10.3.2011 | 01:02
Hann flýtur í sjálfum sér
Hver er það sem flýtur í sjálfum sér? Það gæti verið margt, en alla vega bæði sjór og lofthjúpur. Við látum sjóinn liggja milli hluta en hugum að lofthjúpnum. Lofthjúpurinn er oftast í flotjafnvægi, loftbögglar - (getum við ekki séð þá fyrir okkur þótt við sjáum þá ekki?) - eru hver um sig þyngdarlausir á sama hátt og fiskur í vatni. Ekki er þarmeð sagt að þeir séu massalausir frekar en fiskurinn.
Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að lóðréttur hraði lofts á hreyfingu er minni en hundraðasti hluti af láréttum hraða þess, ég ætti jafnvel að segja þúsundastihluti. Dæmigerður vindhraði (láréttur) er um 10 m/s, en lóðréttur vindhraði er oftast ekki nema einhverjir sentímetrar á sekúndu.
Hins vegar leitar loft stundum upp og stundum niður. Þá er það (staðbundið) ekki í flotjafnvægi. Það er ekki mjög margt sem getur raskað jafnvæginu. Þegar jafnvægið er rannsakað sést að það sem skiptir mestu máli er hver hiti böggulsins er - miðað við aðra böggla í sömu hæð (flothæð). Hitni hann umfram nágrennið missir hann hald og lyftist, flotið eykst. Lyftingin heldur áfram þar til hann er ekki lengur hlýrri en nágrannabögglarnir. Hærra fer hann ekki. Kólni böggullinn umfram nágrennið rýrnar flotið og hann sígur niður. Í versta tilviki getur hann misst flot og hrapað stjórnlaust til jarðar - þá er illt í efni.
Kemur þá að einu af þessum þvælnu atriðum í veðurfræði, stöðugleikanum svokallaða. Ég get ekki farið að skrifa langloku um hann hér og nú, en ef ég held áfram á hungurdiskum lekur hann vonandi inn í texta smátt og smátt. Orðið sjálft, stöðugleiki, er leiðinlegt - en hefur unnið sér svo fastan sess að erfitt er úr þessu að breyta til. Hin ágætu og þjálu orð stöðugur og óstöðugur valda því að leiðinlega orðið fær af þeim óverðskuldaðan stuðning. Ekki vil ég fórna þeim í pirringi mínum á stöðugleika - sem orði. Hugtakið á bakvið orðið er hins vegar tært og fagurt.
Ýmis erfið hugtök eru nátengd stöðugleika og floti. Hér nefni ég bræðurna hita og varma sem sífellt er verið að rugla saman á opinberum vettvangi. Þessi ruglingur ætti að vera óþarfur í íslensku - en hann stafar mest af innflutningi enskra óeirða á milli orðanna temperature annars vegar og heat hins vegar. Er svo komið á þeim erlenda vettvangi að orðið heat er víða illa séð og stuðningsmenn þess ofsóttir - snyrtimönnum í varmaveðurfræði er uppálagt að nota þess í stað orðið enthalpy - mátulega ógagnsætt og framandi til að fjölmiðlamenn forðist að nota það. Það getum við ekki tekið upp í íslensku.
Þessi útlenska deila virðist hafa valdið því að menn nota nú gjarnan orðið hitastig þegar átt er við hita (temperature á ensku) og hita þegar átt er við varma. Mín vegna má svosem einu gilda hvort hiti eða hitastig er notað - en fyrir alla muni notið ekki hita þegar átt er við varma. Þá endar þetta með því að við neyðumst til að búa til nýyrði fyrir varma, bein þýðing á enthalpy mun vera ívarmi - er það ekki heldur klúðurslegur kostur?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 106
- Sl. sólarhring: 164
- Sl. viku: 2027
- Frá upphafi: 2412691
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.