16.6.2011 | 00:55
Norðurhvelið 17. júní
Enn líta hungurdiskar á ástandið á norðurhveli jarðar eins og það birtist í 48-stunda spá reiknimiðstöðvar evrópuveðurstofa (ecmwf). Kortið gildir á hádegi 17. júní (2011).
Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins frá jörð, þykkdregna, rauða línan sýnir 5460 metra. Við teljum að sumarið hafi völdin þar sem flöturinn liggur hærra en það. Hin rauða línan sýnir 5820 metra, Miðjarðarhafsástand, þessi lína tekur stundum á sig sveigjur langt norður á bóginn, en ekkert vottar fyrir því hér. Aðrar jafnhæðarlínur eru bláar. Því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn.
Fyrir mánuði voru stór svæði hvelsins innan 5460 metra línunnar, nú afmarkast þau við fáeinar lægðir, kuldapolla sem dreifast óreglulega um allt hvelið. Lægðirnar hreyfast ekki mikið en þurfa samt á endurnýjun að halda öðru hvoru. Meðalhæð 500 hPa á hvelinu öllu nær ekki hámarki fyrr en eftir mánuð eða svo, þannig að kuldapollarnir minnka og miðjarðarhafsveðrið breiðist yfir stærra svæði.
Ef við lítum okkur nær má sjá myndarlega lægð sunnan við land og mikla flatneskju norðurundan. Breytingar á stöðunni eru afarhægar. Þótt sæmilega hlýtt loft berist til landsins í bili með austanáttinni norðan lægðarinnar má samt segja að lægðin haldi hlýju lofti frá okkur, það fer ekki í gegnum hana. Hún verður annað hvort að veslast upp eða fara áður en hlýindi geta umlukið allt landið.
Undir flatneskjunni fyrir norðan land er lag af köldu lofti sem sullast öðru hvoru suður yfir landið. Suðvesturland finnur ekki mikið fyrir því, en norðlendingar sitja í þungbúnu og köldu veðri. Kalda loftið er þykkara fyrir norðan land heldur en fyrir sunnan það og því er nokkur þrýstibratti yfir landinu þrátt fyrir flatneskjuna upp í 5 km hæð. Því meiri sem brattinn er því meiri er vindurinn og gætir hans mest á Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands.
Næstu vikuna verða örugglega einhver tilbrigði í veðri frá degi til dags þar sem mestu ræður hvort sólin skín eða ekki og hvort vindur stendur af sjó eða landi.
Það skiptir líka máli hvort jafnhæðarlínurnar hafa á sér hæða- eða lægðasveigju eða hvort loftið kemur yfir Grænland eða ekki. Lægðasveigjan minnkar stöðugleika og eykur líkur á skúradembum, en hæðasveigjan eykur stöðugleika og dregur úr úrkomulíkum. Dægursveifla skýjafars er ólík í háþrýstingi og lágþrýstingi. Háloftavindar af Grænlandi auka líkur á sólskini.
Fróðlegt getur verið að fylgjast með þessu þótt lítið virðist um að vera á venjulegum veðurkortum. Nördin finna alltaf eitthvað að bíta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 305
- Sl. sólarhring: 427
- Sl. viku: 2603
- Frá upphafi: 2414267
Annað
- Innlit í dag: 283
- Innlit sl. viku: 2398
- Gestir í dag: 276
- IP-tölur í dag: 273
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll og takk fyrir þetta. Spurning dagsins er þessi: Hvað er mikið að marka veðurspá tölvunnar minnar? Hún er með innbyggða veðurstöð sem breytir um upplýsingar öðru hvoru.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.6.2011 kl. 19:18
Ég veit lítið um veðurspárforrit í heimilistölvum, en í heimilisveðurstöðvum eru stundum forrit sem fylgjast með þrýsti-, raka- og hitabreytingum. Úrkomu er spáð við fallandi loftvog og að upp birti hækki loftvogin. Loftþrýstibreytingarnar eru trúlega kvarðaðar miðað við það sem algengt er á meginlandinu. Rakamælar eru stundum notaðir til veðurspádóma í heimilisveðurstöðvum, þá á svipaðan hátt og gerðist í gömlu, litlu veðurhúsunum þar sem karl kom út ef rakinn hækkaði, en eiginkonan birtist þegar rakastig lækkaði. Svipuð voru kort sem skiptu um lit eftir raka, mjög skemmtilega. Sé þetta forritað á skynsamlegan hátt er trúlega oft vel spáð, en ég hef enga hugmynd um hversu vel, til þess þyrfti að vista spárnar og bera saman við veður, - en slíkur samanburður verður oft mikið tyggigúmmí.
Trausti Jónsson, 17.6.2011 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.