Enn um aprílmánuđ og háloftin (nördapistill)

Ég verđ var viđ ţađ ađ mörgum finnast ţessir háloftapistlar hungurdiska harđir undir tönn - en látum slag standa međ von um ađ ţeir ţrautseigari í hópi lesenda átti sig. Hina biđ ég forláts - ég veit ađ ţetta er á jađri ţess bođlega.

Í pistli í gćr var fjallađ um háloftaástandiđ í ţeim aprílmánuđi sem nú er ađ líđa og hversu mjög ţađ víkur frá ţví sem venjulegt er. Til ađ upplýsa ţađ ađeins betur birtast hér tvćr myndir.

w-c20v2-trvk-h500

Hér má sjá međalhćđ 500 hPa-flatarins yfir Íslandi í apríl á láréttum ás, en međalhita aprílmánađar í Reykjavík á ţeim lóđrétta. Háloftatölurnar eru fengnar úr merkri háloftaendurgreiningu bandarískri sem nćr nú aftur til 1871. Fyrir 1947 er ekki hćgt ađ bera hćđartölur úr greiningunni saman viđ háloftaathuganir en eftir ţađ er greiningin góđ. Eldri gögn sýnast líkja furđuvel eftir veđurathugunum viđ sjávarmál. Gćđin versna ţó eftir ţví sem aftar dregur og verđur ađ hafa ţađ í huga ţegar horft er á gögnin.

Ţrátt fyrir ađ punktarnir á myndinni hér ađ ofan séu dreifđir um stórt svćđi er ţó greinileg fylgni milli hćđarinnar (lárétti ásinn) og hitans í Reykjavík. Hlýju mánuđirnir eru t.d. allir ofarlega til hćgri. Köldu punktarnir eru óţćgari, langverstur ţó apríl 1876 - kaldasti apríl í Reykjavík, međalhiti var -1,9 stig, hefđi átt ađ vera +3,5 miđađ viđ ágiskađa hćđ 500 hPa-flatarins í ţessum mánuđi. Ekki gott samrćmi ţađ.

Meginvillan í greiningunni á 19. öld virđist vera sú ađ giskađ er á of háan 500 hPa-flöt og raunveruleg hćđ í ţessum ákveđna mánuđi hefur vćntanlega veriđ nokkru lćgri - punkturinn ţví lengra til vinstri á myndinni. Reiknađur fylgnistuđull er 0,39, ef 19. öldinni er sleppt alveg hćkkar fylgnistuđullinn i 0,50 - umtalsverđ bót.

Ég hef einnig giskađ á stöđu núverandi aprílmánađar - hann virđist ćtla ađ vera nćrri 2 stigum hlýrri heldur en 500 hPa hćđin giskar á.

w-c20v2-trvk-delta

Á hinni myndinni hefur hćđinni veriđ skipt út fyrir ţykkt. Viđ sjáum ađ samband ţykktarinnar og hitans er miklu betra heldur en samband hćđar og hita, fylgnistuđullinn er kominn upp í 0,83. Sýnir ţađ vel hversu góđ endurgreiningin er - ţví hitinn í Reykjavík er ekkert notađur í greiningunni. Apríl 1876 er enn nokkuđ einmana neđst en lítiđ ţyrfti ađ fćra punktinn til vinstri til ţess ađ hann komist inn í ađalsveiminn kringum línuna. Viđ sjáum ađ hitinn hćkkar um 0,4 stig fyrir hvern dekametra í ţykkt í mánađarmeđaltalinu.

Ég hef sett bókstafinn X ţar nćrri sem apríl í ár virđist ćtla ađ lenda. Hann er ofan viđ fylgnilínuna, talsvert hlýrri en hann „ćtti“ ađ vera, en ekkert út úr myndinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 917
  • Sl. sólarhring: 1113
  • Sl. viku: 3307
  • Frá upphafi: 2426339

Annađ

  • Innlit í dag: 817
  • Innlit sl. viku: 2973
  • Gestir í dag: 799
  • IP-tölur í dag: 735

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband