8.12.2010 | 01:08
Nokkur orð um plíósen-skeiðið (söguslef 12)
Nú er komið að plíósenskeiðinu í söguslefinu. Mér leið lengi illa á því skeiði, en líðanin fer batnandi eftir því sem meiri veður- og haffræðiupplýsingar bætast við. Fyrst er kunnugleg mynd - sama og í tveimur fyrri pistlum nema hvað kvarðar eru aðrir. Myndin er sem fyrr úr grein Zachos og félaga í Science og vitnað var í í míósenpistlinum.
Almenn túlkun er sú að því lægra sem samsætuvikið er því minni af jökulís er á jörðinni. Athugið vel að kvarðinn er öfugur á myndinni. Því hærra sem ferillinn nær, því minni jökulís og þess vegna var líklega hlýtt á sama tíma. Ferillinn lækkar smám saman á plíósen og loks gengur ísöld í garð (pleistósen). Þá stækka líka sveiflurnar að mun, meira verður slefað um það mál síðar. Hér höldum við okkur við vinstri hlið myndarinnar.
Í upphafi plíósen voru hamfarirnar við Miðjarðarhafið nokkurn veginn um garð gengnar. En landaskipan var ekki orðin nákvæmlega sú sama og er í dag. Fyrir um 3,5 milljónum ára lokaðist fyrir sund sem áður var á milli Norður- og Suðurameríku við Panama. Þá virðist sem ferillinn taki öllu ákveðnari beygju niður á við. Menn trúa varla á tilviljun í þessu sambandi. Áður en eiðið lokaðist gat vatn streymt frá Kyrrahafi yfir í Atlantshaf, en eftir lokun lenti síðarnefnda hafið í stórauknum hallarekstri sem hefur haldist að mestu síðan.
Hallareksturinn er þannig að meira gufar upp Atlantshafsmegin heldur en rignir á vatnasvæði þess. Umframvatnið lendir síðan í öðrum höfum. Þetta þýðir að Atlantshafið er áberandi saltara en Kyrrahafið. Hallareksturinn er einna mestur á yfirráðasvæði norðaustanstaðvindanna og yfir Karíbahafi. Það er talið valda þeim óvenjulegheitum að varmi berst yfir miðbaug til norðurs í Atlantshafi.
Sjávarhringrás í kringum miðbaug í Atlantshafi er kapítuli út af fyrir sig. Hér er rúm fyrir mikinn breytileika.
Á síðustu árum hafa menn farið að kanna vitni um yfirborðshita sjávar með meiri nákvæmni en áður þekktist. Það hefur betur og betur komið í ljós að á plíósen var mun minni munur á sjávarhita í Kyrrahafi vestanverðu og austanverðu heldur en nú er. Jafnvel er ástandinu líkt við stöðugan El Nino. Nú er þessi munur 7-8 stig, en var á þessum tíma aðeins 1-2. Hlýsjórinn ofan hitaskiptalagsins hefur þá væntanlega verið þykkari en nú er eða staðvindarnir (neðri hluti Hadley-hringsins) veikari.
Talið er að á fyrri hluta plíósen hafi hiti á heimsvísu verið 3-4 stigum hærri en nú er og norðurheimsskautssvæðið allt að 12 stigum hlýrra. Kólnunin sem varð síðari hluta skeiðsins var mun meiri á norðurslóðum heldur en annars staðar og virðist sem stór jökulhvel hafi verið farin að myndast þar á kuldaskeiðum upp úr miðju plíósen. Hugmyndin er sú að í fyrstu hafi jöklarnir við norðanvert Kyrrahaf verið hlutfallslega stærri á þessum fyrstu ísaldarskeiðum heldur en síðar varð.
Sú mynd sem smátt og smátt er að verða til bendir til þess að talsverðar breytingar hafi orðið á sjávarhringrás þegar á plíósen og ekki aðeins vegna lokunar Panamaeiðisins heldur einnig vegna mikilla breytinga á vindakerfi jarðar. Líkantilraunir virðast benda til þess að tiltölulega litlar breytingar á staðsetningu vestanvindabeltanna bæði á norður- og suðurhveli jarðar geti stuðlað að afgerandi breytingum á hringrás heimshafanna. Við getum slefað um það einhvern tíma síðar hvernig það getur átt sér stað.
Koltvísýringsmagn í lofthjúpnum á plíósen var svipað og nú er orðið hin síðustu ár. Sú afar mikilvæga spurning stendur út af borðinu hvort þetta koltvísýringsmagn geti eitt og sér skýrt hið ólíka veðurlag nútíma og plíósenskeiðsins eða hvort flókin samtenging lofts- og hafhringrása geti ein og sér hnikað veðurlagi til. Ef til vill er það hvort tveggja. Sé koltvísýringsmagninu fyrst og fremst um að kenna eigum við á lager mjög mikla hlýnun á næstunni. Sé svo, mun hún þá breyta allri hringrás lofts- og heimshafa með öllum þeim afleiðingum sem slík breyting hefði?
Nýleg grein í Nature Geoscience fjallar um plíósenskeiðið í spjallgrein undir fyrirsögninni Hiti og jöklun. Þar má finna tilvitnanir í helstu nýlegar rannsóknir á plíósenskeiðinu, m.a. þá sem ég hallast helst að og líka er bent á hér að neðan, sú grein birtist nýlega í Earth and Planetary Science Letters og er í opnum landsaðgangi. Ég hef áður bent á að Hadley-hringurinn er stærsta veðurkerfi jarðar og Walker-hringinn ættu sem flestir að kannast við. Ég veit að svo er ekki, það má e.t.v. bæta úr því.
Ravelo, A.C. (2010). Warmth and glaciation. Nature Geoscience 3. s. 672-674.
Etourneau et al. (2010). Intensification of the Walker and Hadley atmospheric circulations during the PliocenePleistocene climate transition. Earth and Planetary Science Letters, Volume 297, Issues 1-2, 15 August 2010, Pages 103-110
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 41
- Sl. sólarhring: 717
- Sl. viku: 3533
- Frá upphafi: 2430580
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 2901
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir áhugaverða færslu, Plíósen er vissulega dularfullt tímabil - sem þó er ýmislegt vitað um (og sífellt eykst þekkingin þar á). Eins og þú segir, þá eru ákveðin líkindi á milli Plíósen og þess sem búist er við varðandi loftslagsbreytingar á næstu áratugum og öldum.
Ef fólk vill skoða Plíósen nánar, þá er minnst á Plíósen í eftirfarandi færslum á loftslag.is: Norðurskautið á Plíósen, Visthæfar reykistjörnur eru sjaldgæfar, Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð og Hafíslaust yfir sumartímann fyrir 3-3,3 milljón árum
Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2010 kl. 08:53
Þakka þér fyrir Höski. Ástandið á plíósen í huga mínum ein helsta röksemd fyrir því að mikið muni hlýna í náinni framtíð. En það kemur víst í ljós.
Trausti Jónsson, 9.12.2010 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.