2.3.2011 | 00:38
Lægðir vikunnar - 3. hluti
Við höldum enn áfram að horfa á lægðir vikunnar. Sú í dag er númer 2 af 4 eða 5. Hún náði upp snúningi í dag og sést vel á gervihnattamyndum. Þar sýnist hún vera nokkurn veginn fullmótuð. Lítum á lágupplausnarmynd af vef Veðurstofunnar. Hún er frá því kl. 23 þriðjudaginn 1. mars.
Ég hef sett nokkrar tölur inn á myndina til frekari umfjöllunar. Læðgarmiðjan er nokkurn veginn við enda örvarinnar nærri tölunni 1. Svo virðist sem þurrt loft hafi náð að hringa sig um miðju lægðarinnar, alla vega er þar lítið um ský. Örin sýnir það sem virðist vera leið þessa lofts, en það er þó alls ekki víst að svo sé. Þurrasta loftið gæti t.d. verið komið úr suðvestri frekar en vestri eða norðvestri og þornað í niðurstreymi þurru rifunnar. Ekki treysti ég mér til að gefa út endanlegan úrkskurð um það.
Talan 2 er yfir mikilli flákaskýjabreiðu sem er þar sem útsynningur lægðarinnar ætti að vera. Þetta bendir til þess að hlýtt loft sé efra sem klakkar ná ekki að komast upp úr. Þó vottar fyrir klökkum sunnan við breiðuna og sömuleiðis vestur af Íslandi. Það er e.t.v tvennt sem veldur því að klakkarnir ná sér illa á strik. Annars vegar er næsta lægðakerfi komið óþægilega nálægt og farið að breiða sinn hlýja faðm yfir hluta svæðisins. En líklegri ástæðu er e.t.v. að finna við Grænland.
Talan 3 er sett þar sem er mjög stórt heiðskírt svæði austan við háfjöll Grænlands. Þar er væntanlega loft í niðurstreymi eftir að hafa lyfst yfir jökulinn. Niðurstreymið nær þó ekki til jarðar en verður til þess að tiltölulega hlýtt loft liggur eins og teppi langt á haf út og bælir mestallt uppstreymi, teppið hækkar þó smám saman eftir því sem austar dregur. Grænlandsteppið er algengt veðurfyrirbrigði sem nördin gætu gefið meiri gaum.
Talan 4 er sett í risastóran skýjahaus næsta lægðakerfis, kerfið er miklu stærra en lægðin í dag, næsta lægð verður stærri en sú sem nú er við landið, en ekki endilega öflugri. Hún kemur sína leið en enn er óvísst um heilsu hennar. Amerískum og evrópskum spám ber ekki alveg saman um smáatriði.
Talan 5 merkir hluta af miklu hlýju færibandi lægðarinnar nýju.
Talan 6 er við ör sem bendir á skarpa brún blikubreiðu lægðarinnar sem nú er í námunda við landið. Skarpar vellagaðar brúnir sem eru hundruðir kílómetra á lengd benda oft til návistar skotvinda sem í þessu tilviki eru tengdir heimskautaröstinni en hún sér um hraðakstur lægðanna þessa dagana. Merkið einkennilega sem ég hef sett þarna táknar (hóflega) ókyrrð sem farþegaflugvélar gætu orðið varar við. Merki sem þessi eru vel kunnug flugmönnum, veðurnörd ættu leggja þau á minnið.
Breiða, grænleita örin sýnir væntanlega leið lægðarinnar. Síðdegis og í kvöld hefur hraði hennar verið u.þ.b. 60 til 70 km á klst, jafnvel aðeins meiri. Ef hvessir hér á landi verður það í norðvestanátt aftan við lægðarmiðjuna. Spár segja það geta orðið seint í nótt eða með morgninum um landið austanvert. Fjallvegir víða um land gætu einnig orðið fyrir vindi í nótt og framan af degi á morgun.
Næstu lægðir eru væntanlegar aðfaranótt fimmtudags og síðan um helgina. Smálægð gæti reyndar skotist hratt til austnorðausturs suður af landinu á milli þessara tveggja stærri kerfa.
Ég læt nú sennilega af skrifum um þessa lægðafjölskyldu alla nema eitthvað kennslubókardæmigert atriði birtist á kortum eða myndum - eða þá ef eitthvað óvænt gerist. En munið eftir því að hungurdiskar eru ekki spáblogg - þar er hins vegar fjallað um veður, veðurfar og veðurspár. Veðurstofan og aðrir til þess bærir aðilar sjá um spárnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 115
- Sl. sólarhring: 173
- Sl. viku: 2036
- Frá upphafi: 2412700
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 1783
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 96
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Trausti. Ekki þykist ég nú vera farinn að skilja fræðin, en þetta hefur vissulega brugðið birtu á mekanismann í veðurkerfunum, bæði hér á Norður-Atlantshafinu og um víða veröld.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.