15.7.2011 | 00:36
Ekki nógu hlýtt
Þrátt fyrir að spáð sé allvænum hlýindum hér suðvestanlands næstu daga (og vel má vera að fleiri landshlutar njóti þess um tíma) er samt ekkert hlýtt loft í nánd. Allt er undir miskunn skýjahulunnar komið. En það er dálítið flókið upplegg að heimta skýjað að nóttu en léttskýjað að deginum þegar lítið ber á hlýju lofti. Slík hegðunarmynstur er eðlilegast þegar hlýtt loft er yfir landinu, en nú er loftið ekkert sérlega hlýtt og andstætt mynstur hefur undirtökin í köldu lofti, skýjað síðdegis, léttskýjað undir morgun. Ef einhver vindátt er ríkjandi trampar hún auðvitað á dægursveiflu skýjahulunnar hvort sem hlýtt er eða kalt. Þá er einfaldlega skýjað þar sem hin ríkjandi átt stefnir á land, en léttskýjað hinumegin hálendisins.
Engir alvarlegir kuldapollar eru þó í ógnandi nánd en meginvindröst vestanvindabeltisins sýnir þó líf sunnan við land. Það sést á mynd dagsins sem fastir lesendur kannast við.
Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins í spá reiknimiðstöðvar evrópuveðurstofa um hádegi laugardaginn 16. júlí. Höfin eru blá, löndin ljósbrún. Ísland er neðan við miðja mynd. Bláu og rauðu línurnar eru hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Því þéttari sem línurnar eru því meiri er vindurinn milli þeirra. Þykka, rauða línan markar 5460 metra hæð, en sú þunna sýnir hæðina 5820 metra.
Það sem strax vekur athygli á myndinni er að nú sést loks í 6 kílómetra hæðarlínuna (600 dam = 6000 metrar), í hæðinni við Asóreyjar. Hún sést helst á tímanum frá miðjum júlí fram í septemberbyrjun, en ekki nema stundum og oftast þá ekki lengi hverju sinni. Norðan hæðarinnar er mikill og breiður hæðarhryggur fullur af eðalhlýju lofti - sem lítið gagnast okkur.
Þessi ruðningur hlýja loftsins norður á bóginn veldur því að í norðurjaðri þess er býsna mikill vindstrengur. Þið sjáið að þéttar jafnhæðarlínur ná allt frá Manitóba í Kanada og austur um til Bretlands. Í vindstrengnum eru snörp lægðardrög sem fara hvert á fætur annars til austsuðausturs frá Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og halda framsókn hlýja loftsins í skefjum.
Eitt þessara lægðardraga fer fyrir sunnan land á morgun (föstudag) og býr til lægðina sem á kortinu er yfir Bretlandseyjum og á að valda verulegu skítaveðri þar (við erum heppin að sleppa við það). Næsta lægðardrag er merkt með svartri þykkri línu við Suður-Grænland - það fer sömu leið og það fyrra og sýnir breskum og frönskum enga miskunn.
Við sitjum hins vegar í hægum vindi, aðallega þó norðlægum, í nokkra daga í lofti sem verður frekar að teljast kalt heldur en hlýtt. En ef sól og land finna rétta taktinn geta komið ágætir gamaldags íslenskir sumardagar - sem maður hefði verið fyllilega ánægður með á níunda og tíunda áratugnum. Nú liggur maður gjörspilltur og heimtar meiri hlýindi - ofalinn af blíðu síðustu ára.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1061
- Sl. sólarhring: 1112
- Sl. viku: 3451
- Frá upphafi: 2426483
Annað
- Innlit í dag: 948
- Innlit sl. viku: 3104
- Gestir í dag: 919
- IP-tölur í dag: 851
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Nú er komið hitahrun og skrambans kuldakreppa og ekkert gaman. En við heimtum samt 2007 veður en þó allra helst 2003 og 2004 veður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2011 kl. 00:53
Við 'heimtum' ekki eitt eða neitt í sambandi við veðrið félagar, enda væri það fáfengilegt. Hins vegar væri notalegt að fá skýringu á því hvað varð af 'hnatthlýnuninni' margboðuðu sem fylgismenn kolefniskirkjunnar hafa nánast nauðgað inn í hugarfylgsni saklausra skattborgara.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 09:48
Hilmar:
Staðbundið veðurlag er ekki það sama og hitastig á heimsvísu.
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.