Snyrtilegt úrkomusvæði yfir landinu

Í dag (mánudag - annan í hvítasunnu) hefur snyrtilegt úrkomusvæði legið yfir landið frá austri til vesturs. Talsvert rigndi úr bakkanum þar sem hann lá yfir. Hann kom vel fram á veðursjá Veðurstofunnar, t.d. á myndinni hér að neðan sem var fengin um miðnæturbil.

w-blogg140611a

Myndin er gerð af hugbúnaði veðursjárinnar þar sem reynt er að reikna úrkomuákefð við jörð út frá því endurkasti sem sjáin nemur. Við sjáum að þar sem úrkoman er mest ætti ákefðin að nema 1,6 til 3,2 mm úrkomu á klukkustund. Athuganir á þeim stöðvum sem undir bakkanum eru benda til þess að ágiskunin sé ekki svo fjarri lagi. Á miðnætti hafði klukkustundarúrkoma á Hvanneyri, í jaðri bakkans, verið 0,7 mm. Hún var ákafari fyrr um kvöldið og var alls orðin 4,2 mm frá því að byrjaði að rigna milli kl. 18 og 19. ´

Bakkinn á að trosna upp að mestu leyti til morguns (þriðjudag) - hirlam skýjaspá segir háskýin eiga að hverfa fyrir hádegi. Myndin sýnir skýjaspána kl. 9.

w-blogg140611b

Háský eru lituð græn á myndinni og má sjá mjóan, grænan borða þvert yfir myndina alla. Hann á kl. 9 að liggja nær hreyfingarlaus og hverfa síðan. En hvað er það sem límir fyrirbrigði eins og þetta saman þannig að það getur lifað langtímum saman hreyfingarlítið um hundruð kílómetra eða meira? Skyldu þetta vera einskonar skil? Það má kannski segja það, þegar ég var í spábransanum á sínum tíma hefði ég örugglega dregið feita fjólubláa samskilalínu þvert um landið. En nú tilheyri ég öðrum sértrúarsöfnuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sennilega tilheyri ég hinum söfnuðinum. En ef þetta eru samskil þá skil ég það þannig að tveir loftmassar af misjöfnum uppruna, en ekki endilega miskaldir, séu yfir landinu og í skilunum á milli þeirra rignir. Ofáná liggur hlýrra loft sem hefur glatað sínu fyrra jarðsambandi.

Þessar þykktarpredikanir þínar eru samt fróðlegar og góðar.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.6.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eruð þið ekki bara báðir villutrúarmenn?

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2011 kl. 15:33

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Emil, þannig eru samskilin skilgreind. Samskilaárinn er þó ekki allur þar sem hann er séður. Minn sértrúarflokkur er í litlum minnihluta og angrar lítt fjölmennari flokka.

Trausti Jónsson, 15.6.2011 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 58
  • Sl. sólarhring: 1119
  • Sl. viku: 2729
  • Frá upphafi: 2426586

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 2432
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband