði það ekki að þessu sinni. Kvikasilfur í hitamæli þenst út með vaxandi hita og er sá eiginleiki nýttur í venjulegum hitamælum til að mæla hita. Hlýtt loft er á sama hátt fyrirferðarmeira heldur en kalt. Þess vegna er hægt að nota fjarlægð milli þrýstiflata sem hitamæli. Þegar veðurfræðingar tala um þykkt er langoftast átt við fjarlægðina milli 1000 hPa flatarins annars vegar og 500 hPa flatarins hins vegar. Það er sú tala sem sýnd er á þykktarkortum, langoftast í dekametrum, en einnig oft í metrum. Ekki er fjarri að 2 dekametrar (20 metrar) samsvari einni gráðu í hita. Í fyrsta skipti sem ég minntist á þykktina í bloggpistli lét ég fylgja viðhengi þar sem reynt er að útskýra þykktina betur. Ég legg hér tengil á síðuna þar sem finna má viðhengið. Ég minnist stöku sinnum á fleiri lítt kunnugleg hugtök og kem vonandi til með að halda því áfram (í hófi).
Trausti Jónsson, 25.7.2011 kl. 01:25
Bestu þakkir fyrir skýringuna, Trausti. Málið er ljóst!
Magnús Óskar Ingvarsson, 25.7.2011 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.