9.5.2011 | 00:52
Hver var þykktin?
Í dag (sunnudaginn 8. maí) var veður með besta móti hér suðvestanlands, hiti komst í 16,4 stig í Reykjavík, 16,7 stig á sjálfvirku stöðinni á sama túni. Þar er einnig önnur sjálfvirk stöð og á henni fór hitinn í 16,1 stig. Meðaltal þessara þriggja talna er 16,4 stig. Hámarkið á flugvellinum var 16,3 stig, 17,1 stig við Korpúlfsstaði og 17,5 á Hólmsheiði ofan við bæinn. Örugglega hefur mátt finna bæði hlýrri og kaldari staði en þetta á svæðinu.
Hér á hungurdiskum er mikið fjallað um þykktina milli 500 hPa og 1000 hPa-flatanna en hún er því meiri eftir því sem loft er hlýrra. Meðalþykkt í maí hér á landi er 5350 metrar. Gróflega má segja að hiti aukist um 1 stig fyrir hverja tuttugu metra í þykkt. Meðalhiti í Reykjavík er rúm sex stig í maí.
Þykktin yfir Keflavíkurflugvelli var 5423 metrar á hádegi, en hún var komin upp í 5490 metra á miðnætti (aðfaranótt 9. maí), 140 metrum - eða 7 stigum ofan meðalhita sólarhringsins samkvæmt þeirri subbulegu reiknireglu sem hér var kastað fram.
En málið er auðvitað ekki svona einfalt. Oft er lítið samræmi milli hita nærri jörðu og hita í háloftunum. Langoftast má finna að minnsta kosti ein hitahvörf á bilinu frá jörð og upp í 5 km hæð. Loft neðan hitahvarfa fréttir oftast lítið af hitabylgjum ofar. Svo var málum háttað í dag um landið norðaustanvert. Sama hlýja loftið var þar yfir og yfir Suðvesturlandi. Vindur stóð af vorköldum sjónum útifyrir landinu. Á síðarnefnda landsvæðinu blés vindur hins vegar af landi þannig að kalt sjávarloftið náði ekki að leggjast inn á landið.
Sums staðar á Austfjörðum voru stórar og skemmtilegar hitasveiflur í dag eftir því hvort opið eða lokað var fyrir fréttasamband milli jarðar og hlýja loftsins ofan við. Þannig var það t.d. á Kambanesi. Hámark dagsins var þar 11,6 stig, en hitinn lengst af mun lægri. Ekki þurfti miklar sveiflur í vindátt og styrk til að sjá um þetta.
Þannig er þetta líka í hlýrri suðvestanátt - með öfugum formerkjum. Sunnlendingar sitja þá í þungbúnu sjávarloftinu en austlendingar njóta hlýja loftsins að fullu í vel blandaðri landáttinni.
Óvenjulegt er að þykktin í maí fari yfir 5530 metra og niður fyrir 5100 metra - dæmi eru þó um hvoru tveggja.
Þykktin á heldur að minnka næstu daga - ekki þó mikið til morguns.
Kortið sýnir þykktarspá sem gildir mánudaginn 9. maí kl. 18 (heildregnar línur, merktar í dekametrum). Þykkt yfir Suðvesturlandi er spáð 5430 metrum. Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum (í um 1400 metra hæð), þar er frostlaust samkvæmt spánni. Hlýja tungan sem var yfir landinu á sunnudag hefur hörfað til austurs og kemur ekki meira við sögu hér á landi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 919
- Sl. sólarhring: 943
- Sl. viku: 2714
- Frá upphafi: 2413734
Annað
- Innlit í dag: 862
- Innlit sl. viku: 2462
- Gestir í dag: 838
- IP-tölur í dag: 816
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Svo er að sjá á langtíma tölvuspám að talsvert eigi eftir að kólna á næstunni og kuldapollurinn vestan Grænlands eigi að senda afkvæmi austur yfir jökulinn og leggjast yfir okkur. Það verður fróðlegt að sjá hvort af þessu verður.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.