12.3.2011 | 01:29
Fáein orð um Walker-hringrásina (hringrásapistill 6)
Meginhringrás lofthjúpsins er fjölþætt. Ég fell oft í þá gryfju að nota orðið losaralega, þá bæði sem heildarnafn á öllu safni allra hringrása og einnig sem heiti á þeirri hringrás sem mismunandi sólarhæð og snúningur jarðar ræður. Til að greina þetta tvennt eitthvað að hef ég einnig notað orðalagið fyrsta hringrás um þá síðarnefndu. Hún holdgerist í veðurbeltum jarðar, Hadley-hringnum, meginvindröstunum, vestanvindabeltinu og heimskautahringnum. Þessari hringrás fylgir einnig árstíðasveiflan sem við þekkjum svo vel og stafar af möndulhalla jarðar.
Þá hringrás sem mótast af breytilegri afstöðu meginlanda og heimshafa og árstíðasveiflunnar hins vegar kýs ég að kenna við misserin en alveg eins við erlent heiti hennar, monsún. Orðið monsún var upphaflega notað um misjöfn samskipti Asíu og Indlandshafs á sumri og vetri, Indlandshaf er að mestu á suðurhveli, en Asía á norðurhveli. Á síðari árum hefur monsúnnafnið borist til annarra heimsálfa og er sérstaklega notað um veðurfar á mótum hitabeltisins og hlýtempruðu beltanna. Misserishringrásina stóru hef ég óformlega kallað aðra hringrás (en engin sérstök ástæða er fyrir lesendur að leggja þá sérvisku á minnið).
Bæði megin- og monsúnhringrásirnar fyrir löngu komist inn í allar byrjendakennslubækur í veðurfræði. Monsúninn í sinni eldri og þröngu merkingu hefur meira að segja komist í landafræðikennslubækur í unglingaskólum.
Á síðari árum hefur þriðja hringrásin bæst formlega í þennan hóp. Það er svokölluð Walker-hringrás. Hún er eins og monsúnhringurinn afleiðing af skipan meginlanda og þeirri þvingun sem hún veldur loft- og hafstraumum, en aðallega í hitabeltinu. Meginpólar hennar eru annars vegar mikið uppstreymissvæði lofts við Indónesíu og hins vegar niðurstreymi í austanverðu Kyrrahafi. Hún breytist eftir árstímum aðallega eftir því sem hvelamótin flytjast til og í ljós hefur komið að bæði Afríka og Suður-Ameríka taka þátt í henni.
Takið eftir því að hér er um lengdarbundna ósamhverfu að ræða. Ósamhverfa sú sem stærð Kyrrahafsins og Asíu annars vegar og Atlantshafs og Ameríku hins vegar veldur virðist meginvaki Walker-hringrásarinnar.
Walker-hringrásin sýnir meiri breytileika frá ári til árs heldur en fyrsta og önnur hringrás. Hún á uppruna sinn í árstíðasveiflu sólahæðar, en í henni verða hálf-reglubundnar truflanir sem geta yfirgnæft hefðbundnar árstíðir. Þurrka- eða regntími kemur þá á óvenjulegum tíma árs eða að einhver árstíðin (regn eða þurrkatímar) dettur upp fyrir jafnvel í nokkur ár í röð. Augljós eru vandræði sem þessi hegðan getur skapað í frumatvinnuvegum.
Smám saman hefur komið í ljós að truflanirnar eru tengdar, þurrkur á einum stað er gjarnan samtímis óvenjulegum rigningum í fjarlægum löndum. Breytingar á úrkomu, hita, hafstraumum, loftþrýstingi og ríkjandi vindáttum sem áður fyrr voru taldar aðskildar reynast þrátt fyrir allt tengjast nánum böndum.
Fyrir meira en hundrað árum uppgötvuðu menn að að loftþrýstingur í Darwin í Ástralíu og á Tahítí-eyju í Suður-Kyrrahafi sveiflast í öfugum fasa. Þegar loftþrýstingur er hár í Darwin er hann lágur á Tahítí og öfugt, en hátt í 10 þúsund km eru á milli staðanna (lengra en milli Íslands og miðbaugs).
Samband veðurfars fjarlægra staða eru nefnd fjartengsl (teleconnection) og eru ýmist tölfræðileg eða eðlisfræðileg. Eðlisfræðileg tengsl uppgötvast gjarnan fyrst með tölfræðilegum aðferðum en síðan skýrð með aðferðum eðlisfræðinnar. Enginn veðurfræðingur er rólegur yfir óskýrðum tölfræðitengslum heldur bíður í ofvæni eftir þeim eðlisfræðilegu.
Breski veðurfarsfræðingurinn Walker nefndi Darwin/Tahítí tengslin suðursveifluna (Southern Oscillation) og lýsti henni, m.a. því að hún virtist hafa tvegga til þriggja ára sveiflutíma. Þetta var á þriðja áratug síðustu aldar, en Walker stundaði rannsóknir á monsúninum og ástæðum hverfugleika hans og hvort mögulegt væri að sjá styrk hans fyrir á einhvern hátt. Þegar í ljós kom að suðursveiflan virtist ekki hafa mikið með það að gera minnkaði áhuginn og það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum sem fræðimenn áttuðu sig fyllilega á því að suðursveiflan tengdist öðru fyrirbrigði sem gerði sig gildandi austast í Kyrrahafi og gekk undir nafninu El nino.
Þegar sýnt var fram á að El nino (EN) og suðursveiflan (southern oscillation, SO) væru nátengd fyrirbrigði var nafnið ENSO tekið upp yfir þau bæði. Við nánari athugun kom í ljós að miklu stærra svæði, jafnvel allt hitabeltið og meira tengdist þessu í stóru hringrásarkerfi, sem farið var að kalla Walkerhringrásina. þó svíinn Hildebrandsson hafi verið búinn að finna loftþrýstisambandið ofannefnda langt á undan Walker, Hildebrandssonhringrásin (?).
ENSO er nafn á mest einkennandi breytileika Walker-hringrásarinnar en sá breytileiki hefur afgerandi áhrif á úrkomu í hitabeltinu og á nærliggjandi svæðum.
Myndin á að sýna megindrætti Walker-hringrásarinnar. Kortarissið neðst á myndinni sýnir meginlönd nærri miðbaug á suðurhveli jarðar. Rauðu örvarnar sýna upp- og niðurstreymi. Daufu bláleitu fletirnir eru í líki mynda af háum skúraklökkum sem eru algengir á uppstreymissvæðunum. Á myndinni eru einnig tvær bláar strikalínur. Þær eiga að sýna í grófum dráttum hæð 850 og 200 hPa-flatanna. Lesendur hungurdiska ættu sumir hverjir að átta sig á því að því meiri sem fjarlægðin er á milli flatanna því hlýrra er loftið. Hæðarmunurinn er hvað mestur á milli 90° og 180°austurlengdar, en minni annars staðar. Sérstaklega er kalt yfir Kyrrahafi austanverðu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 53
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 1143
- Frá upphafi: 2416322
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 969
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mig minnir að ég hafi lesið einhversstaðr að eitt sinn hafi N- og S. Ameríka verið tvö aðskilin meginlönd, en svo hafi þau tengst með Panamaeiðinu. Ef þetta er rétt munað hjá mér, urðu þá ekki gríðarlegar breytingar á hafstraumum í norður Atlantshafi? Í hverju voru þær breytingar helst fólgnar og myndaðist Panamaeiðið fyrir myndun Íslands?
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2011 kl. 05:46
Af einhverjum ástæðum finnst mér mest gaman þegar fræðari vor fer í þennan fasa; að útskýra fræðin og mekanisma veðurfarsins. Takk, takk, takk.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 10:38
Gunnar, Panamaeiðið sem tengir saman Suður- og Norðurameríku lokaðist ekki fyrr en fyrir um 3 milljónum ára, löngu eftir að Ísland varð til. Ég minntist lauslega á þetta í pistli 8. desember (sem þú ættir að finna með því að setja Panama í leitarreitinn hægra megin á bloggsíðunni). Reyndar hef ég á prjónunum að segja fáein orð til viðbótar um þetta í söguslefinu einhvern tíma bráðlega.
Trausti Jónsson, 13.3.2011 kl. 01:44
Takk fyrir þetta, Trausti. Verður gaman að sjá nánari umfjöllun um þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2011 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.