10.4.2011 | 01:30
Snörp lægð tekur mið (og smáflækja í framhaldinu)
Þegar þetta er skrifað (að kvöldi 9. apríl 2011) er kröpp lægð á leið til landsins. Hún verður gengin yfir strax síðdegis á morgun og fréttagildi þessa pistils orðið að engu. En ég nota tækifærið til að koma haldbetri boðskap til skila.
Lítum á gervihnattarmynd af skýjakerfi lægðarinnar. Þetta er innrauð mynd fengin af vef móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi - takk fyrir það Skotar. Því hvítari sem skýin eru því kaldari eru þau.
Hér má sjá skýjamynstur vaxandi lægðar, lægðarmiðjan er nærri þeim stað sem endi rauðu örvarinnar bendir. Þessi lægð er reyndar með minna móti að umfangi. Það þýðir að spár um þróun hennar og stefnu eru nokkuð óvissar. Vægustu spárnar gera ráð fyrir því að hringrás gömlu lægðarinnar á svæðinu (við stóra L-ið) éti hana upp nærri Íslandi og það verði frekar lægðardrag heldur en lægð sem hjá Vesturlandi. Aðrar spár halda lægðarhringrásinni betur og gera mikið úr vindi í kringum lægðarmiðju sem færi þá norður um Reykjanes, Faxaflóa og Snæfellsnes. Hér er ekki tekin afstaða til þess - en lesendum bent á spár Veðurstofunnar. En mikil snerpa er nú í lægðinni.
Þar sem lægðin er fremur lítil um sig er hún ekki með öll skýr einkenni hinnar fullkomnu bylgjulægðar. Hlýja færibandið greinist t.d. ekki vel frá þeim köldu og þarf nokkuð að rýna í myndina til að sjá hvað er hvað. Myndaraðir eins og birtast reglulega á vef Veðurstofunnar auðvelda þó það verk.
En í lægðinni er samt greinileg þurr rifa. Þurra rifan hefur nokkrum sinnum komið við sögu á hungurdiskum. Hún sést hvað best á þessari mynd þar sem valtað yfir kuldaskil lægðarinnar nærri lægðarmiðju. Skoðið svæðið við enda örvarinnar nákvæmlega. Þá sést þar skýlaust svæði og rétt til hægri við það er gráleit skýjaþekja. Kuldaskil lægðarinnar voru upphaflega við suðvesturjaðar þessa gráa svæðis, en þurra loft rifunnar sneiðir ofan af hlýja loftinu niður undir jörð.
Það er einkennilegt að aðkomuloft geti ruðst yfir loftið í hlýja geiranum. Það hlýtur því að vera enn hlýrra. Hvaðan kemur það? Svarið er að það kemur að ofan. Loft í miklu niðurstreymi hlýnar mjög mikið og þar með verður það líka mjög þurrt.
Ég verð að játa að ég hef sögu hugmyndarinnar um þurru rifuna ekki alveg á reiðum höndum. Grunur um hana er þó mjög gamall, að minnsta kosti um 70 ára. Á tímum gisinna háloftaathugana var þó lítið hægt að fullyrða um hana, gervihnattamyndir voru ekki heldur komnar til sögunnar.
Eins og flestum er kunnugt kepptust stórveldin um 1960 við að sprengja vetnisprengjur í andrúmsloftinu - menn eru sjálfsagt enn að deyja af þeirra völdum. Í þessum sprengjum varð til töluvert magn af þrívetni, en það er samsæta vetnis með einni róteind og tveimur nifteindum. Þrívetnissamsætan er sárasárasjaldgæf í náttúrunni. Vetnissprengjurnar dældu nýju þrívetni inn í hringrás lofts og hafs (og lífs). Í upphafi var langmest af því í heiðhvolfinu og ofar.
Þetta skapaði óvænt tækifæri til að rekja slóð þrívetnisins, fyrst milli heiðhvolfs og veðrahvolfs, úr veðrahvolfið í hafið og þaðan smám saman út í alla afkima djúphafanna. Með mælingum var hægt að meta hraða og leiðir margvíslegra náttúrulegra blöndunarferla. Þar á meðal voru loftskipti heiðhvolfs og veðrahvolfs.
Farin voru mikil og dýr mælingaflug út og suður, þar á meðal í kringum lægðir og ofan við þær. Í ljós kom að loft úr heiðhvolfinu slapp niður í veðrahvolfið að baki ört vaxandi lægða og blandaðist neðra lofti, þrívetnismælingarnar sýndu það greinilega. Um þetta voru skrifaðar margar greinar. Þar á meðal var skýrsla eftir E.F. Danielsen. Ég veit því miður ekkert um hann persónulega (Einar Friðrik?), en hann skrifaði á þessum tíma fjölmargar greinar um mælingarnar og að auki ýmsar fræðilegar pælingar í kringum þær. Ég held að hann hafi síðar lent í heiðhvolfsósoninu og öllu því.
En skýrslan sem hvergi er ínáanleg (alla vega hefur mér ekki enn tekist að hafa upp á henni) varð fræg fyrir mynd sem í henni birtist og birtist síðan ítrekað hvað eftir annað síðar. Hér er afrit af henni - reynt er að gera hana aðeins greinilegri en þá upphaflegu með því að bæta inn litum. Ég vona að höfundurinn fyrirgefi það.
Hér er gerð tilraun til að búa til þrívíða mynd. Á fletinum sem liggur á myndinni er teiknað venjulegt veðurkort. Þar sjáum við lægð (L), hæð (H), þrýstilínur í kringum þær auk hita og kuldaskila við lægðina. Rauðu örvarnar eiga að sýna loftstraum sem kemur að ofan sem einskonar strókur en breiðir síðan úr sér til allra átta eins og blævængur þegar hann nálgast jörðu. Lengst til vinstri virðist hann gripinn af hæðinni en hinn hlutinn streymir inn í lægðina (þurra rifan), nær þar sinni lægstu stöðu og fer síðan að lyftast aftur.
Raunveruleikinn er sjaldan þetta einfaldur, en þó nær þessi mynd miklu aðalatriði við lægðadýpkun. Vonandi á ég eftir að koma betur að þessu síðar, ég veit ekki enn hvort mér tekst í einföldu máli að skýra ástæður fyrirbrigðisins eða afleiðingar þess. Ætli maður lendi ekki í þessu venjulega vandamáli með eggið og hænuna. En við sjáum hvað setur - en þið vitið nú af þurru rifunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:43 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 56
- Sl. sólarhring: 467
- Sl. viku: 2378
- Frá upphafi: 2413812
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 2196
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.