9.7.2011 | 01:42
Af afbrigðilegum júlímánuðum - fyrsti áfangi
Sumum finnst hungurdiskar horfa fullmikið í baksýnisspegilinn og meira heldur en á veginn framundan. En við erum bara farþegar í ökutækinu sem ráðum engu um það hvar farið er um. Gott er því að líta til allra átta - líka afturábak. En byrjum þá heldur þurra upptalningu.
Mér fannst freistandi að hafa titil pistilsins: Af afbrigðilegum júlímánuðum - fyrsti áfangi af þrjátíu og sjö. Það var hins vegar full yfirþyrmandi - ætli áfangarnir verði fleiri en tveir eða þrír.
Hlýjustu júlímánuðirnir? Auðvitað álitamál en fyrir landið allt fær júlí 1880 að vera í fyrsta sæti. Fjölmargir afbrigðilegir veðuratburðir urðu á árunum kringum 1880, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Svo virðist sem öflugar fyrirstöðuhæðir hafi leikið lausum hala á norðurslóðum í meira mæli en oftast annars. Hæðarmiðjunum fylgja þá hlýindi en kuldar eru ríkjandi á austurhliðum þeirra.
Á Norðurlandi vill 1855 vera talinn hlýjastur júlímánaða, en við tökum varlega mark á því - enda aðeins ein stöð til vitnis, Hvanneyri í Siglufirði. Ætli við látum því ekki júlí 1933 fá fyrsta sætið nyrðra. Suðvestanlands er toppsætið óvænt - júlí 1917. Það er út af fyrir sig merkilegt að hann var undanfari frostavetursins mikla 1918 - rétt eins og júlí 1880 var undanfari frostavetursins 1880 til 1881. Tilviljun? Árin 1915 til 1919 var einnig mikið fyrirstöðufyllerí hér á norðurslóðum. Við verðum að láta þess getið að upp á síðkastið hefur enn einn fyrirstöðufagnaðurinn riðið yfir. Fílar í glervörubúð?
Kaldastur júlímánaða á landsvísu var 1882 - kuldinn norðanlands og austan var með miklum ólíkindum - sérstaklega í lág- og útsveitum. Sami mánuður á auðvitað mesta kulda norðaustanlands, en suðvestanlands fær júlí 1874 að vera kaldastur mánaða.
Júlí 1926 fær sæti sem úrkomusamastur júlímánaða á landinu. Sá samanburður nær því miður aðeins aftur til 1924, - unnið er að gerð lengri raðar. Mjög hlýtt var víða norðaustanlands, í Möðrudal var mánaðarmeðalhitinn 13,6 stig (að nýrri reiknihætti).
Júlí 1993 telst úrkomusamastur norðaustanlands, vonandi muna margir enn þann skít. Vestanlands er það júlí 1955 sem fær að teljast úrkomusamastur. Ég veit með vissu að margir muna þann mánuð enn þótt 56 ár séu liðin síðan - en man hann ekki sjálfur (enda ekki búinn að norma árstíðasveifluna eins og það gæti kallast á fræðsku). Sunnanlands er aðeins sjónarmunur á júlí 1955 og 1935.
Þurrastur júlímánaða á landinu telst mánuðurinn mikli 1939 - árið sem alltaf var nefnt sem besta ár allra tíma í þeirra minni sem það lifðu. Margir muna enn. Sami mánuður telst þurrastur bæði á Suður- og Vesturlandi, en júlí 1944 telst þurrastur norðaustanlands - annar gæðamánuður skreyttur óvenjulegri hitabylgju.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 71
- Sl. sólarhring: 327
- Sl. viku: 2838
- Frá upphafi: 2427390
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 2541
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti.
Eins og þú segir í innganginum, þá er gott að líta til allra átta...
Á vefútgáfu Financial Times 24. júní er langur pistill um veðurspár. "So, will it rain tomorrow?"
Sjá http://www.ft.com/intl/cms/s/2/35145bee-9d38-11e0-997d-00144feabdc0.html#ixzz1RacNghPj
Neðarlega í greininni er vitnað í vísindamann hjá bresku veðurstofunni, sem á að stjórna enhverri rannsókn er varðar langtímaspár. Eitt kom mér á óvart:
"...Behind the scenes the Met Office has an intensive programme to make its seasonal and other long-range forecasts accurate enough for presentation to the public again in the future. Adrian Scaife, who is in charge of the research, points to several improvements in the pipeline..."
"...Third, scientists at the Met Office and elsewhere are beginning to understand the effect of the 11-year solar cycle on climate. When sunspots and other solar activity are at a minimum, the effect is similar to that of El Niño: more easterly winds and cold winter weather for Britain.
“We now believe that [the solar cycle] accounts for 50 per cent of the variability from year to year,” says Scaife. With solar physicists predicting a long-term reduction in the intensity of the solar cycle – and possibly its complete disappearance for a few decades, as happened during the so-called Maunder Minimum from 1645 to 1715 – this could be an ominous signal for icy winters ahead, despite global warming..."
Það er heldur óvenjulegt að svona komi frá bresku veðurstofunni, The Met Office, eða starfsmönnum hennar. Hvað finnst þér?
Með kveðju
Ágúst H Bjarnason, 9.7.2011 kl. 10:25
Ágúst H Bjarnason, 9.7.2011 kl. 10:25: Trausti blessaður virðist ekki hafa tíma til að svara þér Ágúst. Hann og félagar í íslenska kolefniskirkjusöfnuðinum eru önnum kafnir við að fixa hitamæla Veðurstofunnar til að fela undarlega hnattkólnun þegar æðstu prestar heittrúarsafnaðarins voru búnir að spá hnatthlýnun.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:49
Sæll. Mér er í barnsminni að Stefán Jónsson fréttamaður sagði frá því í útvarpinu síðla sumars að ekki hefði þornað á steini sunnanlands allt sumarið. Er þetta rétt munað hjá mér og ef svo er hvaða sumar var þetta?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.7.2011 kl. 19:06
Sæll aftur Trausti.
Kannski ég leyfi mér að skjóta inn öðru innleggi, nokkuð svipuðu hinu fyrra. Gaman að láta hugann reika í þessu indæla veðri þegar blessuð sólin vermir og hún skín, og hýrt gleður mann.
Veðurfræðingur einn er titlaður Professor Dr. Horst Malberg. Hann er fyrrum yfirmaður (deildaforseti?) veðurfræðideilar Freien Universität Berlin. (Prof. Dr. Horst Malberg, Meteorologe, Freie Universität Berlin, ehem. Direktor des meteorologischen Instituts der FU).
Hér er viðtal við hann á þýsku. Þar er reyndar verið að fjalla um hagkvæmni vindorkuvera, en í viðtalinu getur prófessorinn þess að áhrif sólar á loftslagið (klima) séu hvorki meira né minna en 80% (!).
Mér brá nokkuð við að heyra þetta.
Viðtalið er hér á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=JIjjyYNOrzE
Hann segir þetta þegar um 40 sekúndur eru liðnar af viðtalinu. Eru þetta mismæli hjá prófessornum, eða vankunnátta? Eða er eitthvað til í þessu?
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 9.7.2011 kl. 20:39
Ágúst, það hlýtur að skipta máli hvort átt sé við áhrif sólarinnar almennt eða áhrif vegna mismikillar virkni sólar. Ég skil ekki vel þýskuna, en sé átt við það fyrra finnst mér 80% frekar lág tala.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.7.2011 kl. 21:01
Ég vona, eins og Ágúst trúlega líka, að sólin hægi nú á sér svo um munar þannig að hægt verði á áreiðanlegan hátt að greina áhrif smávægilegs breytileika hennar frá öðrum áhrifaþáttum veðurlags. Ég hef mínar skoðanir á því máli - en þær eru flóknari en svo að hægt sé að greina frá þeim í nokkrum setningum í svari eins og þessu. Ég trúi því að Ágúst misvirði það ekki við mig. Haldi ég bloggskrifum áfram munu þær hins vegar smám saman leka út. Breska veðurstofan hefur oft verið mjög óheppin í yfirlýsingum enda erfitt að koma flóknum, fræðilegum upplýsingum á framfæri í örstuttum fréttatilkynningum. Alla vega kann ég það ekki. Kenningar Berlínarháskóla kannast ég við frá fyrri tíð - en skólinn var þekktur á sínum tíma fyrir greiningar á veðurlagi í heiðhvolfinu og ýmsar kenningar samband sólar við veðurfar á jörðinni - skiljanlegt að fyrrverandi forstöðumaður ýti undir framgang kenninga síns fólks. Þessum kenningum hefur aldrei verið algjörlega hafnað þótt ekki séu þær vinsælar. Sjónvarpsviðtöl eru verst allra skilaboða um flókin málefni - ég veit allt um það. Tilgangslítið og jafnvel skaðlegt er að sækja upplýsingar í þau.
Við, prestar kolefniskirkjunnar, bendum á það eins og aðrir kennimenn að þótt orðið sé skýrt og skrifað standi er kolefniskirkjan ekki laus við klofning og hártoganir af ýmsu tagi. Því er ekki rétt að spyrða alla kennimenn hennar saman eins og um einn samkirkjulegan söfnuð sé að ræða. Ég veit að það er talsverð vinna fyrir óinnvígða að greina hinn raunverulega ágreining postulanna en ég hvet Hilmar til að lesa sér til um hann - þar er nefnilega engu haldið leyndu - ekki einu sinni leynisamningum eða einkaopinberunum. Fyrst er að lesa skýrslur IPCC frá 2007.
Trausti Jónsson, 10.7.2011 kl. 02:10
Emil, í þýðingu sem ég fann yfir á ensku segir prófessorinn:
"Wind power plants cannot be justified by the climate issue. I examined in detail what drives the climate and I looked at all the available data, from Europe, from USA, from Japan – all data were evaluated, and naturally the global data. It clearly shows that the climate is dominated by the sun, and then on top of that by the oceans, and then a little bit by the CO2 effect. I would estimate it has a magnitude of 10%, for Co2, and not more. More than 80% of the climate change is driven by the sun. That means relative to natural climate change, the influence by CO2 is very small, and so it does not justify any action for climate protection, where wind parks are built in order to save CO2. Sure you can do it, but it won’t have any impact on our climate, at least no real impact".
Trausti. Það verður vissulega fróðlegt að fylgjast með hvernig veðurlagið bregst við minnkandi virkni sólar. Það á eftir að kenna okkur ýmislegt.
Ágúst H Bjarnason, 10.7.2011 kl. 08:40
Ágúst:
Mér þykir eftirfarandi merkileg staðhæfing, þegar litið er til þess að mælingar styðja það að CO2, sem er gróðurhúsalofttegund, hafi áhrif á hitastig og að það hitastig muni halda áfram að hækka í framtíðinni, svo lengi sem aukin styrkur á CO2 (og öðrum gróðurhúsalofttegundum) í andrúmsloftinu er staðreynd.
Merkileg fullyrðing, en hann þykist kannski búa yfir einhverri vitneskju sem ekki hefur verið komið til skila í rannsóknum á þessu sviði á undanförnum áratugum - sjá t.d. skýrslu IPCC frá 2007, sem Trausti vísar til...
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.7.2011 kl. 11:03
Gott mál séra Trausti. Höldum okkur þá við niðurstöður IPCC frá 2007:
Climate Change 2007: The Physical Science Basis:
>Aukning CO2, CH4 og N2O af mannavöldum frá 1750.
>Meðaltalshlýnun af mannavöldum frá 1750.
>Ótvíræð hnatthlýnun, hækkandi loft- og sjávarhiti, bráðnun jökla og hækkandi sjávarborð.
>Fjölmargar langtímabreytingar á loftslagi.
>Hlýnun síðustu hálfu öld er óvenjuleg m.v. síðustu 1300 ár.
>Meðaltalsaukning hita frá 1950 mjög líklega vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda.
>Greiningar á loftslagslíkönum auka líkur á réttri niðurstöðu.
>Spáð er 0.2°C hækkun hitastigs á áratug næstu tvo áratugi.
>Áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnatthlýnun.
>Spálíkur hafa aukist varðandi hlýnun, vind, úrkomu og ísmyndun.
>Aukning hnatthlýnunar og hækkandi sjávarborð þrátt fyrir stöðvun aukningar gróðurhúsalofttegunda.
Ég vona að þú fyrirgefir mér Trausti þó ég hafi meiri trú á KISS-nálguninni á viðfangsefninu en holtaþokufimbulfambi ykkar hjá kolefniskirkjunni. Ofanrituð eru sem sagt boðorðin 11 hjá kolefniskirkjunni - engu haldið leyndu, mannstu. Það er ljóst að þegar búið er að skilja kjarnan frá hisminu fölnar Guðdómurinn ykkar verulega.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 11:37
Það er blíðan!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2011 kl. 13:18
Efni pistilsins er um liðna afbrigðilega júlímánuði en enginn ræðir það í athugasemdum heldur einungis almennt um sólina og gróðurhúsaáhrif. Mjög dæmigert þegar rætt er um veðurfar! Menn ræða helst aldrei veðurfar núorðið, bara veðurfarsbreytingar í sambandi við gróðirhúsaáhrif eða þá sólvirkni. En ég hef verið að hugsa um júlí 1917. Það kemur mér líka verulega á ávart að hann sé hlýjasti júlí á suðvesturlandi. Hvaða stöðvar eru annars inni í þeim úreikningi hjá þér, hef einhvern staðar séð það en man það ekki í bili. Júlí 1933 set ég sem þann hlýjasta á öllu landinu með fyrirvara um að 1880 sé þó kannski sá hlýjasti! Pistlarnir mínir um hlýjustu júlímánuði og köldustu hafa tafist en koma vonandi inn alveg á næstunni. Pistillinn um hlýja júlí kýlir óhikað á 35 stykkjum og lætur sig engu varða lerstrarleti manna!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2011 kl. 13:36
Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar menn blanda saman í einn graut boðorðum, trúarjátningum og breytilegum samþykktum misviturra kirkjuþinga. Reynum nú að halda þessu aðskildu.
Pistillinn minnist ekki einu sinni á gróðurhúsaáhrif - en svona eru þau öflug og alltumlykjandi. Í Suðvesturlandsmeðaltalinu miða ég hér við Reykjavík, Eyrarbakka, Vestmannaeyjar, Sámsstaði og Vík í Mýrdal - en sé aðeins eftir því. Júlí 1917 á varla skilið að komast í toppsætið. En úrslit kosninga hafa nú stundum verið önnur heldur en fyrst var upp gefið.
Þýski prófessorinn virðist ekki hafa sannfært samstarfsmenn sína um hugmyndir sínar. Í fyrra var sá þekktasti þeirra, Urlich Cubasch. meðhöfundur að stórri grein í Reviews of Geophysics þar sem dregin er saman þekking á áhrifum sólar á geislunarbúskap lofthjúpsins. Þar stendur m.a. [í grein 164]: Despite these uncertainties in solar radiative forcing, they are nevertheless much smaller than the estimated radiative forcing due to anthropogenic changes, and the predicted SC-related surface temperature change is small relative to anthropogenic changes. Var Malberg að tala um að sínar rannsóknir pössuðu ekki við það sem samstarfsmenn hans hafa reiknað út?
Greinin heitir: SOLAR INFLUENCES ON CLIMATE (Gray et al. 2010)
REVIEWS OF GEOPHYSICS, VOL. 48, RG4001, 53 PP., 2010
doi:10.1029/2009RG000282
Ef leitað er í google ætti greinin að skila sér ef doi-númerið er notað sem leitarorð. Cubash er mjög þekktur vísindamaður og einn af kardínálum kolefniskirkjunnar - boðaði m.a. fagnaðarerindið hér á landi á eftirminnilegri vakningarsamkomu sem haldin var fyrir 20. árum. Einn af lærifeðrum íslenska safnaðarins.
Trausti Jónsson, 11.7.2011 kl. 01:01
Benedikt - orðalag Stefáns er enn notað um rigningasumarið 1955 - ef þú ert svo gamall að muna eftir því, - hálfalvarlegt rigningasumar kom sunnanlands 1959, en síðan kom 1969 - skelfilega rigningasamt syðra og endaði með sérlega vondum september.
Trausti Jónsson, 11.7.2011 kl. 01:04
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 10:39
Eru engir kolruglaðir villitrúarmenn í íslenska söfnuðinum? Og ef þeir eru einhvers staðar á stjákli úti í myrkrinu má þá ekki nefna nöfn þeirra svo allir hreintrúaðir Íslendingar varað sig á meinlegri villu þeirra og svíma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2011 kl. 20:03
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2011 kl. 20:03: Mér sýnist séra Trausti nálgast loftslagsvísindin í þáskildagatíð þessa dagana. Hann virðist miklu mun uppteknari af skrásettum mælitölum en framtíð mannkyns. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort hann hafi sjálfur lesið skýrslur IPCC frá 2007? Í öllu falli skipta þær vart máli því þær eru allar meira og minna falsaðar, smbr. Climategate-hneykslið.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 21:46
Eins gott að taka ekki gaman fyrir alvöru.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2011 kl. 22:42
Góðan dag Trausti.
Ég sé að einhverjar umræður hafa spunnist út af saklausri spurningu minn um hvort tilteknir menn hafi farið út af sporinu þegar þeir töluðu frá hjartanu. Á meðan var ég að njóta góða veðursins, plantaði einhverjum slatta, bar á nokkra tugi kílógramma af tilbúnum áburði og naut lífsins. Kom svo heim seint í gær. Litlu plönturnar mínar eru ósköp sprækar og hvísluðu því að mér að þær hafi sko ekkert á móti kolsýrunni í loftinu. Hún er þeim eins og lýsið okkur skildist mér. Þær ætla sér að verða stórar og sterkar.
Ég sá reyndar skjal frá veðurstofu andfætlinag okkar. Þeir virðast ekkert ánægðir með hvernig haustaði hjá þeim meðan vor var hjá okkur. Frekar óvenjulegt skilst mér. Þeir eru að kenna einhverri Nínu um. Sjá hér.
En ég þakka Trausta enn og aftur fyrir einstaklega áhugaverða og góða pistla.
Ágúst H Bjarnason, 12.7.2011 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.