1.6.2011 | 00:30
Enn um svalann (og enn hann endist)
Ekki er að sjá afgerandi lát á svalanum sem hefur plagað okkur um sinn, en hugsanlega breytir hann um bragðtegund. Við skulum líta á háloftastöðuna í kringum okkur eins og henni er spáð um hádegi á miðvikudag (1. júní).
Svörtu, heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (dam = 10 metrar), en rauðu strikalínurnar þykktina á milli 500 og 1000 hPa - en hún er mál á meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem þykktin er, þú hlýrra er loftið. Ísland verður á morgun á milli 5280 metra og 5340 metra jafnþykktarlínanna, það er í slakara lagi á þessum tíma árs - enda er frekar kalt. Sólin er þó öflug þar sem veður er bjart og vindur stendur ekki beint af hafi. Þar er bærilegasta sumarveður í góðu skjóli í görðum eða sunnan undir vegg.
Ég hef bætt örvum og fleiru inn á kortið. L-in tákna að venju háloftalægðir. Mjög kröpp háloftalægð er við suðurströnd Frakklands. Þar um kring eru veðurfræðingar á tánum. Litla lægðin við Ísland fer mjög hratt til norðausturs og er úr sögunni. Kyrrstæð lægð er við strönd Grænlands, grynnist en fer lítið fyrr en á fimmtudag eða föstudag. Suðvestur úr henni er mjög kalt lægðardrag, þykktin þar er í kringum 5250 metra þar sem hún er minnst, það svæði er merkt með bláum bletti á kortinu.
Lægðardragið fer hér hjá á föstudag (bláa örin), ekki er víst að úrkoma fylgi, vegna þess að þegar það fer hjá snýst vindur snögglega til vesturs - beint frá Grænlandi. Niðurstreymi austan Grænlands bælir uppstreymi og skúramyndun. En kuldinn nægir alveg í snjó á hálendinu og niður í fjallahlíðar - ef úrkoma nær sér á strik.
Suðvesturendi lægðardragsins er suðaustur af Nýfundnalandi, merktur sem B á myndinni. Hann virðist njóta þess frjálsræðis að þurfa ekki að fara til Íslands en fer þess í stað til suðausturs eins og brúnleita örin sýnir. Úr því mun verða dálítil háloftalægð sem ryður á undan sér mjög hlýu lofti til norðurs (rauðlitaði bletturinn). Þetta hlýja loft fer með þykktina sunnan Grænlands upp fyrir 5580 metra - það er alvöru hitabylgjuhiti.
Þetta hlýja innskot veldur því að heimskautaröstin breytir verulega um stað og stefnu frá því sem verið hefur. Hvað skyldi það tákna? Við upplýsumst vonandi um það síðar, en rétt að taka fram að ekki er sérstök ástæða til bjartsýni hvað hita varðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 888
- Frá upphafi: 2461206
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 772
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Trausti. Það er víðar svalt en á Fróni:
Coldest May on record for Darvin.
Melbourne shivered through the coldest May days in 41 years
Ágúst H Bjarnason, 1.6.2011 kl. 06:59
Það er ekkert svalt á Fróni núna!
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2011 kl. 11:43
Alltaf jafn fróðlegt að lesa bloggin þín. Takk fyrir.
Kveðja Sigurður
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.