Lágþrýstimet janúarmánaðar

Bloggið hefur ekki enn minnst á lágþrýstimet janúarmánaðar og er það gert hér með. Metsins var reyndar getið í ágætum Þetta gerðist ... - dálki Morgunblaðsins á dögunum.

Metið var sett aðfaranótt 3. janúar 1933 á Stórhöfða í Vestmannaeyjum - milli athugunartíma að vísu. Þrýstingurinn fór ámóta neðarlega á fleiri stöðvum suðvestanlands. Þetta er ágætt dæmi um lægð sem ekki veldur tjóni þótt djúp sé. Ég veit ekki um tjón hérlendis samfara þessari lægð, en vel má vera að það hafi orðið eitthvað. - Veit einhver um það?

Lægðin kemur mjög vel fram í 20. aldarendurgreiningunni sem ég hef minnst á áður. Kortið hér að neðan er úr henni.

c20th-v2-023318

Kortið er af vefsíðu endurgreiningarinnar. Línurnar eru jafnhæðarlínur 1000 hPa-flatarins. Það hljómar flókið, en þetta eru í raun venjulegar þrýstilínur sem hér eru dregnar með 5 hPa bili (40 m). Innsta línan er 920 hPa og þrýstingur í lægðarmiðju um 915 hPa. Aðeins er vitað um örfáar ámóta djúpar lægðir á Norður-Atlantshafi. Líklega var lægð sem fór til austnorðausturs undan Suðausturlandi 10. janúar 1993 dýpri, en hún var talsvert krappari og öll mun minni um sig en þessi hér.

Lægðin sem á Íslandsmetið í lágþrýstingi, 2. desember 1929 var líka ámóta djúp, en endurgreiningin nær henni ekki alveg jafn vel. Sú lægð dýpkaði nær landinu en þessi og olli miklu tjóni viða um land. Álíka djúp lægð var á Grænlandshafi 14. desember 1986, sú olli nokkru tjóni hér á landi í austnorðaustan- og austanátt líkt og 1929.

Aðkoma lægðarinnar á myndinni er algeng, þótt dýptin sé það ekki, og reynslan er sú að oftast er verra veðri spáð heldur en raun verður á. Nauðsynlegt er þó að hafa vara á sér í svona stöðu.

Háþrýstimet janúar er jafnframt ársmet fyrir Ísland. Ég hef gert nokkuð ítarlega grein fyrir því í pistli á vef Veðurstofunnar fyrir nokkrum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 43
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 2810
  • Frá upphafi: 2427362

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2520
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband