10.6.2011 | 01:02
Hvítar flygsur í Reykjavík 10. júní
Þegar þetta er skrifað - kringum miðnætti fimmtudagskvöldið 9. júní falla hvítar flyksur úr lofti í Reykjavík. Mér sýndist áðan að snjór væri niður í um það bil 300 metra hæð á Esjunni og hiti er um frostmark bæði í Þrengslum og á Hellisheiði. væntanlega í snjókomu. Úrkoma er sjaldan viðvarandi í norðanátt á þessum slóðum en meðan hún gengur yfir getur hiti á láglendi farið enn neðar. Kannski festir snjó stutta stund í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins, en varla lengi.
Við lítum á mynd sem sýnir vind og hita í 850 hPa fletinum (um 1400 metra hæð) í hirlam [high resolution limited area model] spá sem gildir um hádegi föstudaginn 10. júní. Þetta er ekki alveg létt að skoða en það er samt vel þess virði.
Jafnhitalínur eru sýndar með bláum strikum þar sem frost er (erfitt er að lesa úr þeim), græna línan er frostmark og þær rauðu sýna hita ofan frostmarks. Allar jafnhitalínur eru dregnar með 2 stiga millibili. Langhlýjasta loftið er norðaustast á kortinu. Þar er hiti yfir 8 stig og ekki er langt í 12 stiga línuna. Kaldasta loftið er hér komið suðvestur fyrir land og þar má einhvers staðar sjá mínus 8 jafnhitalínu. Sú lína er nú um miðnættið (aðfaranótt fimmtudags) yfir Norðurlandi en hefur þegar hér verður komið sögu borist suðvestur fyrir landið.
Fyrir norðan land má sjá hvernig vindörvar liggja þvert á jafnhitalínurnar og þar ber vindur hlýtt loft í stefnu sína. Nær landi liggja vindörvar og jafnhitalínur nokkurn veginn samsíða. Þar helst hiti svipaður, austast eykst flatarmál bláu svæðanna heldur. En það er samt von til þess að loft sem er 0 til mínus 3 stig komist vestur fyrir landið. Ef austanáttin nær alveg til vesturlands hlýnar hún heldur í niðurstreymi, rétt eins og litli græni hringurinn sýnir loft á niðurleið í vesturjaðri Vatnajökuls (reyndar fjalls í líkaninu sem er einungis til þar en ekki í raunveruleikanum).
Uppi í 500 hPa er myndin svipuð. Sömu tákn eru notuð nema hvað hvergi er þar frostlaust.
Í norðausturhorninu má sjá mínus 14 jafnhitalínuna, ótrúleg hlýindi það enda hitamet slegin í Norður-Noregi. Í Saltdal í Nordlandfylki fór hitinn í 31,8 stig, Lausafregnir herma að það sé hæsti hiti sem mælst hefur í öllum Norður-Noregi í júní frá því að mælingar hófust og hiti fór í yfir 23 stig í Lofoten-eyjaklasanum. Vonandi berast nánari fréttir af því síðar, en norska veðurstofan hafði í dag mestar áhyggjur af úrfellisrigningu og flóðum sunnar í landinu - og á íþróttamótinu á Bislettvelli í Osló.
En aftur til Íslands. Hér sjáum við að flestar vindörvar blása meðfram jafnhitalínum þannig að hvorki gengur né rekur með hlýtt og kalt aðstreymi. Þeir sem hafa dug til að rýna nákvæmlega í kortið sjá þó að undantekningar eru frá megindráttunum og þær undantekningar skipta máli þegar til lengdar lætur.
Þessa dagana er gengið á veðurfræðinga og þeir spurðir um það hversu óvenjulegur kuldinn sé. Svarið við því er þannig að sé miðað við upphaf júnímánaðar er kuldinn svipaður og búast má við á um það bil 10 ára fresti. Ámóta kuldaköst komu á þessum tíma bæði 2001 og 1997. Kastið 1997 var snarpara sérstaklega vegna þess að á undan því fóru nokkrir mjög hlýir dagar með hita vel yfir 20 stigum norðanlands. Þá stóðu smáþjóðaleikar yfir í Reykjavík og mátti sjá hvít korn fjúka um Laugardagsvöllinn meðan á keppni stóð. Þá gerði alhvítt á láglendi í kringum Selfoss.
Sumir benda réttilega á að nú hafi kuldakast staðið í þrjár vikur og spyrja hversu óvenjulegt það sé. Til að geta svarað þessu gríp ég til morgunhitaraðarinnar miklu úr Stykkishólmi. Sé tímabilið 19. maí til 9. júní á árunum 1846 til 2011 lagt undir kemur í ljós að 2011 lendir í 25. neðsta sæti af 166. Slakur árangur? Langkaldast var þetta tímabil 1860, meðalhiti 1,7 stig, meir en þremur stigum kaldara en nú (5,0 stig).
Sé litið á síðustu 70 ár lendir 2011 í 6. sæti. Langkaldast á þessum tíma var 1949, meðalhiti 3,1 stig. Í mig hringdi athugull og fróður maður í dag og rifjaði upp þann einkennilega júnímánuð og umskiptin miklu sem þá urðu. Ég þakka honum fyrir það. Fyrst hlýnaði austanlands, í kringum þann 10. og um það bil viku síðar kom mikil hitabylgja sem virðist hafa greipst í þá sem hana upplifðu - umskiptin voru svo mikil. Þrátt fyrir gríðarkalda byrjun endaði mánuðurinn í Reykjavík í nærri því 10 stigum, vel yfir meðallagi - hvaða 30-ára tímabils sem er.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 992
- Sl. sólarhring: 1100
- Sl. viku: 3382
- Frá upphafi: 2426414
Annað
- Innlit í dag: 884
- Innlit sl. viku: 3040
- Gestir í dag: 864
- IP-tölur í dag: 798
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.