23.5.2011 | 00:02
Mjög almenn orð um gosmekki
Já, gosið veldur áfram smáhiksta á bloggsíðu hungurdiska. Koma verður að fáeinum hugleiðingum tengdum útbreiðslu gosefna. Stjörnufræðivefurinn er með fróðleik um gosmekki sem áhugasamir ættu að endilega lesa. Síðan bendi ég á pistil sem ritaður var í fyrra á vef Veðurstofunnar um lóðrétta útbreiðslu ösku. Hann var reyndar skrifaður með Eyjafjallajökulsgosið í huga og það var ekki eins öflugt og Grímsvatnagosið nú. En þar má samt finna almennan fróðleik sem ætti að gagnast einhverjum ef gosið stendur í nokkra daga og minnkar jafnframt.
En hér er mynd sem á við öflugan gosmökk eins og þann sem braust upp í heiðhvolfið á fyrsta degi Grímsvatnagossins.
Á myndinni er gosmökkur sem þarf að brjótast upp í gegnum tvær hindranir. Annar vegar hitahvörf sem oftast má finna við efra borð jaðarlagsins svokallaða, upphaf Grímsvatnagossins tók varla eftir þeim. Veðrahvörfin eru hins vegar erfiðari biti. Rauða, mjóa línan á myndinni á að tákna hvernig hiti breytist með hæð. Hafið þó í huga að enginn kvarði á við línuna, heldur eru með henni einungis afmörkuð svæði þar sem hiti ýmist fellur (línan hallast til vinstri), stígur (línan hallast til hægri) eða helst óbreyttur (línan lóðrétt).´
Í jaðarlaginu fellur hiti venjulega um 0,5 til 1,0 stig á hverja 100 metra hækkun, þar ofan á koma hitahvörf - hiti stígur lítillega með hæð. Þar ofan við fellur hiti aftur um 0,5 til 0,8 stig á 100 metra hækkun. Ofan veðrahvarfa fellur hiti ekki neitt og þau leggjast með ofurþunga á uppstreymi. Við getum fjallað betur um eðli veðrahvarfanna síðar, en auðvelt er að hugsa sér þau sem einskonar gúmmímottu sem liggur yfir veðrahvolfinu. Sprengingarnar stóru í gosinu eru eins og hnefi sem rekinn er upp undir mottuna, krafturinn í hnefanum lyftir henni upp, en þar sem hún er úr gúmmíi er alveg sama hversu mikið hún er lamin, hún leggst jafnharðan í fyrri stöðu. Þegar sprengingar minnka, ná þær ekki lengur að hreyfa við veðrahvörfunum.
Gjarnan er sagt að öflugt uppstreymi yfirskjóti þegar það fer lengra heldur en eðlileg jafnvægistaða þess er.
Á fyrstu myndum af gosinu (kvöldið 21. maí) mátti vel sjá loft ryðjast að veðrahvörfunum og stór hringur myndaðist neðan við þau - því var líkt við sveppský kjarnorkusprengingar. Mikið af gosefnum sem kemst upp að veðrahvörfunum fer því ekki upp í heiðhvolfið heldur ryðst það til hliðanna. Á neðra borði skýsins má þá sjá júgurmyndanir, rétt eins og í miklum þrumuveðrum eða í stórum eldsvoðum þar sem þak hindrar uppstreymi reyks og hann leitar til hliðar frá eldstólpanum.
Séu lægri hitahvörfin öflug geta júgurský einnig myndast þar. Í dag (22. maí) hittist þannig á að megnið af veðrahvolfinu var tiltölulega stöðugt og aska hefur því breiðst út á mjög flókinn hátt. Ekki er viðlit að gera grein fyrir því hér.
Í kringum gosmekki myndast oft mjög mjúk ský, jafnvel linsur sem skera sig í útliti mjög frá ólgunni í gosmekkinum sjálfum.
Ég bendi aftur á fróðleikspistil fyrra árs um lóðrétta útbreiðslu gosefna. Meiri fróðleik um gosmekki má þar einnig finna sé vel leitað.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 949
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 3339
- Frá upphafi: 2426371
Annað
- Innlit í dag: 845
- Innlit sl. viku: 3001
- Gestir í dag: 825
- IP-tölur í dag: 760
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já það má með sanni segja að þetta séu mjög almenn orð um "gosmekki", svo almenn að þau segja ekki neitt.
Mér sýnsit þú vera að dylgja eitthvað um þá sem eru að blogga um útbreiðslu gosefna (kannski Ómar) og teljir þá ekki hafa mikið vit á hlutunum.
Hvernig væri þá að þið sérfræðingarnir, það er jú veðurstofa í London sem stendur fyrir lokun flugvalla um alla Evrópu í fyrra og hér heima núna, upplýsið okkur leikmennina betur.
Geturðu t.d. útskýrt fyrir mér af hverju Keflavíkurvöllur var lokaður í gærmorgun (og í allan gærdag) í heiðskýru veðri og öskuskýin um morgun ekki komin lengra vestur en til Hvolsvallar?
Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 09:54
Þakka þér fyrir Torfi. Bloggsíðan hungurdiskar spáir ekki öskudreifingu úr einstökum gosum enda hefur sá sem skrifar hvorki aðstöðu, tæki né kunnáttu til að gera slíkar spár. Pistilinn að ofan á ekki að skoða sem skot á einn eða neinn, hvorki einstakar persónur né eldgosamiðstöðina í London og inniheldur því síður dylgjur. Ég hef hins vegar mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig fluglokanir hafa verið framkvæmdar, bæði nú og í fyrra, en tilgangslítið eða tilgangslaust er að ræða þær skoðanir hér - enda eru þær svo almenns eðlis að flestir myndu telja þær merkingarlausar.
Trausti Jónsson, 23.5.2011 kl. 11:31
Láttu ekki svona Trausti. Þú getur vel tjáð þig um þetta án þess að það verði almennt.
Ertu kannski hræddur við að vera gerður ábyrgur ef miður fer - rétt eins og skræfurnar í flugmálastjórn?
Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 15:38
Sælir.
Ég get ekki með nokkru móti komið auga á dylgjur eða skot á nokkurn mann í þessum fróðleiksmolum Trausta. Þetta útskýrir þessa lögun gosmökks í mismunandi hæðum á skýran hátt. Hafðu þökk fyrir Trausi.
Kveðjur bestar
Halldór
Halldór Heiðar Agnarsson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 19:06
Sæll Trausti. Takk fyrir þetta, mjög upplýsandi. Undarlegt að sjá samsæriskenningar hér. Ég sé þær ekki, aðeins fróleiksmola.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 20:18
Ég hef verið að horfa á myndir af gosmekkinum undrast þessar furðulegu myndanir á súlunni og bera þær saman við mökk kjarnorkusprengju. Að fá þessar útskíringar akkúrat núna er ákaflega ánægjulegt . Kærar þakkir.
Torfi það er mjög vanhugsað að hreyta ónotum í Trausta. Veðurstofan ræður ekki flugi þegar öskugos er í gangi. Það er Evrópu nefnt í samráði við vísindaskrifstofu í London . Ef þú skilur þetta ekki þá ert þú eitthvað takmarkaður
Snorri Hansson, 24.5.2011 kl. 01:32
Ég held nú að Trausti sé alveg maður til að svara mér sjálfur - og þurfi engan liðstyrk til þess (sérstaklega ekki frá liðleskjum eins og ykkur).
Það sem ég er að kvarta yfir er þögn hans um þessi mál. Það eru ekki allir vísindamenn eins þögulir, ekki einu sinni eldfjallafræðingarnir. Haraldur Sigurðsson gagnrýnir flugmálayfirvöld mjög - og eins gerir Dr. Jónas Elíasson verkfræðiprófessor í Fréttablaðinu í dag.
Jónas kvartar mjög yfir því að ekki séu notuð þau mælitæki sem þó eru til í landinu (rétt eins og Ómar Ragnars hefur gert). Þegar vellinum var lokað á sunnudagsmorgun mældist nær engin aska (11 míkrógrömm þegar leyfileg mörk eru 2000 mg!!!).
Svo er auðvitað nokkuð sérstakt að flugyfirvöld hafa síðan gjörbreytt um stefnu og leyfa flug þegar miklu meiri aska var í lofti.
Hér eru greinilega geðþóttaákvarðanir á ferð en ekki vísindi - nokkuð sem mér finnst að vísindamenn eigi að gagnrýna, Trausti þar með talinn!
Ég held að hann sé sammála þessari gagnrýni en þori ekki að koma fram með hana. Veðurstofan er jú þekkt fyrir það að losa sig við fólk sem yfirmönnum hennar hugnast ekki.
Torfi Kristján Stefánsson, 24.5.2011 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.