Nóvemberhiti í 200 ár

Hér er fjallað um meðalhita nóvembermánaðar í 200 ár. Hráir reikningar segja að hlýnað hafi um 1,8 stig á þessum tíma í Stykkishólmi. Það er nú eins og það er - einhvern veginn finnst manni það ekkert sérlega áberandi þegar horft er á gráu súlurnar á myndinni. En rauða línan sýnir reiknaða leitni. Mjög fáir nóvembermánuðir hafa meðalhita undir frostmarki á síðustu árum. En þeir voru mun fleiri en nú fyrir 1930. leitnin er því líklega raunveruleg. Munum þó að leitni fortíðar segir ekkert um leitni framtíðar.

stykkisholmur_hiti_nov

Græna línan sýnir heildardrættina. Af henni má sjá að sérlega hlýtt var í nóvember á árunum 1930 til 1960 en síðan kom mjög kalt tímabil og náði það lágmarki 1973. Einnig var mjög kalt í nóvember 1996 og var sá mánuður að tiltölu kaldari í Reykjavík heldur en í Stykkishólmi. Þessi kaldi nóvember var eins konar punktur á eftir kuldaskeiðinu sem staðið hafði linnulítið frá 1965. Nóvember hafði þó verið fremur hlýr alveg frá 1987 og hefur lítið sem ekki hlýnað síðan. Hlýindin á síðari árum vantar nokkuð upp á fyrri hæðir.

Nóvember 1945 er alveg í sérflokki hvað hita varðar. Hann er einnig sá hlýjasti á landinu í heild, en sé litið á Norðausturland eingöngu var nóvember 1956 hlýrri. Langkaldasti mánuðurinn var nóvember 1824, kuldi með ólíkindum. Hafa verður þó í huga að frá þessum tíma hafa aðeins fundist mælingar frá einum stað, þegar Jón Þorsteinsson landlæknir mældi við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Vel má vera að ástæða finnist síðar til að endurskoða reikninga. Hugsanlega finnast fleiri mælingar.

Eftir mælingum Jóns að dæma kom hláka aðeins tvisvar í nóvember 1824. Hiti komst í núll stig þann 6. og síðan var tveggja daga hláka 21. og 22. Aðra daga var frostið oftast 4 til 8 stig og fór niður í -12,5 stig þann 19. Lágmarkshiti var ekki mældur sérstaklega. Kuldamet nóvembermánaðar i Reykjavík er þó mun lægra -16,7 stig, 30. nóvember 1893.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver skyldi leitnin vera ef upphafspunktur er árið 1940?

Sveinn Sveinsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir fróðlegan pistil

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Sé miðað við 1940 sem upphafspunkt sýna leitnisreikningar að kólnað hefur um 0,5 stig í nóvember síðan þá. En það hefur hlýnað um 2 stig ef við byrjum 1970 og ef byrjað er 1920 hefur hvorki hlýnað né kólnað. Það hefur hlýnað um 1,1 stig ef byrjað er með leitnina 1870 og svo framvegis.

Trausti Jónsson, 1.11.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 37
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 2484
  • Frá upphafi: 2434594

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2206
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband