Smámoli um loftþrýsting (upplýsir lítið)

Loftþrýstingur er ekki oft nefndur þegar veðurfarsbreytingar eru annars vegar. Helst að menn tali um breytilega tíðni djúpra lægða nú eða breytingar á NAO-fyrirbrigðinu (sjá t.d. wikipediu). Ástæðan fyrir þessu er sennilega sú að þrýstingurinn er talsvert þvælinn við að eiga. Eins og ég hef víst minnst á áður á þessum vettvangi finna menn greinlega þegar hiti breytist um 10 stig, en lítið eða ekki verða menn beint varir við margra tuga hPa breytinga á þrýstingi, nema þá í flugi.

Loftþrýstingur hefur heldur ekki breyst svo mjög síðan mælingar hófust hér á landi, samfellt frá 1822. Svo virðist þó að ársmeðaltalið hafi fallið um 1 hPa milli 19. aldar og þeirrar 20. - Satt best að segja er það innan óvissumarka. En rýnum samt í eitt smáatriði. Skýringar á því liggja auðvitað ekki á lausu, nema þá að ástæðan sé algjör tilviljun - rétt eins og summa lottótalnanna.

Loftþrýstingur

Myndin sýnir 30-ára keðjumeðaltöl þrýstings í október, nóvember og desember á Suðvesturlandi frá 1822 til 2009. Punktarnir eru settir við enda hvers tímabils, fyrsta tímabilið nær yfir 1822 til 1851 og puntar settir við síðarnefnda árið. Við sjáum að desember (grænn) er alltaf neðstur - eins og vænta má eins og málum er háttað hér á landi.

Nóvember (rauður) er oftast lægri en október (blár), en er samt marktækt hærri á ákveðnum tímabilum. Þetta er einkennilegt. Enn einkennilegra er hversu mikill munur október og nóvember annars vegar og desember hins vegar á 19. öld og framan af þeirri 20. Lítill munur hefur á síðari árum verið á október og nóvember og allir mánuðirnir þrír hafa heldur nálgast á þeim tíma.

Þetta hefur eitthvað með veðurfarsbreytingar að gera. En hvað? Hvað segir breytileiki loftþrýstings okkur um ástandið í lofthjúpnum kringum Ísland? Nú er spurning hvað menn nenna að hlusta á svör við því enda langt mál. Einnig er spurning hvort bloggið er heppilegur vettvangur? Langlokur henta því illa, en einhverja smámuni get ég e.t.v. skrifað um síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hver er eiginlega munurinn  á greinum í wikipedíu sem sumar eru ''langlokur'', heimasíðum sem ekki eru bloggsíður og  og svo bloggpistlum? Litill sem enginn að mínum dómi. Bloggpistlar mega alveg vera langir ef eitthvað vit er í þeim. Hvað veðurfróðleik snertir er því lengra þvi betra. Bloggpistill Burts um hitametin eru nú t.d. engin smjörklípa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.11.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 640
  • Sl. sólarhring: 770
  • Sl. viku: 2435
  • Frá upphafi: 2413455

Annað

  • Innlit í dag: 599
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 590
  • IP-tölur í dag: 574

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband