Vindhraði í júlí - hvar er mesta hægviðrið?

Júlí er að jafnaði hægviðrasamasti mánuður ársins. Ekki er þó allt sem sýnist því dægursveifla vindsins er þá mikil - sums staðar.

Við skulum þá svara spurningunni í fyrirsögninni strax með því að líta á töflu sem auðvitað nær aðeins til veðurstöðva. Vindhraðinn er í m/s (í ofbólginni nákvæmni - en þannig verða raðanir til).

röðmeðalvstöð
11,96Hallormsstaður
22,14Skaftafell
32,56Básar á Goðalandi
42,56Bíldudalur
52,74Öræfi
62,74Neskaupsstaður
72,87Kollaleira
82,88Akureyri - lögreglustöð
92,92Húsavík
102,92Seyðisfjörður

Hallormstaður er dæmist vera hægviðrasamasta veðurstöð landsins í júlímánuði, eina stöðin þar sem sólarhringsmeðalvindhraði er undir 2 m/s. Síðan koma tveir mjög vinsælir ferðamannastaðir, Skaftafell og Básar. Vegagerðarstöðin í Öræfum fær að fylgja með í 5. sæti og síðan koma nokkrir hægviðrasamir þéttbýlisstaðir.

Vindasömustu stöðvarnar, það er í merkingunni meðalvindhraði er mestur, eru:

röðmeðalvstöð
17,68Stórhöfði
27,62Sandbúðir
37,26Skálafell
46,93Papey
56,87Skarðsmýrarfjall
66,71Þúfuver
76,59Vatnsfell
86,58Holtavörðuheiði
96,55Fróðárheiði
106,40Fontur

Stórhöfði í Vestmannaeyjum er efstur í röðinni, en síðan koma Sandbúðir á Sprengisandi og Skálafell. Papey birtist síðan og svo Skarðsmýrarfjall við Hellisheiði. Þúfuver og Vatnsfell eru á hálendinu og vindasamar heiðar, Holtavörðuheiði og Fróðárheiði eru ívið ofar en Fontur á Langanesi.

En eins og áður sagði er talsverður munur á vindi dags og nætur í júlí. Hámarksmeðalvindhraði allra stöðva er 5,6 m/s - valið úr hámarki dægursveiflunnar. Lágmarksmeðalvindhraði er hins vegar aðeins 3,6 m/s, hér munar 2,0 m/s. Meðalvindhraði sólarhringsins alls er 4,5 m/s.

Forvitnilegt er að skoða á hvaða stöðvum dægursveiflan er minnst og hvar mest.

meðalmestminnströðmismstöð
5,095,244,9910,25Fontur
4,504,694,2820,41Flatey á Skjálfanda
4,845,084,6630,42Þverfjall
3,013,252,7740,48Hornbjargsviti
6,236,606,0250,58Bjarnarey
5,986,325,6860,64Gagnheiði
4,274,723,9470,78Stykkishólmur
4,474,964,1280,84Vestmannaeyjar - hraun
7,688,127,2290,90Stórhöfði
4,645,204,26100,94Vatnsskarð eystra

Í þessari töflu ræður röðinni dálkur sem merktur er „mism“. Hann sýnir mun dagshámarks og næturlágmarks. Fremri dálkarnir sýna þær tölur. Meðalvindurinn í fremsta dálki en síðan hámarkið og lágmarkið.

Fontur á Langanesi virðist vita minnst af dægursveiflunni, teygir sig langt út í sjó frá áhrifum hafgolunnar. Síðan skiptast á eyjastöðvar og fjöll nærri ströndinni. Þverfjall og Gagnheiði virðast ekki vita mikið dægursveiflunni eins og hún birtist í þessum tölum.

Hvaða stöðvar sýna þá mestan breytileika? Því svarar síðasta tafla dagsins.

meðalmestminnströðmismstöð
4,256,112,6913,42Egilsstaðaflugvöllur
3,956,032,4123,62Végeirsstaðir í Fnjóskadal
4,376,832,6734,16Torfur í Eyjafirði

 

Þær þrjár stöðvar sem birtast á þessum lista eru í dölum þar sem hafgolan á greiða leið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur mér satt best að segja á óvart að Bergstaðir skuli ekki vera meðal þeirra staða, þar sem mestur munur er á vindhraða milli dags og nætur í júlímánuði. Reyndar væri fróðlegt að vita hvort slík tafla yfir júní mánuð yrði frábrugðin. Hér um slóðir er hafgolan afar sterk, enda Skagafjörður mjög opinn fyrir hafátt. Mér hefur fundist Akureyri vera mun skaplegri hvað þetta snertir, enda "Akureyrarveður" notað sem viðmiðun fyrir gott veður!

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 06:31

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Athugun mín nær aðeins til sjálfvirku stöðvanna. Þær einar athuga á klukkustundar fresti allan sólarhringinn. Sauðárkróksflugvöllur er skammt undan, þar munar 3,2 m/s á nóttu og degi. Annars hafa athuganir staðið mjög stutt á flugvellinum og tölur þar ekki alveg marktækar. Taki maður mark á þeim er Sauðárkróksflugvöllur sá staður á landinu sem hefur mesta áttfestu yfir daginn, þar er nærri því alltaf af norðnorðaustri (27° á áttavitanum) yfir miðjan daginn og nær hámarkinu 6,3 m/s kl. 15:20 (þessa nákvæmni alla má auðvitað ekki taka alvarlega). Á Nautabúi er stefnan 341° á áttavitanum við hámark hafgolunnar kl.15 - enda snýr ás Skagafjarðar sér vestur fyrir norður þarna á milli.

Trausti Jónsson, 13.7.2011 kl. 23:45

3 identicon

Þakka þér svarið, Trausti. Hinsvegar vakti það upp aðra spurningu. Þú nefnir stefnur "á áttavitanum". Hingað til hef ég staðið í þeirri trú að stefnur vindátta á veðurstöðvum væru miðaðar við réttvísandi stefnur. Mig hefur reyndar grunað að mælistöðin á flugvellinum væri miðuð við segulstefnu eins og reglan er að nota í fluginu, en hef gengið út frá hinu. Nú um stundir munar um það bil 15° á réttvísandi stefnu og segulstefnu á flugvellinum (og reyndar á Bergsstöðum og Nautabúi líka) en hún er trúlega hinsvegar 16° á Hrauni og Blönduósi. Í gegn um tíðina hefur segulstefnan haft tilhneigingu til að breytast og í allmörg ár hefur misvísunin verið að minnka hér, þ.e. segulpóllinn hefur aðallega færst til austurs.  Þú afsakar, en mig fór að gruna að segulstefnan væri reglan þegar þú fórst að tala um ás Skagafjarðar. Hann er nefnilega alstaðar vestan við réttvísandi norður og eykst heldur eftir því sem sunnar dregur (inn til landsins). Er ég að misskilja þetta svona gjörsamlega?

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 07:53

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Allar stefnur í hefðbundnum veðurathugunum eru réttvísandi. Afleitt er hafi ég ruglað þig í því. Áttavitahringurinn gengur ekki eins og sá sem venjulega er notaður í stærðfræði (hornafræði). En ég endurtek, í þessum pistlum á ég alltaf við réttvísandi stefnu. Ég vitna í pistil á vef Veðurstofunnar um veðurvindáttir (mér tekst ekki að setja hér inn tengilinn hér, en ef þú leitar að „veðurvindáttir“ í google kemur hann strax upp). Ég átti við að Skagafjörður snerist í vestlægari stefnu þegar innar dregur - fyrirgefðu klaufalegt orðalag.

Trausti Jónsson, 14.7.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1063
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 3453
  • Frá upphafi: 2426485

Annað

  • Innlit í dag: 950
  • Innlit sl. viku: 3106
  • Gestir í dag: 921
  • IP-tölur í dag: 853

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband