24.5.2011 | 00:50
Óþverraveður í dag (23. maí)
Óþverraveður var á landinu í dag, hvöss norðanátt með slyddu og snjókomu á Norður- og Austurlandi og öskubyl um hluta Suðausturlands. Einnig var leiðindaveður á Vesturlandi. Um miðnæturbil mátti sjá óvenjulegt samspil ljóss og skuggalegra skýja á himni yfir höfuðborginni. Mikið kóf var norðurundan og erfitt að greina hvað af því voru éljadrög og hvað aska.
Hríðarkast af þessu afli er auðvitað ekki algengt seint í maí, þótt ekki þurfi að leita mörg ár aftur í tímann til að finna ámóta. Ég veit að algengustu köstin á þessum tíma koma þegar snörp lægðardrög koma suðaustur yfir Grænland en aðstæður eins og þær sem við nú búum við eru sjaldséðari. Meir um þær hér að neðan.
Hvað sem má um hríðarveðrið segja er öskubylurinn á Suðausturlandi mun óvenjulegri. Hvassviðri eru samt ekki óalgeng þar um slóðir í maí - við skyndileit fann ég strax fáein dæmi. Á Kirkjubæjarklaustri var langoftast allgott skyggni í þessum veðrum og úrkoma engin. Í örfáum tilvikum var getið um sandfok og að skyggni væri lítillega takmarkað af þeim sökum - en ekkert á við ástandið í dag - mjög langt frá því.
En lítum í fljótheitum á stöðuna - fyrst á gervihnattamynd af vef Veðurstofunnar (seviri 23.5. 2011 kl. 23).
Hér má sjá þrjár lægðir. Sú sem er milli Skotlands og Noregs olli ofsaveðri á þeim slóðum í dag, tugþúsundir heimila á Skotlandi urðu rafmagnslaus um hríð og tré brotnuðu og þök tók af húsum. Önnur lægð er í uppsiglingu langt suðvestur í hafi. Hún á einnig að fara í austur. Þótt hún líti mjög efnilega út er hún tengd þungskreiðri bylgju í háloftunum og fer með henni til Bretlandseyja. Vel má vera að mikið rigni þar úr henni og síðar einnig víðar í Evrópu.
Lægðin okkar í dag er fyrir austan land og hreyfist nú til suðurs. Hún er nú vonandi að komast framhjá landinu - alla vega stígur nú loftvog austanlands eftir að hafa fallið talsvert í dag. Til morguns sameinast hún Skotlandslægðinni - eða þær fara að ganga í kringum hvor aðra jafnframt því sem allt kerfið fer til norðausturs. Hér lægir því mikið til morguns - misjafnt þó hvenær veðrið gengur niður.
En við skulum líka líta á þykktarkort okkur til gamans. Það er fengið af brunni Veðurstofunnar og gildir kl. 9 að morgni þriðjudagsins 24. maí.
Heildregnu línurnar tákna þykktina í dekametrum. Þykktin er mælikvarði á meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs og er því meiri eftir því sem hlýrra er. Litafletirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum en hann er nærri 1300 metra hæð yfir sjó. Bæði þykkt og hiti í 850 eru óvenjulág. Hringrás lægðarinnar austan við land (og fleira) hefur þó náð í lítillega hlýrra loft. Hæsta gildi yfir landinu er 5320 metrar, en vestan við land er um 10 stigum kaldara loft, innsta jafnþykktarlínan er 5220 metrar.
Sjórinn hitar kalda loftið baki brotnu en jafnframt hreyfist það til norðausturs og mun hér lítið hlýna fyrr en það er komið norðaustur fyrir land á fimmtudag. Dagurinn á morgun mun þó njóta þess að vind lægir og sólin fær að hita landið þannig að mun hlýrra verður vonandi yfir miðjan daginn heldur en var í dag. Miðja kuldapollsins fer yfir landið á aðfaranótt miðvikudags, þá um morguninn gera sumar spár nú ráð fyrir úrkomu syðst á landinu - rigningu, slyddu eða snjó - allt eftir því hversu úrkoman verður mikil, hvað klukkan er og hvort vindur stendur af sjó eða landi meðan á henni stendur.
Lítum líka á spákort fyrir morgundaginn sem nær yfir miklu stærra svæði. Þetta kort er fengið frá evrópsku reiknimiðstöðinni sem hungurdiskar vitna oft til og sýnir hæð 500 hPa-flatarins á stóru svæði á norðurhveli. Ekki má rugla saman þykktinni og hæð 500 hPa flatarins, oftast er misgengi á milli legu þykktar- og hæðarflata, þótt þeir fylgist þó að í stórum dráttum.
Rauða línan sýnir 5460 metra jafnhæðarlínuna - við viljum helst vera sunnan hennar á þessum árstíma, aðrar jafnhæðarlínur eru teiknaðar með bláum lit (nema 5820 metra línan alveg syðst á kortinu). Hér sjáum við háloftalægðina austan við land. Einnig má sjá lægðina suður í hafi og minnst var á áðan. Hún hefur nær lokað sig af frá kerfunum norðar, en hún ýtir hæðarhrygg upp á undan sér rétt eins og jarðýta sem náð hefur góðu taki á jarðveginum (og færir sjálfa sig nærri á kaf í leiðinni). Hæðarhryggurinn er merktur með grænu. Hann bælir vonandi úrkomu þar sem hann fer hratt yfir og rauða línan nálgast tímabundið.
Við sáum á svona korti fyrir nokkrum dögum að mikil hæð yfir N-Íshafinu vestanverðu þrýstir kalda loftinu langt suður á bóginn við N-Atlantshaf og gerir það enn. Meðan þetta ástand varir verður erfitt að koma hlýjum hæðum til Íslands. Upprennandi hæðarhryggir sem jarðýtur úr vestri skafa upp ná ekki að kljúfa kalda loftið sem nú afmarkast af svæðinu innan rauðu, breiðu línunnar. Síðar í vikunni eiga lægðardrög úr vestri að koma línunni til Íslands, en aðeins andartak - og varla.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 877
- Sl. sólarhring: 917
- Sl. viku: 2672
- Frá upphafi: 2413692
Annað
- Innlit í dag: 820
- Innlit sl. viku: 2420
- Gestir í dag: 797
- IP-tölur í dag: 778
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.