Ótrúlegir veðurspádómar

Stöku sinnum sjást mjög sjaldgæfir atburðir birtast í veðurspám næstu daga. Oftar en ekki reynast þeir rangir eða alla vega minni háttar miðað við það sem spáð var. Undanfarna daga hafa slíkir hlutir sést í spánum. Annars vegar er um að ræða nýja útgáfu af fyrirstöðuhæðinni margræddu vestan Íslands en hins vegar kuldar við Eyjahaf.

Miðjuþrýstingi í hæðinni miklu hefur verið spáð upp í 1056 til 1057 hPa eftir helgina og hæð 500 hPa-flatarins upp undir 5900 metra. Annað eins sést varla og verður á þessu stigi að teljast ólíklegt að þetta verði raunin, - en vel er þess virði að fylgjast vel með, t.d. á wetterzentrale.de eða ámóta vefjum. Hugsanlegir kuldar á Krít eru einnig eftirtektarverðir, þar var í gær spáð snjókomu niður undir sjávarmál um og uppúr helgi, en eitthvað voru spálíkön að linast á því í dag.

Óvenjulegheit eru alla vega það mikil þessa dagana að veðurnörd gleðjast mjög. Met geta fallið víða. Þrýstingur hefur aðeins einu sinni komist í 1055 hPa hér á landi svo vitað sé, nærri 160 ár eru síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gaman, gaman!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 399
  • Sl. sólarhring: 563
  • Sl. viku: 1756
  • Frá upphafi: 2491099

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 1610
  • Gestir í dag: 353
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband