17.3.2011 | 00:31
Nokkur einföld atriði um vind
Kuldapollurinn sem angrað hefur okkur undanfarna daga hefur nú haldið sér til hressingardvalar í nánd við Norður-Grænland. Við verðum samt undir áhrifum hans í nokkra daga í viðbót. Ég ætla að leyfa honum að liggja í friði í dag - þótt athyglisverð jaðarkerfi hans séu mjög freistandi til umfjöllunar. Svo er spurningin um snjókomuna næstu daga - tölvur eru ekki enn sammála um hana.
En lítum nú á nokkur einföld atriði um vind.
Vindur hefur tvær eigindir, hraða (styrk) og stefnu. Hann er því vigurstærð (vektor). Hiti er hins vegar einungis stigstærð (skalar). Hraði vinds er mældur í m/s eða einhverri jafngildri einingu. Vindáttin er alltaf sú átt sem vindurinn blæs úr, vestanátt kemur að vestan og fer austur. Áttin er mæld í gráðum á hring, frá norðri um austur til suðurs og þaðan í vestur. Austanátt hefur því stefnuna 90°, sunnanátt 180° og vestanátt 270°. Hrein norðanátt er þó 360° en ekki 0°, ástæðan er sú að gott er að eiga núllið fyrir logn.
Vindhraðabreytingar eru ýmist snöggar eða hægar og því er mikilvægt að skýrt sé yfir hvaða tíma vindurinn er mældur. Vindhviður eru snögg hámörk í vindhraða og þegar talað er um þær er yfirleitt átt við hraða sem stendur í 1 til 5 sekúndur, en það er í raun talsvert misjafnt eftir mælitækjum hversu snöggar hviður þau mæla. Það sýnir sig að þó vindhviða standi þetta stutt getur hún valdið umtalsverðu tjóni.
Alþjóðlegt samkomulag er um að vindhraði í veðurskeytum eigi við meðaltal 10 mínútna. Alloft er þó miðað við annað (t.d. er klukkustundarviðmið mjög algengt í eldri enskum ritum). Tilhneiging fjölmiðla til að hafa mestan áhuga á háum tölum ýtir undir það að meðalvindur miði við styttri tíma en 10 mínútur. Bandaríkjamenn nota eina mínútu sem viðmiðunartíma meðalvinds í fellibyljum og oft er á flugvöllum miðað við tvær mínútur.
Vitneskja um 10 mínútna meðalvindinn og mestu hviðu innan þessara sömu 10 mínútna veitir góða vitneskju um hegðan vindsins hverju sinni. Vindátt er venjulega einnig meðaltal 10 mínútna, en séu vindáttarbreytingarnar það örar og óreglulegar að marklaust sé að ræða um meðaltal má telja vindátt breytilega. Áttin er þá talin sem 99 í veðurskeytum, en það gerist nær eingöngu í litlum vindi.
Vindsveipir ýmis konar geta verið mjög snarpir, en venjulega standa þeir aðeins yfir í lítinn hluta mælitímans. Hlutfall 10-mínútna meðalvinds og mestu vindhviðu sama tímabils er kallað hviðustuðull, hann er mjög breytilegur. Venjulega er hlutfallið 1,1 til 1,4 en oft sjást hlutfallstölur stærri en 2. Sumar veðurstöðvar skera sig úr hvað þetta varðar og sömuleiðis eru hviðustuðlar oft mismunandi eftir bæði vindátt og vindhraða.
Kraftar vekja vind og verka á hann og eru þessir helstir: (i) Þyngdarkraftur, (ii) þrýstikraftur, (iii) svigkraftur jarðar, (iv) miðflóttakraftur og (v) núningskraftur (viðnámskraftur). Svigkrafturinn er ekki auðveldur viðfangs, en þó má setja fram einfaldar reglur um verkan hans þannig að flestum nýtist við túlkun venjulegra veðurkorta. Miðflóttakrafturinn er heldur ekki allur þar sem hann er séður. Þessir tveir síðarnefndu eru oft kallaðir tregkraftar eða jafnvel sýndarkraftar. Við bíðum með skýringar á því.
Eftir að mælingum á loftþrýstingi og vindi af stóru svæði hefur verið safnað saman eru þær skráðar á kort, tala er færð inn við hverja veðurstöð, en sérstakt vindtákn fyrir vindinn. Þá kemur fljótt í ljós að þrýstitölurnar dreifast kerfisbundið um kortið. Sé þrýstingur lágur á einni stöð er líklegt að hann sé líka lágur á nágrannastöðvum. Hægt er að sjá hvar á kortinu þrýstingur er t.d. í kringum 1015 hPa og er auðvelt að draga línu milli þessara staða og útkoman er einskonar hæðarlína, algengt er að línurnar séu dregnar með 5 hPa bili. Þetta þekkja allir þeir sem fylgst hafa með sjónvarpsveðurfréttum.
Línurnar eru nefndar jafnþrýstilínur eða bara þrýstilínur. Fyrsta regla í drætti þrýstilína er sú að engin lína hefur lausan enda inni á kortinu, þær ná annað hvort alveg út á jaðrana eða tengjast sjálfum sér og afmarka þar með hringlaga (eða aflöng) hálfsammiðja svæði. Ein jafnþrýstilína tengist aldrei annarri. Dældirnar í þrýstilandslaginu nefnast lægðir eða lágþrýstisvæði, en hæðirnar háþrýstisvæði eða einfaldlega hæðir. Við tölum einnig um þrýstisvið.
Séu nú litið á vindathuganirnar kemur í ljós (i) að vindurinn blæs nokkuð samhlíða þrýstilínunum og að lægri þrýstingur er til vinstri við vindstefnuna og (ii) að vindurinn er mestur þar sem línurnar eru þéttastar. (i) er kölluð lögmál Buys Ballot, sett fram 1857 og segir að snúi maður baki í vindinn sé lægri þrýstingur á vinstri hönd, en hærri á hægri hönd (þetta er öfugt á suðurhveli jarðar). Vindur snýst því andsælis kringum lægðir, en réttsælis í kringum hæðir.
Taka má eftir því að sól kemur upp í austri og sest í vestri bæði á norður- og suðurhveli. Á norðurhveli fer hún hinsvegar um suður á leið sinni til vesturs, en á suðurhveli fer hún um norður. Þetta þýðir strangt tekið að vindur blæs líka andsælis í kringum lægðir á suðurhveli - þótt þar sé þrýstingur sé lægri til hægri við vindstefnuna, eins og áður sagði.
Hin ágætu orð andsælis og réttsælis geta því verið tvíræð. Ef briddsspilarar tækju það bókstaflega að sagnir og útspil gangi réttsælis ættu þeir að snúa hringnum við þegar þeir spila á suðurhveli (í stað n-a-s-v-n kæmi n-v-s-a-n). Þetta er auðvitað ekki gert.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.