12.12.2010 | 01:09
Smávegis um norðanáhlaup
Endrum og sinnum skella á mikil norðanáhlaup hér á landi. Þau má greina í nokkra flokka en alltof langt mál er að láta móðan mása um það allt hér. En lítum aðeins á.
Stundum er eins og veggur skelli á landinu beint úr norðri. Norðanstrengur liggur þá meðfram mestallri austurströnd Grænlands. Þá kólnar mjög skyndilega, einskonar kuldaskil fara yfir og hvassviðri skellur á. Kuldaskilin eru hins vegar óttalega þurrbrjósta og sú úrkoma sem fellur er aðallega orðin til við það að kalda loftið hirðir upp raka úr hlýjum sjónum milli Norðurlands og hafísbrúnarinnar. Sé frost mikið getur þó orðið talsvert kóf sem dregur úr skyggni á vegum.
Kólnunin sem verður á sér ekki stað á staðnum eins og þegar útgeislun veldur henni heldur er um aðflutning á köldu lofti að ræða, kalt aðstreymi. Það er regla að þegar kalt aðstreymi á sér stað snýst vindátt andsælis á stefnunni eftir því sem ofar dregur í lofthjúpnum. Sé vindur af hánorðri niður undir jörð (landslag og núningur geta þó truflað) er vindur ætíð vestan norðurs í köldu aðstreymi. Því skyndilegar sem kólnar, því meiri mun er hægt að reikna með á vindi í neðstu lögum og vindi ofar. Í 3 til 5 km hæð má því reikna með að vindur sé af norðvestri, frá Grænlandi. Loft sem þaðan kemur er þurrt.
Eftir nokkra stund, mislanga, oftast sólarhring eða svo er mesta hitafallið gengið hjá og landið er umkringt köldu heimskautalofti. Hvassviðrið getur þó haldið áfram en vindátt í neðstu lögum og átt ofar falla nú saman. Hvað síðan gerist er auðvitað misjafnt.
Norðanáhlaup af þessu tagi tengjast oftast snörpum lægðardrögum sem berast til suðausturs yfir norðanvert Grænland. Sé svo hefur lægðardragið tilhneigingu til þess að mynda lokaða háloftalægð á suðurleið sinni. Það gerist gjarnan ekki fjarri Íslandi, eftir að háloftalægð hefur myndast hægir hún á sér og strandar síðan. Því stærri sem lægðin er um sig, því styttra fer hún að jafnaði.
Þegar lægðin hefur myndast fer hún um leið að draga loft til norðurs austan við sig. Það endar síðan yfir Íslandi. Þá er komin norðaustanátt í háloftunum hér á landi þótt norðanáttin haldist um sinn við jörð. Vindátt snýst sólarsinnis með hæð og þá er aðstreymið orðið hlýtt. Í slíkum aðstæðum getur úrkoma orðið mjög mikil á Norður- og Norðausturlandi iðulaus stórhríð. Oftast endar þetta með því að minniháttar lægðardrag fer til suðvesturs um Ísland. Á eftir því fellur vindátt í háloftum og nærri jörð saman að mestu.
Fyrir tíma nútíma veðurspáa voru áhlaup af þessu tagi sérlega varasöm. Ástæðan er sú að þau gera svo lítil boð á undan sér. Kuldaskilin í jaðri norðanáttarinnar gera ekki sérstök boð á undan sér. Allt er í blíðu þar til hann skellur á. Þessar lægðir eru ekki af þeirri sígildu Björgvinjargerð sem haldið er að okkur. T.d. má segja að þessar lægðir hafi kaldan geira en ekki hlýjan. Oft eru teiknuð einhver samskilahræ við jaðar hlýja aðstreymisins. En hvaðan koma þau?
Nú, ástæða þess að ég fjalla um þetta núna er sú að atburðarás næstu viku er í stórum dráttum spáð eins og hér er lýst, nema hvað útlit er fyrir að fyrra norðankastið fari að mestu fyrir austan land. Við eigum að lenda í vesturjaðri þess og að hluta í skjóli við Grænland. Helst að Austurland verði fyrir hvassviðri. Við sleppum hins vegar varla við kuldann. Hlýja aðstreymið nálgast hins vegar landið úr norðaustri og þá er enga vernd frá Grænlandi að hafa nema síður sé. Spár eru ekki enn sammála um hvenær hlýja aðstreymið verður í hámarki og smálægðardragið fer yfir landið. Þá verður hvassviðri á landinu í hámarki. Einhvern tíma á fimmtudag eða föstudag?
Rétt er að taka fram að atburðarás næstu viku er í boði fjölþjóðlegra tölvureikninga en þeir reikningar eru ekki endilega réttir. Munum það. Háloftalægðardragið hefur ekki enn myndast. Sú atburðarás sem hér er gróflega lýst er aðeins ein gerð norðanáhlaupa, þær eru fleiri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 5
- Sl. sólarhring: 279
- Sl. viku: 1789
- Frá upphafi: 2454250
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1647
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.