Dægursveifla hita og vinds í apríl

Sól hækkar nú hratt á lofti og vorið nálgast. Þá stækkar dægursveifla hita og vindhraða. Á björtum dögum fer hafgolan að láta á sér kræla og sést á meðaltölum sé eftir henni leitað. En lítum á stöðuna í Reykjavík.

w-dsveifla-april-rvk-togf

Vinstri kvarðinn og bláa línan eiga við hitann. Næturlágmark hans er rétt um klukkan 6, en hámarkið er klukkan 16. Á myndinni má taka eftir því að í byrjun sólarhringsins er meðalhitinn um 2,5 stig, en um 2.8 stig þegar hann endar. Þetta er hlýnunin frá fyrsta degi mánaðarins til þess síðasta, jöfnuð út. 

Hægri kvarði og rauð lína eiga við vindhraðann. Dægursveifla hans fylgir hitasveiflunni furðuvel. Við tökum eftir því að vindhraðaferillinn er ekki alveg jafn fágaður og hitaferillinn. Sennilega er árafjöldinn ekki alveg nægilegur til að negla dægursveiflu hans jafn vel niður og sveiflu hitans.

Við skulum líka líta á meðaltal hitans á léttskýjuðum og alskýjuðum dögum.

w-dsveifla-rvk-april-t-n1-n8

Blái ferillinn sýnir hitasveiflu í apríl í Reykjavík í léttskýjuðu veðri. Þá er að meðaltali frost á nóttum, mest um kl. 5. Svo má hitinn heita jafnhár frá kl. 14 til kl. 17, um 3 stig. Dægursveiflan er rúm 5,5 stig. Mjög lítill munur er á hita í upphafi og við enda sólarhringsins. Trúlega er það vegna þess að norðanátt er ríkjandi þegar bjart veður er í Reykjavík, þá er mikið aðstreymi af köldu lofti og sólin hefur ekki í við það.

Mun hlýrra er í alskýjuðu veðri (þá er oftast suðlæg átt), en dægursveiflan ekki nema um 2 stig. Sami hiti er mestalla nóttina. Hér munar hátt í einu stigi á hita í upphafi og enda alskýjaðs sólarhrings. Sunnanáttin ber með sér hlýtt loft og varmatap vegna útgeislunar er lítið.

Nærri þremur stigum munar á meðalhámarkshita í léttskýjuðu og alskýjuðu veðri í apríl. Athuga ber að þetta segir svosem lítið um einstaka daga - þeir geta verið alla vega.

Þótt hitagildin hnikist lítillega til eftir tímabilum er mesta furða hvað lögun og spönn dægursveiflu hans verða stöðugar ef meir en 5 ár eru að baki meðaltalsins. Þá staðreynd nota menn sér þegar reikna á meðalhita mánaða á stöðvum sem aðeins athuga að deginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 877
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 2413764

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband