17.4.2011 | 01:27
Mest snjódýpt á veðurstöðvum í apríl (nefnd með hálfum huga)
Í viðhenginu er tvískiptur listi yfir mestu snjódýpt á veðurstöðvum í aprílmánuði. Annars vegar frá og með 1961 til 2010 en hinsvegar fyrir 1960. Listinn er birtur hér með hálfum huga vegna galla sem í honum eru. Ég vona þó að ekki sé mikið af röngum tölum - vonandi engar - líklega fáeinar.
Vandamálið er fremur það að snjódýptarmælingar eru erfiðar - ekki síst í mánuði þar sem fyrningar frá því um háveturinn liggja misdreifðar um grundir á stöðvunum. Af sögulegum ástæðum sem ekki verða tíundaðar hér eru tölur frá því fyrir 1965 nokkuð gisnar þar sem snjódýptargögn frá tímabilinu 1957 til 1964 eru aðeins að litlu leyti komnar inn í gagnagrunninn. Vonandi verður bætt úr því á næstu árum.
En með þessa miklu fyrirvara í huga skulum við líta á tíu hæstu tölurnar. Fyrsti dálkurinn sýnir fyrsta ár viðmiðunartímabils (ekki alltaf að marka það), sá næsti síðasta ár viðmiðunartímabil (alveg að marka), síðan koma metár og metdagur í apríl, metsnjódýptin í cm og loks stöðvarnafnið:
1961 | 1993 | 1990 | 17 | 260 | Gjögur |
1971 | 2010 | 1995 | 6 | 211 | Skeiðsfoss |
1961 | 2008 | 1967 | 1 | 205 | Raufarhöfn |
1961 | 1995 | 1966 | 3 | 200 | Hornbjargsviti |
1987 | 2009 | 1994 | 9 | 190 | Kálfsárkot |
1961 | 2010 | 1990 | 1 | 188 | Æðey |
1991 | 1998 | 1995 | 6 | 188 | Hvannstóð |
1963 | 2000 | 1967 | 1 | 180 | Garður |
1998 | 2010 | 1999 | 1 | 179 | Birkihlíð í Súgandafirði |
1980 | 2010 | 1990 | 1 | 162 | Lerkihlíð |
Við sjáum að 1990 kemur fyrir þrisvar og 1967 og 1995 tvisvar, hin þrjú ártölin eru stök. Í fimm tilvikum er metið sett fyrsta dag mánaðarins, það gæti bent til þess að um fyrningar sé að ræða. Svo vel vill til að hæsta talan er frá miðjum mánuði, þeim 17. Við skulum ímynda okkur hversu miklum vandræðum snjódýpt af þessu tagi myndi valda í þeim byggðum landsins þar sem fólk þarf að ferðast til og frá vinnu á farartækjum eins og bílum. Nokkrar borgir á norðuslóðum hafa þó aðlagað sig að ástandi af þessu tagi með góðum árangri.
Sé listanum í viðhenginu raðað eftir árum kemur í ljós að fjöldi meta er mestur 1990, en 1989 fylgir fast á eftir og þarnæst 1995 og 1999. Allt saman eru kunnir snjóavetur, þeir þrír fyrstnefndu um mestallt land, auk þess sem aprílmánuðir áranna 1989 og 1990 voru óvenju óhagstæðir á margvíslegan hátt. Það má rifja upp að veðurfræðingar (og fleiri háskólamenn) voru í verkfalli allan apríl 1989 - ekki er því þó haldið fram hér að veðurlag hafi úr lagi gengið þess vegna.
Af eldri mánuðum má auk 1967 nefna 1966, 1973 og 1983, allt miklir snjóavetur. Veturinn 1965 til 1966 var þó öðru vísi en hinir að því leyti að óvenjulegt snjóleysi (og þurrkar) voru þá suðvestanlands, en óvenju snjóþyngsli nyrðra.
Af eldri mánuðum er lítið að frétta - en þó má nefna apríl 1936. Þeim vetri var svipað varið og 1966 að því leyti hve snjóalögum var misskipt eftir landshlutum. Þá var snjódýpt á Grímsstöðum á Fjöllum talin 150 cm þann 3.
En áhugasamir líti á viðhengið - með öllum þeim fyrirvörum sem tíundaðir voru hér að ofan.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1047
- Sl. sólarhring: 1112
- Sl. viku: 3437
- Frá upphafi: 2426469
Annað
- Innlit í dag: 934
- Innlit sl. viku: 3090
- Gestir í dag: 906
- IP-tölur í dag: 839
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.