16.12.2010 | 01:18
Inn í ísöldina (söguslef 13)
Síðasta söguslef fjallaði um plíósen-skeiðið en það endaði fyrir rúmri 2,5 milljónum ára. Upphefst þá pleistósen - einnig kallað kvartertíminn. Þá hefst einnig það skeið sem við köllum ísöld. Upphafið á ísöldinni er ekki eitthvað hreint og greinilegt en menn hafa nú ákveðið að hún nái yfir þennan tíma. Sú ákvörðun er þó nánast ný, áður voru mörkin sett nálægt 1,8 milljónum ára. Hér verður enn fjallað um sömu myndina - þá sem fyrst birtist í grein Zachos og félaga í Science árið 2001.
Ég á vonandi eftir að sýna hluta af þessari mynd nokkrum sinnum enn. Sem fyrr sýnir hún súrefnissamsætuvik í sjávarkjörnum. Því hærra sem vikið er því meira er talið vera af ís. Ísmagn er almennt talið fylgja hita að miklu leyti. Takið eftir því að vikakvarðinn er öfugur, kalt er neðst og hlýtt efst. Aldurskvarðinn sýnir milljónir ára aftur í tímann. Núll er sett við núið.
Við horfum að þessu sinni aðeins á tvö meginatriði. Annað er það að fyrir 800 þúsund til milljón árum breytir ísferillinn um eðli. Menn hafa leitað uppi reglubundnar sveiflur í ferlinum og við þá leit hefur komið í ljós að framan af eru 40-þúsund ára sveiflur ráðandi, en síðustu 800 þúsund árin eða svo hafa 100 þúsund ára sveiflur verið mest áberandi. Síðarnefndu sveiflurnar eru taldar tengjast hringviki jarðbrautarinnar (sjá um Milankovic-sveiflur í eldri bloggpistli) en þær fyrrnefndu möndulhalla jarðar.
Enginn hefur skýrt þessa breytingu svo efalaust sé. Ég mun síðar minnast á að minnsta kosti eina vænlega kenningu. Stærsta vandamálið er að spönn sveiflnanna virðist hafa stækkað, kuldaskeið síðustu 800 þúsund ára hafa orðið ísmeiri heldur en áður var, en jafnframt hafa hlýskeiðin verið ísminni - og það er furðulegast.
Hitt meginatriðið sem ég minnist á núna er ísmagnið. Hlutirnir eru því miður ekki alveg svo einfaldir að beint, eingilt samband sé á milli hita, ísmagns og samsætuvika - en takið eftir því að ísmagn nútímans er mjög ódæmigert fyrir tímabilið í heild. Í ljós kemur við talningu að slíkt ástand hefur ríkt aðeins um 5% tímans frá því fyrir 2,5 milljónum ára. Ástand eins og var við hámark síðasta jökulskeiðs hefur aðeins staðið í 6 til 8% tímans.
Eins konar millibilsástand hefur því verið ráðandi hátt í 90% tímans. Eftirtektarvert er að nær öll umfjöllun um ísöld tengist útskeiðunum, þ.e.a.s. hámarksjöklunar- og hlýskeiðunum stóru, ástandi sem eftir gögnunum að dæma er klárlega ódæmigert. Hvernig má það vera? Hvernig var þessu varið á Íslandi?
Vitnað var í:
Zachos, J., M. Pagani, L. Sloan, E. Thomas, and K. Billups. 2001. Trends, Rhythms, and Aberrations in Global Climate 65 Ma to Present. Science, Vol. 292, No. 5517, pp. 686-693.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.3.): 337
- Sl. sólarhring: 360
- Sl. viku: 2296
- Frá upphafi: 2450738
Annað
- Innlit í dag: 297
- Innlit sl. viku: 2044
- Gestir í dag: 288
- IP-tölur í dag: 285
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já hvernig var þessu varið á Íslandi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2010 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.