28.2.2011 | 00:34
Fjórar lægðir á einni viku?
Ef marka má spár virðist næsta vika ætla að verða mjög lægðasöm og er gert ráð fyrir því að fjórar lægðir fari hjá. Enn lengri spár bæta síðan 2 til 3 við á nokkrum dögum - en það er aðeins uppástunga. Ekki er heldur alveg víst að spár um næstu daga séu réttar, en við skulum nú líta á ástandið í háloftunum, svona til að hafa náð áttum ef einhver tíðindi verða. Taka skal fram að engin lægðanna er sérlega illileg þótt vara skuli hafa á í hraðakstri sem þessum. Kortið er fengið af brunni Veðurstofunnar og er vonandi að þeir reyndari af lesendum hungurdiska séu farnir að átta sig á táknmáli þess.
Sem fyrr eru svörtu, heildregnu línurnar hæð 500 hPa flatarins í dekametrum. Það þarf dálítið að rýna í kortið til að sjá tölurnar. Vindar blása nokkurn veginn samsíða hæðarlínunum og eru því meiri eftir því sem þær eru þéttari. Rauðu strikalínurnar sýna þykktina milli 500 og 1000 hPa flatanna og er hún því meiri sem loftið á milli flatanna er hlýrra. Ég hef sett örvar og tölur við þau atriði sem ég ætla að benda sérstaklega á á kortinu.
Ör númer 1 bendir á kuldaskil sem eiga að vera yfir vesturlandi kl. 6 að morgni mánudags 28. febrúar. Við vitum að þetta eru kuldaskil af því að þykktarlínurnar eru þéttar og að vindurinn ber þær til austurs þannig að yfir landið koma smátt og smátt þykktarlínur með lægri gildi. Við sjáum að 528 línan liggur á milli 534 og 522 dekametralínanna (522 dam = 5220 metrar). Þar sem 20 metrar eru ekki langt frá því að samsvara 1°C í hita ætti að kólna um 5340-5220= 120 metra = 6°C þegar skilin fara yfir. Ekki er víst að það verði alveg svo mikið þar sem vindur stendur af hafi og er nokkuð sterkur. Þegar vindur stendur af hlýjum sjó á Vestur- og Suðurlandi þarf þykktin að komast niður undir 5200 metra til þess að það snjói. Þessi tala hefur tilhneigingu til að hækka þegar líður á veturinn vegna kólnunar sjávar.
Ör númer 2 bendir á svæði þar sem mjög kalt loft skýst eins og fleygur inn á milli hlýrri svæða. Þar sem örin endar er þykktin á milli 5040 og 5100 metrar. Þetta er alvöru heimskautaloft sem streymir frá Labrador út yfir hlýtt Atlantshafið og í átt til Íslands. Heimskautaloft yfir hlýjum sjó er í uppskrift að óstöðugu éljalofti. En vegna þess hversu hafið er hlýtt verður þykktin í þessu lofti komin upp í 5120 til 5160 metra þegar það kemur hingað á mánudagskvöld. Séu spárnar réttar þýðir þetta að það snjó festir í éljunum með tilheyrandi hálku.
Ör númer 3 bendir á lokaðan hlýjan hól þar hefur hlýtt loft lokast af yfir lægðarmiðjunni sem stýrir kuldaskilunum og éljaloftinu. Þetta heitir seclusion á ensku - að mér vitandi hefur ekki fundist heppilegt nafn á íslensku - ég nota því hlýja hólinn eitthvað áfram. Þetta var myndarlegasta lægð fór niður fyrir 950 hPa um miðjan dag þ. 27., en grynnist ört og hreyfist allhratt til norðausturs.
Ör númer 4 vekur athygli á litlum kuldapolli sem nú fer suður um Spán austanverðan, þar er þykktin innan við 5280 metra sem er lágt á þeim slóðum. Á Spáni er nú væntanlega ófærð á fjallvegum og snjóar jafnvel talsvert niður í hlíðar. Vonandi að menn séu undir það búnir.
Ör númer 5 bendir á næstu lægðabylgju. Hún er eins og sjá má miklu styttri en sú sem fylgdi fyrstu lægðinni. En þarna er greinilega eitthvað í gerjun því mikið misgengi er á milli hæðar- og þykktarlína, þar sem bylgja af hlýju lofti skýtur sér inn í það kalda. Þetta er óvissulægð næstu daga. Spár eru ekki alveg sammála um hvað hún á að gera í smáatriðum. Hún gæti farið mjög hratt til norðausturs skammt fyrir suðaustan land og ekki komið mikið við sögu hér á landi, en hún gæti líka farið vestar, þá yfir landið mjög kröpp og valdandi skammvinnu stormviðri af norðvestri um landið austanvert. Það verður að fylgjast vel með þessari lægð.
Ör númer 6 bendir á næstu bylgju í fullri stærð, lægð á að koma með henni hingað til lands síðdegis á miðvikudag. Lægð sem væntanleg er á laugardag sést ekki á þessu korti. - Kannski kemst hún aldrei hingað.
Ör númer 7 bendir á miðju í stórum kuldapolli sem allt þetta snýst um. Hann er þó mun vægari en bolarnir tveir sem við hittum um daginn.
Þó nokkuð má mala um eitt háloftakort.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 19
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 984
- Frá upphafi: 2420868
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.