9.6.2011 | 00:28
Þreyjum enn kuldann
Nú er mesti kuldinn í háloftunum skriðinn hjá og þar með tekið eitt skref að skárri tíð. En þegar hlýtt loft nálgast gerist það yfirleitt þannig að fyrst hlýnar uppi, en síðast niðri. Þykktin yfir landinu fór niður fyrir 5200 metra síðastliðna nótt og verður um hádegi á morgun komin upp í um 5300 metra, hlýnun um 5 stig að meðaltali í neðri hluta veðrahvolfs. Um helgina er henni síðan spáð í 5400 metra, 5 stiga hlýnun til viðbótar. Það er samt ekki gott - í óskaheiminum.
Í 5 km hæð er nú 33 stiga frost en á að fara upp í 26 síðdegis á morgun. Í 1400 metra hæð hlýnar hins vegar lítið til morguns. Heldur meira þó sunnanlands en norðan. Norðanáttin á að verða nokkuð stríð á morgun (fimmtudag) og hætt er við því að úrkoman sem fylgir verði hvít. Ekki veit ég hversu víða það verður - en fylgist með því á vef Veðurstofunnar.
Við sjáum hér hefðbundið 500 hPa-veðurkort. Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð flatarins í dekametrum (dam=10 metrar). Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Rauðu strikalínurnar sýna þykktina í dekametrum. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Það er 5340 metra línan sem liggur yfir Austurlandi, það þykir okkur lélegt á þessum tíma árs, helst viljum við 5460 metra eða meira.
L og H sýna háloftalægðir og háloftahæð. Blái punkturinn er kuldapollurinn sem fór yfir síðastliðna nótt og er hann nú að hringsóla sunnan við land. Hann verður því miður að slaga á þeim slóðum eins langt og séð verður í spám - en minnkar samt að afli og verður misnálægt okkur. Það er erfitt að losna við svona polla yfir sjó á sumrin - nema að bylgjugangur vestanvindabeltisins sparki í þá. Við skulum þó ekkert endilega vera að óska eftir einhverju slíku sparki því það getur kostað frekara vesen, t.d. lagt okkur á brautarteina lægðalestarinnar sem rennir stundum yfir okkur vikum saman á sumrin. En vel má vera að með lagni megi sparka pollinum út af svæðinu án þess að það komi niður á veðri hér.
En slíkt er langt í framtíðinni. Á kortið eru lagðar tvær örvar. Sú rauða sýnir hvar mjög hlýtt loft er í framrás norðan við land, óvenjuhlýtt er óhætt að segja. Ef strönd Noregs tekst að losa sig við þungt sjávarloftið fer hiti þar í um 30 stig, en bara ef. Ef við skoðum rauðu örina nánar sést að hún er að ýta jafnþykktarlínubunka á undan sér í átt til Grænlands.
Brúna örin liggur hins vegar samsíða þykktarlínunum og gengur þar hvorki né rekur með framrás á hlýrra lofti. Allt er þar samsíða hæðarlínum utan um kuldapollinn.
En við þreyjum kuldann. Mér telst til að hiti í Reykjavík sé nú um 1,7 stigi undir meðallagi, en eystra, á Dalatanga, hangir hitinn enn í meðallaginu. En nimbus er að vanda með mánuðinn í gjörgæslu og er áhugasömum bent á að leita þangað varðandi frekari hitaupplýsingar á líðandi stund.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 39
- Sl. sólarhring: 299
- Sl. viku: 2806
- Frá upphafi: 2427358
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2516
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hvað hefur þá orðið um „lægðalestina“ eða öllu heldur braut hennar? Hefur hún farið yfir Atlantshafið miklu sunnar eða hefur öllum ferðum hennar verið aflýst þangað til vestan- og norðangangur lægða hættir hér um slóðir?
Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 08:59
Það er áhugavert að skoða hitafrávikakort fyrir hafsvæðið norðan við land. Á skilum Irminger og Austur Grænlandssjávar má sjá veruleg frávik, sem endurspegla tilfærslur í skilunum norður á bóginn, og hugsanlega öflugt
innstreymi Irminger. Eins má sjá tvípól í skilunum SA við landið, en veikari þó.
Það sem vekur mesta athygli mína er þó hversu kalt er í Norður Grænlandshafi. Þar er hiti 1 - 2 gráðum undir meðaltali á stórum svæðum. Engin furða að norðanáttir séu kaldar.
http://ghrsst-pp.metoffice.com/pages/latest_analysis/sst_monitor/ostia/anom_plot.html?i=33&j=1
Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.