4.2.2011 | 00:00
Febrúarhiti í Stykkishólmi 1799 til 2010
Myndin sýnir meðalhita í febrúar í Stykkishólmi jafn langt aftur og séð verður. Fyrstu áratugirnir eru þó ógreinilegir og varasamt er að taka allt of mikið mark á mælingunum, sérstaklega fyrir 1830. En fyrsti febrúarmánuðurinn með mælingum í kauptúninu sjálfu er 1846.
Við sjáum að langtímaleitnin er söm við sig. Rauða línan sýnir að hlýnað hefur að meðaltali um 0,15 stig á áratug í 200 ár. Ekki er þó allt sem sýnist í þeim efnum. Segja má að hitinn haldist i svipuðu meðaltali fram til 1920, þá kemur þrep um 1 til 1,5 stig (megnið af hlýnuninni allt tímabilið) og síðan helst hiti svipaður síðan. Annað sem vert er að benda á er að enginn febrúar er undir 5 stiga frosti eftir 1892. Segja má með vissum rétti að þá sé annað þrep í hitaþróuninni.
Febrúar 1881 er kaldastur, febrúarmánuðir áranna 1810, 1811 og 1812 eru líka mjög kaldir, en við tökum hóflega mark á því.
Það er athyglisvert að febrúar 1935 er kaldastur eftir 1892 en 1935 er inni í miðju hlýindaskeiðinu mikla. Ómarktækur munur er að vísu á þeim mánuði og febrúarmánuðunum 1902 og 1907. Síðan er febrúar 2002 kaldastur á síðustu áratugum. Sá mánuður er síðasti kaldi mánuðurinn sem við höfum enn upplifað. Ofurhlýindi síðustu ára hafa staðið óslitið síðan.
Það er líka merkilegt með febrúar að hann var eini mánuður ársins sem var hlýrri 1961 til 1990 heldur en 1931-1960. Hann var þá að meðaltali hlýrri en bæði janúar og mars. Þessi afbrigði komu einnig fram í úrkomu og vindáttatíðni.
Við skulum líka taka eftir því á myndinni að febrúar hlýnaði strax 1921 en aðrir mánuðir komu flestir seinna inn í hlýindasyrpuna. Tveir mánuðir skera sig úr hvað hlýindi snertir, 1932 og 1965. Hitinn 1932 var með miklum ólíkindum, 4,7 stig að meðaltali en það er svipað og algengt er í Stykkishólmi í maí. Við lá að ámóta hlýtt yrði 1965 en hafísárin hófust hér við land í lok þessa febrúarmánaðar - öllum að óvörum held ég.
Enga langtímaþróun er að sjá í hitamun janúar og febrúar hitasveiflur milli þeirra mánaða sýnast algjörlega tilviljanakenndar eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Það er helst að tímabilið 1975 til 1985 skeri sig aðeins úr.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 33
- Sl. sólarhring: 141
- Sl. viku: 3439
- Frá upphafi: 2430758
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2798
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Afar athyglisvert, þetta með: "Segja má að hitinn haldist i svipuðu meðaltali fram til 1920, þá kemur þrep um 1 til 1,5 stig (megnið af hlýnuninni allt tímabilið) og síðan helst hiti svipaður síðan."
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 01:13
Sæll Trausti.
Mér finnst afar athyglisvert að ekki er hægt að greina neina hlýnun frá árinu 1930 þar til dagsins í dag, og það þrátt fyrir mikla losun manna á CO2.
Fram til ársins 1930 var aukning á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu aðeins orðið lítið brot af því sem það er í dag (295ppm um 1900, 300ppm um 1920, 305ppm um 1930, 390ppm nú árið 2011). Öll hlýnunin á sér stað á tímabili þar sem aukningin á magni Co2 er óveruleg.
Hvað skyldi valda þessu mikla misræmi?
Hvað var það sem orsakaði þessa miklu hlýnun frá um 1920 til um 1935?
Með góðri kveðju og þakklæti fyrir fróðlega pistla.
Ágúst H Bjarnason, 4.2.2011 kl. 08:36
Ágúst og Gunnar, ekki ætla ég að leggja Trausta orð í munn, en hann er að skoða þróun hitastigs í einum einstökum mánuði á Stykkilshólmi en ekki meðalhita jarðar. Stór munur á staðbundnu hitastigi sem er unnið út frá einum mánuði og svo meðalhitastigi Jarðar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 09:13
Ágúst er að benda á styrk koltvísýrings frá 1900 til 1930 og bera saman við núverandi gildi. Þar sést einfaldlega að hlýnun frá 1930 má varla hengja á hækkun koltvísýrings á sama tímabili.
Ég segi því eins og Ágúst að hvað var það sem kveikti á þessari hlýnun á árunum upp úr 1930? Það væri einnig mjög fróðlegt að bera þetta saman við meðaltal jarðar yfir sama tímabil.
Sindri Karl Sigurðsson, 4.2.2011 kl. 11:39
Sæll aftur Trausti.
Þegar ég las útskýringar Svatla á spurningum mínum (takk Svatli fyrir að passa svona vel upp á hvað ég segi, skrifa og meina ), þá kom mér í hug ein spurning til viðbótar:
Hvað segir kenningin um áhrif CO2 á hitastig á norðurslóðum:
Hvort má vænta meiri hlýnunar að vetri til eða sumri til?
Mig minnir að í skýrslum IPCC séu það veturnir sem eiga að verða mildari með auknum styrk CO2, en febrúar er einmitt um hávetur. Þess vegna hefði ég talið að áhrifin ættu frekar að koma fram í þessum febrúarferli en einhverjum sumaferli. Kannski er ég að misskilja eitthvað.
-
(www.geographyteachingtoday.org.uk/.../KS3_CC_predictions.doc)
Royal Geographival Society:
" Mediterranean and Europe: Annual mean temperatures in Europe are likely to increase more than the global mean. Seasonally, the largest warming is likely to be in northern Europe in winter and in the Mediterranean area in summer. Minimum winter temperatures are likely to increase more than the average in northern Europe.."
Ágúst H Bjarnason, 4.2.2011 kl. 15:22
Ágúst: Hinn sænski frumkvöðull Svante Arrhenius (1896) benti á (og vísað reyndar í Tyndall 1865) að gróðurhúsaáhrif myndu valda því að það myndi hlýna meira að vetri en sumri - það hefur gengið eftir - sjá aukningu hitastigs að vetri og sumri á norðurhveli (Braganza o.fl. 2003 og 2004):
Sjá nánar hér: The human fingerprint in the seasons
Þessi áhrif hafa sem sagt verið þekkt í eina og hálfa öld - og hafa komið fram í hitamælingum Jarðar - þó þau komi kannski ekki fram nákvæmlega í þessari staðbundnu hitaröð á Snæfellsnesi.
P.S. gervihnattamælingar sína þetta líka:
Höskuldur Búi Jónsson, 4.2.2011 kl. 15:45
Ég vil benda á að ekki er hægt að tala um globala aukningu á CO2 og bera saman við hitastig í Stykkishólmi.
Ég hef oft bent á að allt hjal um meðalhitastig Bandaríkjanna allra og samanburð þess við við globala aukningu á Co2 er út í hött. Öll Bandaríkin eru aðeins 1.8% af yfirborði jarðar.
Baldur Eliasson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 22:59
Já, hitaferillinn á Stykkishólmsmyndinni sýnir enga sérstaka hlýnun síðustu 80 árin, en hann er bara einn úr risastóru þýði ámóta ferla sem ná yfir sama tímabil. Þegar rætt er um hnattræna hlýnun ætti frekar að tala um safnið heldur en einstaka sauði. Í heildarsafninu má örugglega finna ferla sem sýna kólnandi veðurfar allt tímabilið - sumir sýna enga hlýnun en aðrir mikla. Og - það er þrátt fyrir allt hlýnun upp á 1,5 stig á myndinni þótt hún komi mestöll snögglega fram í heilu lagi milli 1920 og 1930. Eins og ég hef oft bent á áður eru áratugasveiflur svo miklar hér á landi að erfitt getur verið að heyra í hlýnuninni fyrir hávaðanum. Slíkt mun halda áfram jafnvel þótt hratt hlýni. Það er bara eins gott að ástandið sé þannig að tína megi til megi tína til fjölda raða sem eru án hlýnunar. Væri svo ekki myndu válegir tímar vera alveg á næsta leyti og illt í efni. Við þökkum þeim sem liggja í útgildum leitnidreifingarinnar á báða bóga bara pent fyrir að nenna að taka þátt í leiknum. Megi þeir halda því áfram sem lengst. Um ástæður áratugabreytileikans get ég ekki fjallað hér á blogginu fyrr en að hafa skrifað meira um undirliggjandi eðli veðrakerfisins. Það tekst e.t.v. um síðir.
Trausti Jónsson, 5.2.2011 kl. 01:22
Bestu þakkir fyrir svarið Trausti, svo og pistla þína.
Með kærri kveðju,
Ágúst
(Kærar þakkir einnig til loftslagsfræðinganna Svatla og Höska Búa fyrir ómakið. Ekki veitir nú að að reyna að halda villuráfandi manni inni í hjörðinni, manni sem vill ekki þýðast hjarðhegðun vísindanna, scientific concensus, eða það sem kallast því fína nafni groupthink, og er útskýrt hér. Svona fer þegar menn eru að eðlisfari tortryggnir og síspyrjandi. Kunna ekki við sig á trúarsamkomum. Ég þakka samt umhyggju ykkar Svatla og Höska Búa fyrir sálarheill minni).
Ágúst H Bjarnason, 5.2.2011 kl. 07:06
Ágúst, við bendum þér bara á það sem okkur þykir passa í hverju tilfelli, það er af nógu að taka...hefur ekkert með groupthink að gera heldur bara heilbrigðar efasemdir okkar um t.d. að hægt sé að taka einstaka sérsvaldar hitaraðir sem dæmi um heildarþróunina...eins og í þessu tilfelli, eða aðrar þær heilbrigðu efasemdir sem við höfum við þinn málflutning.
Það eru þín orð, Ágúst, að þú sért "villuráfandi" - en kannski finnst þér þú vera orðin eitthvað týndur eftir athugasemdir okkar...en þú verður að eiga það við sjálfan þig, kæri Ágúst.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.