26.2.2011 | 01:47
Af meginhringrásinni (pistill númer um það bil 4)
Lesendur mega vera ansi mikil nörd til að komast í gegnum það sem hér fer á eftir. Við lítum á mynd úr gamalli kennslubók (Palmen og Newton) sem sýnir nokkur atriði í meginhringrás lofthjúpsins. Ég kasta hér myndinni fram - blogggrófa - en ætlunin er að lesendur geti náð í hana í betri upplausn á pdf-sniði þegar ég hef lagað hana aðeins betur til - eftir nokkra daga eða viku.
Reynum nú að átta okkur aðeins á myndinni. Þetta er þversnið af lofthjúpnum frá miðbaug lengst til hægri og norður að norðurskauti - lengst til vinstri, 30. og 60 breiddarstig eru merkt við lárétta ásinn efst á myndinni. Lóðrétti ásinn sýnir upp, sjá má 6 og 12 kílómetra hæð merkta lengst til hægri.
Neðan við neðri lárétta ásinn er kassafargan (rauðbrúnt) þar eru helstu veðurbeltin tíunduð. Frá vinstri eru: Heimskautasvæðið, þvínæst vestanvindabeltið, hvarfbaugshæðabeltið, staðvindabeltið og loks hitamiðbaugur lengst til hægri. Þar undir eru hornklofar þar sem þrjár hringrásareiningar eru merktar, heimskautaeining lengst til vinstri, síðan svonefndur Ferrelhringur (gefum honum gaum síðar) og lokst Hadleyhringurinn syðstur.
Hadleyhringurinn er langmestur þessara hringrásareininga enda skulum við hafa í huga að svæðið milli miðbaugs og 30°N er að flatarmáli helmingur yfirborðs norðurhvel alls (þó þessi mynd sýni það ekki).
Mjóa, grámerkta svæðið sem nær næstum frá jörð og upp í 12 km næst miðbaug táknar hina risavöxnu skúraklakka hitabeltiskjarnans. Rauða örin þar í táknar uppstreymið á þeim slóðum, sem stundum bítur sig upp í 18 km hæð en þar eru veðrahvörfin í hitabeltinu.
Veðrahvörfin eru hér rauðar línur sem aðallega liggja lárétt ofarlega á myndinni, en áberandi lægra yfir norðurslóðum heldur en sunnar. Hér eru veðrahvörfin sýnd slitin á tveimur stöðum í námunda við tvo hringi þar sem merktur er bókstafurinn R. R-in tvö sýna tvær meginrastir norðurhvels. Sú syðri og efri er hvarfbaugsröstin en hún markar nokkurn veginn norðurmörk Hadleyhringsins. Ástæður þess að hvarfbaugsröstin er þar sem hún er er flókin en hér má upplýsa að hinn illræmdi svigkraftur jarðar kemur við sögu ásamt enn illræmdari ónefnanlegum ættingjum. En við þurfum ekkert að vita af því.
En hvers vegna er nauðsynlegt að kannast við Hadleyhringinn? Ástæðurnar eru reyndar ýmsar en hér gæti nægt að nefna að þeir bræður, hann og bróðirinn á suðurhveli eru stærstu veðurkerfi í heimi. Það gengur varla að ræða um veðurfar án þess að menn kannist við það mesta. Hvernig kerfið svo vinnur er miklu flóknara mál og ekki er hægt að ætlast til að kunnátta á þvi sé almenn. Ég hef í fyrri pistli minnst á það einfaldasta - uppstreymi í iðrum hitabeltisins, hvarfbaugsröstina, niðurstreymið undir henni og staðvindalegg hringrásarinnar.
Niðurstreymið mikla sem býr m.a. til Saharaeyðimörkina og fleira magnað má sjá sem feitlaga örvar sem stefna niður á við á myndinni. Þarna verða til gríðarlega öflug niðurstreymishitahvörf. Hvað skyldi það svo vera? En mjög fíndregin punktalína sem byrjar við neðri enda niðurstreymisörvanna og hækkar síðan til hægri eftir því sem nær dregur miðbaug á að tákna hitahvörfin. Þar undir eru litlar gráar klessur sem eiga að tákna staðvindaskýin. Þau bældustu kannast menn við frá norðurströndum Kanaríeyja, sunnar er fellibyljasvæðið þar sem fellibyljavísar berjast við hitahvörfin og hafa stundum betur.
Nyrðra R-ið á myndinni sýnir góðkunningja okkar heimskautaröstina sem stundum skýtur upp kryppum í átt til okkar. Norðan við hana eru oft brot eða faldar í veðrahvörfunum, þau hin sömu og birtast okkur stundum í líki þurru rifunnar sem gælir við riðalægðirnar sem hér hafa stundum komið við sögu.
Ferrelhringurinn (bylgjubeltið) er fyrirbrigði sem við skulum geyma til betri tíma. Hann reyndist alla vega vera allt öðru vísi útbúinn en menn vildu halda á 19. öld þegar fyrst var á hann minnst.
Bláa, þykka svæðið á miðri mynd sem hallast aðeins upp til hægri táknar meginskilin sem oft eru kennd við pólinn þótt algengasta lega þeirra á vetrum sé við 40 til 50 gráður norður.
Ef vel er að gáð má sjá annað blátt svæði neðarlega á myndinni ekki langt frá norðurskautinu. Þetta er óstöðugt fyrirbrigði í suðurjaðri stórra kuldapolla svosem Stóra-Bola þess sem við fjölluðum um á dögunum. Hér hef ég sett nafnið norðurskil við svæðið, en það er ekkert fast nafn, á ensku er það kallað arctic front og á sumum ámóta skýringarmyndum er rastarmerki einnig sett þar, norðurröstin. Í ensku er nefnilega hægt að gera greinarmun á polar og arctic, þetta heitir hvoru tveggja heimskautaeitthvað á íslensku. Hér virðist vera ákveðinn vandi sem leitar lausna.
En ég kem vonandi aftur að myndinni síðar, hef reyndar hugsað mér að sýna margar ámóta en rétt er að vera ekki með of stór fyrirheit á þessu stigi málsins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 46
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1967
- Frá upphafi: 2412631
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 1720
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.