Hiti nærri sólstöðum

Á tímabilinu 1971 til 2000 vildi svo til að 18. desember var með lægsta meðalhita af öllum dögum ársins i Reykjavík.

Daglegur-hiti-1971-2000

Myndin sýnir meðalhita hvers dags frá 15. nóvember til 15. apríl á umræddu árabili. Fyrri helming desember hrapar hiti mikið og eftir 1. apríl hækkar hann hratt. Á milli þessara dagsetninga breytist hiti óreglulega. 26. til 27. janúar voru ámóta kaldir og 18. og 22. desember.

Raunverulega er það eitt af einkennum íslensks veðurlags hvað vetrarhitinn er flatur. Köldustu dagar ársins geta komið hvenær sem er. Það sem beinlínis réð metinu á þessu tímabili er kuldinn í desember 1973 og nokkrir mjög kaldir dagar í sama mánuði 1977 sem slatti af hlýjum dögum annarra desembermánaða ráða ekki við.

Sé litið á lengra tímabil eru síðustu dagar janúarmánaðar oftast kaldastir hér á landi, en á hafístímabilum getur mars jafnvel stolið köldustu dögunum, þannig var 8. mars að meðaltali kaldastur í Stykkishólmi á árunum 1859 til 1892. Á hlýju árunum 1931 til 1942 voru köldustu dagar ársins í febrúarlok. Því ollu miklir kuldar í lok febrúar 1935 og 1941.

Við gefum þessum málum e.t.v meiri gaum þegar á veturinn líður. Við vitum ekki enn hversu hlýr eða kaldur hann verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Takk fyrir þessar fróðlegu upplýsingar, Trausti. Maður verður seint  þreyttur á veðurfræðum.

Eiður Svanberg Guðnason, 21.12.2010 kl. 06:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjög skemmtilegt að skoða þetta. Takk

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir Trausti.

Ég bý nú á Suður Spáni en skoða þessa statistik þina af miklum áhuga nú þegar ég sit hérna heima hjá mér í íslensku lopapeysunni !

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 20:44

4 identicon

Varðandi tímasetningar í árstíðasveiflu hita þá má minna á grein sem Trausti er meðhöfundur að  Analysis of a smooth seasonal cycle with daily resolution and degree day maps for Iceland sem birtist í Meteorolog. Zeitschrift árið 2007. Þar er reiknaður þjáll hitaferill fyrir sérhvern punkt á 1km x 1km neti á landinu, byggt á gögnum frá 1961 - 1990. Greinina má finna á http://brunnur.vedur.is/pub/halldor/MetZeit6.pdf. Af því að þarna er um þjálann hitaferil að ræða hverfa einstakir atburðir og engar hátíðnisveiflur sjást. Lykilmyndir fyrir tímasetningu kaldasta og hlýjasta tíma ársins má finna í myndum 12 og 13 í greininni.

Fyrir sumarmánuðina er víðast á landinu hlýjast nærri degi nr 200  (um 19.júlí), þó þessari dagsetningu kunni að seinka um 1 - 3 vikur við ströndina. Veturinn er flóknari, þar er á stöku stað kaldast nærri vetrarsólstöðum, en víðast er þó kaldast í janúar. Á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands (auk hálendisins, en þar eru niðurstöður óáreiðanlegri) var hinsvegar kaldast í mars (!). - En eins og segir hér að ofan þá var þetta byggt á 1961 - 1990 gögnum og þau eru nokkuð lituð af hafísárunum. Það er ekki víst að mars lágmarkið verði greinanlegt í 1990 - 2020 gögnunum.

Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg081124d
  • w-blogg081124a
  • w-blogg071124a
  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 315
  • Sl. viku: 1624
  • Frá upphafi: 2408638

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1463
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband