22.6.2011 | 00:45
Norðurhvel á jónsmessu
Lítið er um að vera á norðurhvelsmyndinni. Hér að neðan er sama spáin birt á tveimur myndum. Sú fyrri sýnir að vanda hæðir og lægðir í 500 hPa - sú síðari líka en þar er reynt að rýna í aðalatriði myndarinnar. Ekki eru þessar myndir augnayndi og er að vanda beðist velvirðingar á því - en vonandi að einhverjir læri eitthvað af þeim.
Fastir lesendur hungurdiska ættu að kannast við meginatriði og tákn en myndin sýnir landaskipan á norðurhveli jarðar, norðurskaut um það bil í miðju og meginlöndin ljósbrún. Línur sýna hæð 500 hPa-flatarins frá jörð í dekametrum (dam = 10 metrar) og er 5460 metra hæðin sýnd með þykkri, rauðri línu. 5820 metra hæð er einnig dregin með rauðri línu, en sú er mjórri. Aðrar jafnhæðarlínur eru bláar og dregnar með 60 metra bili. Þar sem línurnar eru þéttar er hvasst í 500 hPa en hægur vindur er þar sem línurnar eru gisnar.
Það sem vekur athygli á þessu korti er fyrst að 5460 metra línan, góðkunningi okkar í vor, er nærri því horfin af kortinu, hún sést aðeins í kringum nokkrar lægðir. Enn er að hlýna á norðurhveli þannig að vel er hugsanlegt að 5460 línan hverfi alveg - við sjáum þó að í kuldapollinum norður af Grænlandi eru enn þrjár jafnhæðarlínur innan við hana.
Á kortinu er ógrynni smálægða (kuldapolla) eins og títt er á sumrin, þær sem liggja þar nærri sem jafnhæðarlínurnar eru hvað þéttastar hreyfast nokkuð ákveðið til austurs.
Sérstaklega má taka eftir því að engir meiriháttar hlykkir eru á 5820 metra línunni (sú þynnri rauða). Verulega hlýtt loft er eiginlega hvergi norðan Miðjarðarhafs austan Atlantshafs og Bandaríkjanna í vestri. Línan er í sinni nyrstu stöðu við 50°N í Rúmeníu.
Ef við skoðum smáatriði kortsins betur kemur í ljós að þrjár hæðir eru langt innan 5820 metra línunnar. Ein þeirra er rétt suðvestan við Grænland og hæðarhryggur yfir Grænlandi. Það er 5640 metra jafnhæðarlínan sem er innst við hæðarmiðjuna. Það þykir bara gott, en þykktin slefar rétt upp í 5500 metra - sem væri bara fínt hér á landi.
Önnur hæð er yfir Norður-Rússlandi. Þar er hæðin yfir 5700 metrum, mjög gott við 70°N. Þar er þykktin 5640 metrar þar sem best er, frábær árangur - slíkt gerist ekki hér nema rétt í stöku sumri. Þriðja hæðin er svo við norðurströnd Kanada, álíka öflug.
Á fimmtudaginn (23. júní) verður Ísland norðan við mikinn en flatan kuldapoll. Lægðin við Nýfundnaland gæti eitthvað stuggað við honum - en of snemmt er að segja til um það. Hryggurinn yfir Grænlandi er framhallandi sem kallað er. Framhallandi háloftahryggir eru stirðir til hreyfingar og því miður er þessi líklegur til að viðhalda norðlægri átt í háloftunum eitthvað áfram.
En lítum nú á aðra gerð myndarinnar, þar sem ég hef teiknað þrjá hringi ofan í hana. Hringirnir marka nokkur aðalatriði myndarinnar.
Svarti hringurinn er settur þar sem flestar lægðarmiðjurnar eru. Þarna um kring er meginröstin, flest hreyfist austur á bóginn. Ef hlýtt loft rífur sig norður fyrir þennan hring myndar það háþrýstisvæði eða alla vega hryggi með afgerandi hæðarbeygju. Á breiddarstigi háþrýstisvæðanna er tilhneiging mest til austanáttar (ekki taka örina allt of bókstaflega). Hún er merkt með gulbrúnum lit. Nyrst er síðan önnur lægðarhringrás (grænn hringur) þar sem síðustu vígi vetrarins hringsóla í dauðastríði sínu.
Meginlöndin eiga eftir að hlýna í nokkrar vikur til viðbótar, hafsvæðin í 6-7 vikur og Norðuríshafið í 8 til 10 vikur. Svarti hringurinn á því enn eftir að þrengjast eitthvað. Það þýðir að heimskautaröstin þokast að meðaltali nær Íslandi og þar með er enn möguleiki á að hún hreinsi burt kuldapollana sem plagað hafa okkur, sérstaklega íbúa Norður- og Austurlands. Hvað kæmi í staðinn er svo allt annað mál.
Við viljum alls ekki að græni hringurinn teygi sig hingað, honum fylgir ofstopi eða kuldi. Hans tími á að bíða þar til um og uppúr 20. ágúst. þegar sumri fer að halla.
Einu skulum við taka eftir til viðbótar á hringamyndinni en það er að miðja allra hringjanna er ekki við norðurskautið heldur okkar megin við það. Það táknar í grófum dráttum að kalda loftið er nær okkur heldur en á svipuðu breiddarstigi annars staðar. Græni hringurinn hallast þó til Kanada (eins og algengast er).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Gaman að lesa pistlanna þína og þessi var mjög fræðandi :D Takk fyrir mig!
Bjarki Tryggvason, 22.6.2011 kl. 11:23
Þetta er ákaflega fróðlegt. Eru ekki mestar líkur á að norðaustan áttir verði ríkjandi nú í sumar sem síðustu sumur. Einhvernveginn finnst manni að sama veðurlagið geti varað lengur á sumrin nú en áður. Kannski er það vitleysa. En hvar er suðvestan áttin með rigningarhryðjum um allt sunnan- og vestanvert landið og jafnvel á norðurlandi líka. Slíkt hefur ekki komið í mörg ár að sumri til.
Hjalti (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 11:43
Ég spyr einnig, hvar eru suð-vestanlægðirnar? Er það vegna þess að NAO er búinn að vera negatífur undanfarinn ár eða hvað?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 22:15
Hér er áhugaverð lesning um sólvirkni og NAO. http://www.climatelogic.com/book/export/html/182
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 22:23
Hjalti. Ég hef frekar á tilfinningunni að júlíveður endist fram í ágúst frekar en að júníveður endist fram eftir júlí. En ég held nú samt að ekkert sé á slíkt að treysta - veðrið fer ekki eftir neinum slíkum reglum til lengdar. Langt er síðan gegnheilt rigningasumar hefur komið hér sunnanlands - en þó eru nokkrir fyrri- og seinnihlutar sumars þegar rignt hefur mikið og lengi. Hermundur: Já, NAO-talan hefur verið heldur neikvæð um sinn. Þótt hún sé ágæt til síns brúks er þar ekki allt sem sýnist og margs konar misskilningur á ferðinni. Fyrir rúmu ári skrifaði ég pistil um NAO og Ísland á vef Veðurstofunnar og hét hann Ísland og NAO-fyrirbrigðið. Þar má einnig finna fjölmargar tilvísanir í greinar og vefsíður (í sérstöku pdf-viðhengi).
Trausti Jónsson, 23.6.2011 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.