Veđur í apríl - vont eđa gott?

Ég get auđvitađ ekki svarađ spurningunni í fyrirsögninni. Sérstaklega af ţví ađ mánuđurinn er ekki búinn. Ljóst er ţó ađ hitinn er í góđu lagi, en hvađ međ annađ?

Eitt af ţví sem vekur athygli ţegar litiđ er yfir veđurlag í apríl fram til ţessa er hinn lági loftţrýstingur. Viđ liggur ađ met verđi slegiđ - kannski verđur ţađ ţannig? Lítum til gamans á stöđuna í veđrahvolfinu miđju - í 500 hPa-fletinum í rúmlega 5 kílómetra hćđ frá sjávarmáli.

w-h5000411-0123

Myndin er fengin af teiknisíđum bandarísku veđurstofunnar og sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins fyrstu 23 daga aprílmánađar í ár (heildregnar línur - metrar). Međalhćđin yfir landinu er 5220 metrar. Ţetta er ekki alveg met - en samt 130 metrum undir međallagi á ţessum árstíma. Ţetta er svipuđ hćđ og finna má í nokkrum alţekktum skítaaprílmánuđum, 1949 og 1990 kannski ţeirra ţekktastir fyrir hríđarbylji og vetrarveđráttu, en líka 1943, 1947 og 2006. Viđ finnum međalhćđina sem á ađ vera, 5350 metra, fyrir suđaustan land.

En lítum á međalkortiđ líka.

w-h500-04-0123-m

Viđ sjáum strax ađ ţađ er allt öđru vísi, jafnhćđarlínurnar ekki líkt ţví eins ţéttar og hćđin 5220 metrar er sú sem ađ međaltali er yfir Norđur-Grćnlandi. Viđ getum ímyndađ okkur ađ viđ drögum ţá línu til suđausturs eins og bláa örin sýnir, 5340 línan hörfar undan - en ekki lengra heldur en ađ stjörnunni á fyrri mynd. Viđ ţessa ágengni 5220-línunnar og andstöđu 5340-línunnar herđir á brattanum og vindáttin snýst ađeins til suđlćgari stefnu. Beriđ saman stefnu og lengd rauđu örvanna á myndunum báđum.

Ţegar fariđ er í saumana á styrk og stefnu vindsins og hvort tveggja boriđ saman viđ fortíđina kemur í ljós ađ svona mikil sunnanátt hefur ađeins sárasjaldan orđiđ í apríl áđur. Ţar eru fremstir aprílmánuđirnir hlýju 1974 og 2003. Í apríl 1974 var međalhćđ 500 hPa-flatarins var uppi í hćstum hćđum, 5470 metrar og litlu lćgri 2003. Ţá mátti segja ađ 5460-línan sem er viđ Skotland á međaltalskortinu hafi ţrengt sér til Íslands, ţrengt ađ kuldanum og úr orđiđ óvenjuleg sunnanátt. Nú ţrengir kuldinn sér til austurs og býr til óvenjulega sunnanátt.

Ţađ er ţessi óvenjulega sunnanátt sem haldiđ hefur hitanum uppi ţrátt fyrir ágengan kuldann í vestri. Kuldinn hefur veriđ mun ágengari allra vestast á landinu heldur en eystra.

En mánuđurinn er ekki búinn og ekki verđur hćgt ađ gera hann upp fyrr en eftir nćstu helgi. Ţá kemur í ljós í hvađa sćti međalhitinn lendir, sunnanáttin hefur valdiđ óvenjumikilli úrkomu syđra og loftţrýstingur er eins og áđur sagđi nćrri lágmarki allra tíma.

En ég vona ađ ţađ sem sagt er hér ađ ofan varpi einhverju ljósi á hiđ tvískipta eđli aprílmánađar 2011.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.wetterzentrale.de/pics/avnpanel1.html           Ekki veit ég hvađa spár er mest ađ marka, en svo er ađ sjá á ţessari ađ um og upp úr helgi breytist stađa hlýrri loftmassa hér á norđanverđu Atlantshafi. En ţá er ađ sjá ađ gamalkynnug hćđ fari ađ taka sér stöđu yfir Grćnlandi og ţá fara norđan og norđaustan vindáttir ađ verđa meira ríkjandi ef ađ líkum lćtur.

Ţorkell Guđbrands (IP-tala skráđ) 26.4.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţessar spár eru yfirleitt góđar - en nýjar útgáfur - einatt breyttar - berast fjórum sinnum á dag.  

Trausti Jónsson, 27.4.2011 kl. 00:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 260
 • Sl. sólarhring: 481
 • Sl. viku: 3163
 • Frá upphafi: 1954503

Annađ

 • Innlit í dag: 247
 • Innlit sl. viku: 2811
 • Gestir í dag: 241
 • IP-tölur í dag: 238

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband