Fyrirstöðuhæðin í hámarki - í bili

Það fer ekki að veita af númerum á allar þessar fyrirstöðuhæðir í vetur 14. En sé horft í smáatriðin breytast þær samt talsvert frá degi til dags. Sú sem ræður yfir okkur í dag (köllum hana Frekju fjórtándu) er ekkert sérlega öflug við jörð (um 1033 hPa í hæðarmiðju) en hún er mjög hlý, þykktin er nærri því 5500 metrar þar sem hún er mest, heldur norðan við hæðarmiðjuna sjálfa. Í miðjunni er 500 hPa-flöturinn í um 5710 metra hæð yfir jörð eins og sjá má á meðfylgjandi korti (frá brunni Veðurstofunnar):

w-h500-250111

Svörtu, heildregnu línurnar eru jafnhæðarlínur, en rauðu strikalínurnar sýna 500/1000 hPa þykktina. Við njótum háloftahýindanna ekki sem skyldi vegna þess að við erum svo nærri miðju hæðarinnar í frekar hægum vindi, hlýja loftið nær sér illa niður. En við Suður-Grænland er mun sterkari vindur, hes hangandi niður úr skotvindi heimskautarastarinnar sem bylgjast í kringum hæðina.

Yfir Davíðssundi er háloftalægð (bylgja) sem þrýstist upp á móti norðvesturbrún hæðarinnar og lemur hana hægt og bítandi til suðausturs. Spurning hvort við náum hlýindum niður að jörð í kantinum á vindstrengnum, áður en kaldara loft leysir það hlýja af.

Síðan er því spáð að þegar að þessi háloftalægðarbylgja verður komin framhjá muni fyrirstöðunni á ný berast liðsauki. Hvort og hvernig hann verður sést væntanlega á næstu tveimur dögum eða svo.

Nokkuð utan við norðvesturhorn kortsins er stór kuldapollur - Stóri-Boli. Í miðju hans, norðvestur af Ellesmere-eyju, er 500 hPa-flöturinn um eða innan við 4700 metrar, kílómetra lægri en í fyrirstöðunni. Milli þessara kerfa er því kílómetershá brekka sem þotufljótið (heimskautaröstin) skýst um. Stóri-Boli hefur ekki verið mjög áberandi í vetur en á næstunni á hann eitthvað að byltast um þarna fyrir norðan Kanada og þrátt fyrir að hann fer væntanlega ekki mjög langt sjálfur gæti hann sent frá sér sendingar krappra lægðardraga eins og hans er von og vísa. En hann hefur átt frekar bágt í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 973
  • Sl. sólarhring: 1107
  • Sl. viku: 3363
  • Frá upphafi: 2426395

Annað

  • Innlit í dag: 868
  • Innlit sl. viku: 3024
  • Gestir í dag: 848
  • IP-tölur í dag: 782

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband