Enn um svalann (og enn hann endist)

Ekki er ađ sjá afgerandi lát á svalanum sem hefur plagađ okkur um sinn, en hugsanlega breytir hann um bragđtegund. Viđ skulum líta á háloftastöđuna í kringum okkur eins og henni er spáđ um hádegi á miđvikudag (1. júní).

w-blogg010611

Svörtu, heildregnu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum (dam = 10 metrar), en rauđu strikalínurnar ţykktina á milli 500 og 1000 hPa - en hún er mál á međalhita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví meiri sem ţykktin er, ţú hlýrra er loftiđ. Ísland verđur á morgun á milli 5280 metra og 5340 metra jafnţykktarlínanna, ţađ er í slakara lagi á ţessum tíma árs - enda er frekar kalt. Sólin er ţó öflug ţar sem veđur er bjart og vindur stendur ekki beint af hafi. Ţar er bćrilegasta sumarveđur í góđu skjóli í görđum eđa sunnan undir vegg.

Ég hef bćtt örvum og fleiru inn á kortiđ. L-in tákna ađ venju háloftalćgđir. Mjög kröpp háloftalćgđ er viđ suđurströnd Frakklands. Ţar um kring eru veđurfrćđingar á tánum. Litla lćgđin viđ Ísland fer mjög hratt til norđausturs og er úr sögunni. Kyrrstćđ lćgđ er viđ strönd Grćnlands, grynnist en fer lítiđ fyrr en á fimmtudag eđa föstudag. Suđvestur úr henni er mjög kalt lćgđardrag, ţykktin ţar er í kringum 5250 metra ţar sem hún er minnst, ţađ svćđi er merkt međ bláum bletti á kortinu.

Lćgđardragiđ fer hér hjá á föstudag (bláa örin), ekki er víst ađ úrkoma fylgi, vegna ţess ađ ţegar ţađ fer hjá snýst vindur snögglega til vesturs - beint frá Grćnlandi. Niđurstreymi austan Grćnlands bćlir uppstreymi og skúramyndun. En kuldinn nćgir alveg í snjó á hálendinu og niđur í fjallahlíđar - ef úrkoma nćr sér á strik.

Suđvesturendi lćgđardragsins er suđaustur af Nýfundnalandi, merktur sem B á myndinni. Hann virđist njóta ţess frjálsrćđis ađ ţurfa ekki ađ fara til Íslands en fer ţess í stađ til suđausturs eins og brúnleita örin sýnir. Úr ţví mun verđa dálítil háloftalćgđ sem ryđur á undan sér mjög hlýu lofti til norđurs (rauđlitađi bletturinn). Ţetta hlýja loft fer međ ţykktina sunnan Grćnlands upp fyrir 5580 metra - ţađ er alvöru hitabylgjuhiti.

Ţetta hlýja innskot veldur ţví ađ heimskautaröstin breytir verulega um stađ og stefnu frá ţví sem veriđ hefur. Hvađ skyldi ţađ tákna? Viđ upplýsumst vonandi um ţađ síđar, en rétt ađ taka fram ađ ekki er sérstök ástćđa til bjartsýni hvađ hita varđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ er ekkert svalt á Fróni núna!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.6.2011 kl. 11:43

3 identicon

Alltaf jafn fróđlegt ađ lesa bloggin ţín. Takk fyrir.

Kveđja Sigurđur

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráđ) 1.6.2011 kl. 16:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 839
  • Sl. sólarhring: 895
  • Sl. viku: 2634
  • Frá upphafi: 2413654

Annađ

  • Innlit í dag: 786
  • Innlit sl. viku: 2386
  • Gestir í dag: 763
  • IP-tölur í dag: 746

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband